Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 22

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 22
22 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Karlakór Reykjavíkur er nýkominn úr frægðarför sinni til Vesturheims. Áður en liann hrá sér vestur var kórinn staddur í Hellisgerði og tók þá Hérdís Guðmundsdóttir þessa ágætu myntl af þeim kórfélögum. sáttum við tengdaforeldra sína, og Anna fékk fullan arf, þegar þar að kom, en sú var venja á þeim tím- um, ef börn gerðu stórlega á móti foreldrum sínum, að svipta þau arfi. Þau Oddur og Anna giftust á gamlaársdag 1870, var Anna þá 19 ára. Oddur varð síðar prestur í Grindavík og þjóðkunnur maður fyrir baráttu sína fyrir slysavörn- um á sjó, sbr. rit og leiðbeiningar hans um þau efni. Síðar fluttist hann til Vesturheims og stundaði þar prestsstörf og lækningar og andaðist í Winnipeg 1911. Eignuð- ust þau mörg börn og efnileg. Að lokum vil ég bæta því við, að atburður sá, sem hér er frá sagt, er mér í fersku minni eins og hann hefði skeð í gær, þótt ég væri þá drengur sex ára. En þau Odd og Önnu þekkti ég síðar að öllu góðu.“ Þessi voru orð Erlends Marteins- sonar frá Merkinesi. Silkiklúturinn. (Karólína Kristjana Árnadóttir segir frá.) Á árunum 1880—1890 bjuggu í Brúarhrauni í Halnarfirði Guð- mundur Ólafsson skipstjóri og kona hans Kristín Lovísa Árnadótt- ir. Bær jjeirra stóð jjar sem nú (1938) stendur |)vottahús Geirlaug- ar Sigurðardóttur, ekkju Einars Þorgilssonar útgerðarmanns og kaupmanns. Fyrir ofan húsið er hóll, og var það trú manna í fyrri daga, að Jrar byggi huldufólk. Þau Guðmundur og Kristín áttu 10 ára telpu er Anna hét. Hún átti sér brúðu og brúðurúm og þótti mjög vænt um hvorutveggja. Rúm- ið hafði smíðað Magnús smiðtir, bróðir Guðmundar, var jtað hag- lega gjört. Nú er Jjað dag nokkurn, að telp- an er úti að leika sér, eti brúðu- rúmið með brúðunni í er á borði í skúr, sem var við húsið. Hverfur ])á rúmið með brúðunni og fannst hvergi, hvernig sem leit- að var. Verður telpan mjög angr- uð sem von var og syrgir sárt brúðuna. Móðir hennar segir, að hún skuli ekki gráta, brúðan muni koma aftur. Um nóttina dreymir Kristínu, að kona, sem hún ekki þekkir, kem- ur með brúðuna og lætur á skúr- borðið. Segir hún að telpan sín sé lasin en eigi ekkert leikfang og liaíi hún tekið brúðuna trausta- taki til að gleðja barnið. Um morguninn er brúðurúmið með brúðunni í komið á skúr- borðið. Segir þá móðir Önnu litlu, að nú ætti hún að geta telpu huldukonunnar brúðuna sína. Anna litla féllst strax á j>etta. Var svo brúðurúmið og brúðan lát- ið fram á skúrborðið næsta kvöld. Morguninn eltir var jjað horfið, en á borðinu lá forláta silkiklútur á stærð við vænan vasaklút. Anna Guðmundsdóttir giftist, er hún hafði aldur til, Sigurði Þór- ólfssyni, síðar skólastjóra á Hvítár- bakka, var hún fyrri kona hans. Þau eignuðust tvær dætur. Önnur jjeirra dó óskírð, en hin er Kristín Lovísa Sigurðardóttir fyrrum al- þingismaður. Anna átti klútinn meðan hún lifði, en hún dó um þrítugt. Ef til vill hefur klúturinn lent í Glasgow-brunanum í Reykja- vík 1902, en þar misstu þau Sig- urður Þórólfsson aleigu sína, og ekki veit Kristín Lovía neitt um klút þenna. Hellisgerði. Hellisgerði í Hafnarfirði dregur nafn af hraunhelli, sem er í gerð- inu. Er Jaað nú skúti einn, en var áður miklu stærri. Þar í grennd lékum við börnin okkur oft. Heyrð- um við ])á sungið og talað inni í hellinum og einu sinni sá ég j)ar barnssokka og rósaleppa breidda á stein. Það sama sá ég einu sinni uppi í Kaplakrika. (Sögn Karólínu Árnadóttur.) Huldufólkstrú virðist hafa verið ærið algeng í Hafnarfirði áður fyrr allt til jtess að bærinn tók að vaxa. Hér sást huldukona tína lit- unarmosa í hrauninu og hér heyrðist vagnaskröltið, jtegar ves- lings huldufólkið var að flýja und- an nýbyggingum og gatnagerð. En hvar hefur })að nú samastað? — Kannski í Hamrinúm. Þess vegna er rétt gert að friða hann fyrir röskun. Dvergasteinsgarðurinn. Þeir, sem átt hafa heirna í Hafn- arfirði 10—12 ár eða lengur, muna vel eftir matjurtagarðinum, sem fylgdi húsinu Dvergasteini rétt hjá þjóðkirkjunni. Garður Jressi mun hafa verið ca. 400 ferm. að flatar- máli, girtur með grjótgarði, hlöðn- um úr höggnu grjóti. Þann garð hafði hlaðið og höggv- ið í hann grjótið Jón múrari Jóns- son, sá er byggði Dvergastein 1912. Grjótið hafði hann sótt upp í Hamar, hiiggvið J)að til og dregið heim á sleða. Hefur það verið mikið verk og þurft til elju og at- orku, enda var Jón rómaður fyrir hvorttveggja. Sama mátti segja um Sigurborgu konu hans, enda féll ræktun garðsins í hennar hlut, og var garðurinn oft nefndur, manna á milli, „garðurinn hennar Sigur- borgar". Þau Sigurborg og Jón voru ioreldrar Emils Jónssonar ráðherra. Sigurborg í Dvergasteini. En „falla tímans voldug verk“. Svo fór og um Dvergasteinsgarð- inn. Suðurgata skyldi breytast þannig, að hún kæmi á Lækjargötu syðri hjá Dverg. En til Jtess að svo gæti orðið, varð að taka garðinn að mestu leyti, enda voru nú upp- haflegir eigendur garðsins lagztii til hinztu hvíldar fyrir nokkru. Þegar nú garðurinn var rifinn og jafnaður við jörðu, svo sem óhjákvæmilegt var, urðu einum vegfaranda J)essi stef á vörum: Sýndist mér hún Sigurborg svipþung úli standa. Garðurinn hennar gerður torg, gleymd eru verkin handa. Garðinn þann úr grjóti hlóð góður hennar maki. Ekki sparði ’ann afl né móð í því Grettistaki. Ætli hún hafi ei lagt j)ar lið og lagt Iram krafta sína, sem ætíð barðist lians við hlið hvort hret eða sól nam skina. Eftir lifir mannorð mætt maðurinn [)ó deyi. Svo er um hjón, sem hér er rætt, held ég segja megi. GRANNASÆTTIR Jón Bergsson, bæjarverkfræðingur, Þórður Reykdal, sveitarstjóri, Einar Halldórsson, oddviti, og Sigurður Arnórsson, bóndi, J)inga um landa- mæri Hafnarfjarðar og Garðahrepps. Maðurinn mcð sjónaukann er Helgi Kr. Guðmundsson, verkamaður.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.