Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 29
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
29
það er orðinn einhver munur að
lifa nú á dögum.
Gréta tók þessu með mestu ró.
Hún var orðin svo vön að heyra
minnzt á al'a sinn og ömmu og
gamla daga í sambandi við sinn
eigin ódugnað.
— Blessuð farðu nú að komast á
lætur, hélt móðir hennar áfram. —
hg er hrædd um, að það liggi ekki
margir í rúminu núna hérna í
plássinu. Það er að segja þeir, sem
heilbrigðir eru. Maður talar ekki
tnn hina vesalingana. Það er líf og
I jör hérna niður frá. Flestir komn-
tv að og farnir út aítur, þó að út-
iitið sé ekki gott.
— Er að versna í sjóinn? spurði
Gréta og reis nú upp í rúminu al-
veg glaðvakandi.
— Það er ég ósköp lirædd um,
sagði móðir hennar. Mér lízt ekki
á þennan bakka, sem hann dregur
UPP í landsuðrinu. Það er líka far-
ið að brima, og það ekki svo lítið,
sýnist mér.
Gréta þaut fram úr rúrninu. —
hr farið að brima, mamma? Er bú-
ið að flagga?
— Hvaða óðagot er þetta, barn.
bað er vonandi engin liætta á ferð-
tim, sagði móðir hennar rólega.
— Hvar er pabbi? spurði Gréta.
— Elann hefur svo vel vit á sjón-
um.
— Heldurðu, að hann sé ekki
kominn í búðina fyrir nokkru. Það
hentar nú ekki öllum að liggja í
rúminu frarn undir hádegi, eins og
þú gerir, barnið mitt, sagði móðir
hennar.
Gréta var nú komin á fætur.
Hún stóð við glugga, sem sneri
út að sjónum og horfði út.
Það var óðum að brima, og sjór-
inn var orðinn úfinn. Hún leit
austur með ströndinni og sá hilla
undir klettinn, þar sem hún hafði
setið með Kára kvöldið áður.
Henni sýndist kletturinn núna
bæði hár og hrikalegur, og þó
huldist hann stundum í hvítu brim-
löðrinu.
— Það hlýtur að vera búið að
flágga að, mamma, kallaði hún
fram til móður sinnar.
— Það er sjálfsagt, anzaði móðir
hennar. — En viltu samt ekki
skreppa út og gá að því?
Gréta hljóp út. — Jú, auðvitað
var svarta dulan komin upp. Það
var áminning til sjómannanna um
að flýta sér í land. Verst var, að
þeir voru oft óhlýðnir.
En nú var dregið upp annað
flagg til. Hættan var þá orðin svo
mikil, að þeir áttu að koma tafar-
laust, hvernig sem á stóð. Hún var
svo hrædd um, að Kári yrði seinn.
Hann tímdi sjálfsagt ekki að skera
á línuna sína, ef þeir áttu mikið
eftir að draga. Það var varla von.
Og þó. Hún var svo lirædd.
Enn þá sást ekkert til skipanna.
— Jú, Jrarna, var eitt að komast inn
úr sundinu. Það fékk ágætt lag.
Nú var margt fólk farið að safn-
ast saman fyrir neðan sjógarðinn
og alltaf bættust fleiri í hópinn.
Konur og börn komu hlaupandi
út úr húsunum. Allir horfðu í
sömu áttina.
— Það eru bæði flöggin komin
upp, sagði .Gréta, þegar hún kom
inn aftur. — Ó, mamma, ég er svo
Itrædd.
— Vertu róleg, góða mín, sagði
móðir hennar. Það er ekki svo mik-
il hætta á meðan ekki er flaggað
frá. Guð gelur, að þetta fari allt
vel.
En viltu nú ekki fara að taka
þér eitthvert verk í hönd, barnið
mitt. Það er lítið vit í því að hanga
svona iðjulaus allan daginn.
— Ég get ekki gert neitt, sagði
Gréta og æddi fram og aftur um
gólfið. Ég er svo óttalega lnædd.
Móðir hennar horl'ði þegjandi á
hana ofurlitla stund og sagði svo.
— Það er engu líkara, en þú eig-
ir einhvern úti á sjónum nákomn-
ari en ég veit um.
