Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 61

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 61
57 sonur er oss gefinn; á lians herðnm skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kall- að undra-ráðgjafi, Guðhetja, eilífðarfaðir, frið- arhöfðingi«. Og þegar við berum þenna fallega spádóm sainan t.d. hjá Lúk., þegar engillinn kemur til hirðanna og segir við þá: »Verið óhræddir, því sjá ég boða yður mikinn fögnud, sem veitast mun öllum lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn«. Og hvernig lýsir svo Jesaja í spádómi sín- um starfi Jesú? Hann segir: »Andi Drottins er yíir mér, af pví að Drottinn hefir smurt mig til að flytja nauðstöddum gleðilegan boð- skap, og sent mig til að græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta, til að boða herteknum frelsi og fjötruðum lausn«. Uppfylling þessa spádóins er lýst meðal annars hjá Matt. í 11. kap. En er Jóhannes heyrði í fangelsinu um verk Jesú, gjörði hann honum orðsending og lét spyrja: »Ert þú sá, sem koma á, eða eig- um vér að vænta annars«, og Jesús svarar: »Farið og kunngjörið Jóhannesi það sem þér heyrið og sjáið: blindir fá sýn og haltir ganga, líkþráir hreinsast og daufir heyra, og dauðir upprísa og fátækum er boðað fagnaðarerindi. Og sæll er sá, sem ekki hneykslast á mér«. Hvaða reynsla Frelsarans segir Páll, að hafi verið greinilega boðuð í Gamla-testamentinu?

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.