Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 6
fí ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Magnús Jónsson: Jbúar ‘ttafnarfiarðar árið 1902 Með þessu blaði lýkur hinum merka greinaflokki Magnúsar Jónssonar kennara Ibúnr Hafn- arfjnrðar árið 1902, sem hófst í jólablaði Alþýðublaðsins 1958. Fjiilmargir Hafnfirðingar hafa látið í ljós ánægju sína með þessar greinar, og eru ótaldar (jær ánægjustundir, sem fólk hefur haft af lestri þeirra. Hér koma við sögu, auk þeirra, sem látnir eru, fjölmargir núlifandi Hafnfirðingar, og hafa greinarnar jrví vakið forvitTii manna og umtal. Eins og áður hefur verið sagt er ekkert áhlaupaverk að semja svona skrá eins og Magnús hefur gert, enda hafa slæðzt inn í hana ýmsar villur, sem höfundur biður velvirðingar á. Ekki hefði þessi skrá orðið til, ef Magnús hefði okki notið móður sinnar, Höllu Magnúsdóttur, en hún er kona greind og vel minnug. Ritstjóri þakkar þeim mæðginum ágæta samvinnu og fyrirgreiðslu alla meðan á birtingu greinaflokksins hefur staðið, og hann veit að lcsendur blaðsins munu taka undir þakkir til jreirra fyrir ánægjustundirnar, sem greinarnar hafa veitt jreim. Ritstjóri vonar og veit að jrau mæðgin eiga ýmis- legt fleira girnilegt í pokahorninu og væntir j>ess, að blaðið og lesendur fái að njóta j>ess á komandi árum. 111. Þorlákshús. Það mun hafa þótt stórt þegar þetta var. Nokkru eftir að Hverfisgatan var lögð var j>að fært upp að henni og stendur [>ar enn. (Stóð áður álíka ofarlega og Hverfis- gata 6B). Þarna bjuggu lijónin Þorlák- ur •Þorláksson og Margrét Guðnadótt- ir. Dætur jreirra voru hjá [>eim, Sig- ríður og Ólafía. Ólafía giftist Guð- mundi Sigurjónssyni skipstjóra og átti heima í [>essu húsi — Hverfisgötu 4 — til dauðadags. Elzta barn j>eirra Þor- láks og Margrétar, Guðni, var J>á flutt- ur til Reykjavíkur. Hann var yfirsmið- ur við byggingu J>jóðkirkjunnar í Hafnarfirði 1914. Hann andaðist í desember það ár og var útför hans fyrsta athöfn, sem fram fór í kirkj- unni. Katrín var einnig farin að heim- an. Hjá Þorláki leigði Steingrímur Steingrímsson, bróðir Sigríðar, sem áður var getið (106). Hann bjó með Elínu Aradóttur. Hjá J>eiin var Guð- rún dóttir hans en ekki hennar. 112. Finnshús. Þar er nú húsið Reykjavíkurvegur 4. Þarna bjuggu hjónin Finnur Gíslason og Solveig Sveinsdóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim voru fósturdætur j>eirra, Ragnhildur Egilsdóttir, sem giftist nokkru síðar Birni Helgasyni skip- stjóra, og Guðríður Guðmundsdóttir frænka Finns, sem nú býr á Sleðbrjóts- seli á Fljótsdalshéraði. Hjá Finni leigðu einnig tveir ung- ir verzlunarmenn, Svend Hall og Carl Finsen. 113. Skemma, sem Finnur átti, stóð rétt hjá húsinu og er til enn, en ann- ars staðar í bænum. Finnur var segla- saumari og vann nokkuð að J>eirri iðn sinni }>arna — og fléttaði endingar- góðar gólfmottur — eftir að hann hætti að sauma fyrir skútuútgerð Flygen- rings. I skemmunni voru einnig tveir spýtnahlaðar, mjög snyrtilegir og vel hlaðnir. Braut Finnur strax spýtur í skarðið, ef taka jmrfti úr iiðrum hvor- um staflanum í eldinn. Hann gerði nokkuð að því að skrifa upp þjóðsög- ur og }>essháttar. 114. llrehkubcer. Svo er j>essi bær a. m. k. nefndur í kirkjubókum. Stein- grímur Torfason keypti hann og byggði J>ar húsið Austurgötu 3, sem Guðbergur Jóhannsson á nú (sjá 107). En í bænum bjó 1902 Þórður Björns- son með fyrri konu sinni, Guðbjörgu Ólafsdóttur. Hann átti síðar heima í Grjóta í Garðahverfi og fluttist svo aftur til Hafnarfjarðar. Síðari kona hans er á lífi, Ingveldur Bjarnadóttir. 