Gréta svaraði engu, en leit á móð-
ur sína með augun full af tárum.
— Reyndu að láta ekki tilfinn-
ingarnar hlaupa með þig í gönur,
hélt móðir liennar áfram. — Það
er lítið að treysta á það, sem þér
finnst núna, á meðan þú ert svona
hrædd. Þú veizt, að við faðir þinn
höfum alltaf ætlað okkur að kosta
þig í skóla, svo að þú gætir notið
þín betur í lífinu. Þú ert nú eina
barnið okkar og vel af guði gefin.
— Æ, mamma mín, vertu ekki
að tala um þetta núna, sagði
Gréta. Ég þoli ekki að heyra rninnzt
á það.
— Hvaða dæmalaus vanstilling
er þetta, sagði móðir hennar og
fór að sýsla við matreiðslu framrni
í eldhúsinu.
Gréta hljóp út aftur og niður
fyrir sjógarðinn. Flöggin blöktu
enn þá uppi og skipin voru að
komast inn úr hvert af öðru.
Það hafði stórbrimað þessa stund,
sem hún var inni. Hún litaðist
um. Kári var ókominn.
Þarna var fullt af fólki, sem fagn-
aði ástvinum sínum, þegar þeir
stigu á land. Aðrir stóðu afsíðis
og horíðu vonaraugum út á hafið.
— Er ekki að verða alveg ófært?
spurði einhver gamlan sjómann,
sem stóð þarna.
— Jú, anzaði hann stuttlega. —
Ég veit ekki, hvað þeir hugsa sér
með því að hafa þessi flögg uppi
lengur.
Eftirfarandi smásaga, Teflt við Ægi, eftir frú Ragnheiði Jónsdóttur, er,
ineð leyfi höfundar, tekin úr hinu ágæta smásagnasafni, Deilt með eininn, sem
ni hefur komið á forlagi ísafoldar. Ragnlieiður Jónsdóttir er meðal víðlesn-
ustu rithöfunda hér á landi, eins og t. d. ársskýrsla bókafulltrúa ber með sér,
þar sem í Ijós kcmur að Ragnheiður á mjög stóran og traustan lesendahóp.
Og það þarf enginn að fara í grafgötur með þaó hvers vegna Ragnheiður er
svona vinsæl. Rík og einlæg samúð, þekking og góður skilningur á kjörum
þeirra, sem á einhvern hátt mega sín miður í þjóðfélaginu, er eins og rauður
þráður í gegnum allar bækur hennar. Þetta vita þeir, sent bækur liennar
lcsa, og Ragnheiður bregzt aldrei. Hún tekur til meðferðar þjóðfélagsvandamál,
er raunsæ og heilbrigð, ýtir við og vekur til umhugsunar, og gerir Jiessum
viðfangsefnum sínum liin beztu skil, án þess að það verði á köstnað lesend-
anna. En Ragnheiður er líka gamansöm, hnyttin og fundvís á það spaugilega í
fari náungans og bækur hennar eru líka skemmtilegar aflestrar jafnframt því
að vera liollar og jákvæðar. Og Ragnheiður kann öðrum fremur þá list að
skrifa jafnt fyrir fullorðna sem börn. Þess vegna er lesendaliópur hennar svo
stór. Nú fyrir þessi jól hefur frú Ragnheiður sent frá sér tvær bækur. ísafold
hefur gefið út annað bindi af Kötlubókunum Katla vinnur sigur, fallega og
góða bók, fyrir börn og unglinga. Þá hefur Menningarsjóður hafið útgáfu á
ævintýraleikjum Ragnheiðar og sent frá sér 1. hefti Ævintýraleikja, en þeir eru
þroskandi lestrarefni fyrir börn og unglinga, eiguleg bók og tilvalin til jóla-
gjafa. Margir Hafnfirðingar munu liitta hér fyrir gamla kunningja, en mörg
leikrit Ragnheiðar voru fyrst færð upp hér á barnaskemmtunum í Hafnar-
lirði meðan luin var búsett hér (um tveggja áratuga skeið). Ragnheiður er,
eins og kunnugt er, kona Guðjóns Guðjónssonar fyrrverandi skólastjóra.
Framhald á bls. 34.