115. Nýtt hús, byggt af Jóni Stein- grímssyni trésmið. Þar hefur nú lengi verið verzlun, Strandgötu 5. Kona Jóns Steingrímssonar hét Guðný, og var ein af hinum mörgu börnum Magnúsar Brynjólfssonar hreppstjóra á Dysjum. Elzta barns þessara hjóna verður siðar gctið og Þorbjörg — sem átti Sigríði með Ólafi Jóelssyni — (89) var dáin. Þau, sem voru heima, voru: Vilborg og Ólafur, er dóu bæði ógift og barnlaus, og Guðný, sem giftist Birni Jóhannssyni, sem áður var get- ið (107). 116. Ef þetta hús væri byggt upp á sama stað, lægi það yfir |>vera Strand- götuna, vestur undir Reykjavíkurvegi. Það mun hafa tilheyrt Brydes-fast- eignunum. Það brann 1906. Þá er sagt að líka hafi brunnið kolapakk- hús J>ar sem nú er Húsgagnaverzlun Hafnarfjarðar — og logaði lengi í kol- unum — en |>etta hús mun varla hafa verið komið 1902. Vegurinn til Reykjavíkur lá J>á upp úr Firðinuin á sama stað og nú, og það fyrsta, sem tekið er til athugunar vestan hans er — 117. Efstakotið. Það var nefnt svo vegna )>ess að j>á var enginn bær eða bús ofar við Reykjavíkurveginn. Stundum var j>að J>ó kennt við hús- bóndann, Halldór Halldórsson beyki, bróður Magnúsar í Brúarhrauni (86). Kona Halldórs hét Guðrún Ólals- dóttir. Þau voru barnlaus, en hjá þeim var fóstursonur þeirra, Sveinn Jónsson, sem kvæntist Guðlaugu Bjarnadóttur. Hún dó úr „Spönsku veikinni“ 1918. Sveinn átti lengstum heima á þessum sama stað, Reykjavík- urvegi 13. Nú er ekkert hús lengur á [>eim stað og fækkar óðum í næsta um- hverfi. 118. Þarna voru ung hjón í nýju liúsi. Húsið er Reykjavíkurvegur 9, en hjónin voru Steingrímur sonur hjón- anna Jóns og Guðnýjar, sem áður er getið (115) og Jóna Kristjánsdóttir, systir Kristins í Hraunprýði (93). Elzta barn Jreirra var fætt, Kristinn, sem dó ungur af slysi. Síðar fæddir: Jón, kvæntur Dagbjörtu Brynjólfs- dóttur, Kristján, bifreiðarstjóri, kvænt- ur Sigrúnu Gissurardóttur, og Ágúst. Jóna er nú gift Guðmundi Einarssyni, en Steingrímur kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur systur hans. 119. Klettur. Það liús stendur enn, J>. e. a. s. sem neðri liæðin á húsinu Reykjavíkurvegur 7. Þar bjuggu hjón- in Þorsteinn Þorsteinsson og Margrét Níelsdóttir. Börnin, sem heima voru: Þorsteinn, Níels, Kristín Sigríður, — giftist Helga Halldórssyni — og yngst- ur var Guðjón. Margir muna eftir Níelsi, sem var biblíufróður með af- brigðum og lék á harmoniku. Systkinin Borghildur, Þórunn og Þorvaldur, voru annars staðar. í manntalinu frá 1902 er talinn í Klettinum Björn Jónsson, sem j>ó er dáinn fyrir árslok. Þetta mun hafa verið Galdra-Björn, sem kom gestkom- andi í Arahús (89) j>egar [>að var í smíðum, og sagði: „Þarna er kross á gólfinu; hér er einhver feigur". Skömmu síðar kom hann aftur í Arahús og hneig J>á niður örendur á j>eim stað, sein hann hafði séð kross- inn. 120. Kennt við húsbóndann og nefnt Nielsarhús. Það stóð milli húsanna Reykjavíkurvegur 1 og 3 en nokkru fjær Reykjavíkurveginum. Þar komu saman tvær fjölmennar ættir, Weld- ingsæyin og Auðunsættin, J>ví að J>ar bjuggu lijónin Níels Torfason og Mar- grét Auðunsdóttir. Börnin voru öll fædd og öll heima: Auðunn, kvæntist Guðrúnu Hinriksdóttur, Borghildur, giftist Þórarni Guðmundssyni, Herdís, giftist Magnúsi Guðjónssyni bifreiðar- stjóra, og Helga, giftist Árna Þor- steinssyni, sem áður var minnzt á (54). Hann tók gamla Níelsarhúsið til ný- stárlegra nota — J>að varð sem sé lengi eina kvikmyndahús bæjarins. Næst í systkinaröðinni er Torlhildur, hún giftist fyrst Ólafi Jónssyni frá Deild, cn missti hann og er nú síðari kona Þórarins Gunnarssonar (82), Kristinn Ilallgeir, dó ungur, Guðrún, ógift, og Þorsteinn, sem varð fyrri maður Soffíu Olafsdóttur, sem nú er gift Júlíusi Andréssyni. Uppi á loftinu í þessu húsi leigði þá einhleypur maður, Jón Þorsteinsson, sem kenndur var við Hamarskot. Krist- ínar systur hans var áður getið (30) og bróðir þeirra var Þorsteinn í Kletti (119). Jón fékk oft súrsaft í „Brýða- búð" eða hjá Hansen. Varð hann þá kátur og málskrafsmikill og hafði læk- inn m. a. að umræðuefni, enda var J>að einn af atvinnuvegum hans að sækja ]>angað vatn fyrir bæjarbúa. 121. Þessi bær — Kirkjuvegur 2 — hefur nú verið rifinn, byggt var J>ar stórt hús og gatan breikkuð mikið. Þarna bjuggu J>á hjónin Ólafur Sig- urðsson og Geirlaug Eyjólfsdóttir. Syn- irnir voru heima, Eyjólfur, síðar í Keflavík, tók sér nafnið Ásberg — og Björn. Dæturnar, Sigríður og Ingi- björg, voru farnar að heiman. 122. Þetta hús stendur enn sem Kirkjuvegur 6. Það var stundum nefnt Daðakot, vegna þess að hjónin, sem J>ar bjuggu, áttu áður heima í hinu eiginlega Daðakoti, nánast J>ar sem nú er húsið Vesturgata 32. En þarna bjuggu hjónin Magnús Auðunsson og Friðsemd Guðmundsdóttir. Börnin voru öll fædd. Þau, sem heima voru: Guðmundur yngri, síðar skipstjóri, kvæntist Margréti Guðmundsdóttur, Guðjón, drukknaði ókvæntur og barn- laus, J>egar Geir fórst (sbr. 49), Ást- hildur Elísabet — nú í Reykjavík — og Bjarni. Hann drukknaði einnig ókvæntur og barnlaus, en J>að var í Papeyjarslysinu 1933. Guðmundur eldri, síðar póstur, var þá kvæntur. Kona hans hét Stefanía Halldórsdótt- ir, og voru J>au farin að búa í þessu liúsi. Halldóra Magnúsdóttir var far- in að heiman. Hún giftist Guðlaugi Jónassyni. Auðunn var ekki heldur hjá foreldrum sínum, þótt hann hafi lengst af átt heima í Hafnarfirði. Hann kvæntist Þórunni Hansdóttur. í J>etta hús kom 1902 Þórður Þórðar- son frá Hólum í Biskupstungum, •' e v J>riðju og síðustu konu sinni, Þ r hildi Högnadóttur. Börnin, sem koim’ með þeim voru Helga, Guðjón, Siglu1 og Pétur. Þórður átti fleiri börn, t. d. voru tvö lengi hér i bænum síðar, Guðrún og Jón. Þórhildur var ekki móðir neinna af þessum systkinum. Með þessari fjölskyldu var þá Stein- unn Björnsdóttir. Þórður byggði skömmu síðar bæinn Hraunkot. Þar er nú húsið Kirkjuveg- ur 12. 123. Það var venjulega nefnt d Hrauni. Þar er nú húsið Kirkjuvegur 8. Þar bjó Þorvaldur Níelsson bróðir Margrétar í Kletti (119). Hann hafði misst konu sína, Guðrúnu Gísladótt- ur, en bjó með ráðskonu, ekkjunni Margréti Eyjólfsdóttur. Hún var mcð son sinn, Nikulás Steingrímsson, nú bifvélavirkja í Reykjavík, en Sigríðar dóttur hennar cr áður gctið (72). Á Hrauni var líka Sigríður nokkur Þórðardóttir. 124. Þetta var nýtt hús, tæpast fullgert, og nefnt Illugahús, síðar Kóngsgerði og nú er á ]>essum stað Kirkjuvegur 19. Sá, sem var að byggja þarna 1902 hét Illugi Þorvarðarson, kenndur við Grjóta í Garðahverfi. Kona hans hét Gróa Gunnlaugsdóttir. Gunnlaugur sonur þeirra var ekki hjá þeim, en J>ar var Hallbera Valgerður dóttir þeirra. Þá voru heldur engir leigjendur komn- ir. Eftir að Gróa dó, bjó lllugi um tíma með Valgerði Ólafsdóttur (93). Fáeinar setningar, sem Illugi mælti, lifa enn meðal gamalla Hafnfirðinga, |>ótt ekki séu J>ær sérlega merkilegar. Hjón í Króki í Garðahverfi tóku t. d. barn til uppfósturs og fengu afsláttar-

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.