Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 15
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 15 Ekki verður í efa dregið, að á fyrstu öldum eftir íslands byggð, Eafi sundkunnátta verið allal- menn rneðal Islendinga. Meðan ís- lendingar voru farmenn, stunduðu verzlun og höfðu margs konar sam- skipti við aðrar þjóðir, mun sund- listin hafa verið mikið iðkuð, og er þess víða getið að þeir hafi ver- góðir sundmenn. Um þetta eru i slendingasögurnar ólj úgfróðastar. Nægir í þessu sambandi að nefna Egil Skallagrímsson, Kjartan Ólafs- son, Þormóð Kolbrúnarskáld og Ciretti Ásmundsson. Þegar svo ís- lendingar sjálfir hættu að mestu að stunda siglingar, þ. e. þegar land °g þjóð kemst undir erlend yfir- r;ið, dofnar yfir sundlistinni, og þegar kemur fram á 18. öld er tal- 'ð að varla nokkur maður geti bjargað sér á sundi. Undantekning- ar eru þó menn eins og Hafnar- bræður, Snorri síðar prestur á Húsafelli og bræður hans, enda annálaðir krafta- og fræknleika- menn. Upp úr aldamótunum 1800 fer svo aftur að vakna áhugi á sund- iþróttinni. Þá hefur Jón Kjærne- sted sundkennslu. Hann kenndi yiða um land. Sund-Gestur eða Gestur Bjarnason, eins og að liann hét fullu nafni, kemur næst við sögu sundsins. Hann kenndi og víða um land sund við laugar. Hann dvaldist m. a. á Álftanesi, en bvort hann hefur lagt stund á sundkennslu veit ég ekki, en liann benndi glímu enda var hann líka uefndur Glímu-Gestur. Heldur er iátt vitað um sundkunnáttu í ná- grenni Elafnarfjarðar eða í liinum iorna Álftaneshreppi. Þegar Bessa- staðaskóli hefur starfað í nokkur af vaknar rnikill áhugi á líkams- faskt. Þá verður Álítaneshreppur, föeð Bessastaðapilta í fararbroddi, eitt hið mesta íþróttahérað lands- ins og var það um árabil. Skemmtilegan þátt um íþróttir i fiessastaðaskóla og samskipti skóla- pilta og vermanna er að finna í etidurminingum Páls Melsteðs. Þar segir og frá sundkunnáttu skóla- Ptlta og afrekum þeirra. Þegar Páll kemur í skólann 1828 eru þar fyr- lr nokkrir piltar, sem kunnu að synda og kenndu öðrum, og hjá þeim lærði Páll sjálfur að synda. Páll segir frá því, að suntarið eftir fyrsta veturinn í skólanum tlvaldist hann og tveir aðrir piltar á Bessastöðum. Bundust þeir fast- mælum um það að fara livern ein- asta dag um sumarið í sjóinn og synda. Skyldi sá, sem sleppli úr degi, vera sekur talinn og greiða „eitt ríksort". Páll var yngstur þeirjra félaga, aðeins 14 ára að aldri. Hann sleppti þó aðeins einum degi, en þeir félagar fóru í sjóinn langt lram á vetur. Syntu þeir oft milli skara í Lambhúsatjörn og gengu tólkaðar fjörurnar til þess að kom- ast til sunds í Bessastaðatjörn. Það verður að teljast fremur ólíklegt að heimamenn í Álftaneshreppi liafi farið að dæmi Bessastaðapilta. í sóknarlýsingu sinni 1842 segir síra Árni Helgason að enginn mað- ur sé sundfær í Garða- eða Bessa- staðasóknum. Gísli Sigurðsson: Árni Helgason °g Jóel Ingvarsson. en eftir þann námstíma fór Árni olt í sjóinn og synti þá jafnan við Fiskaklett. Sundiðkun Árna vakti síðan athygli annarra ungra manna í Haínarfirði. Fengu þeir Árna til Sundkeimsla í Hafnarfirði Upphaf sundkennslu í Hafnarfirði. Fátt er vitað um sundkennslu i Hafnarfirði fyrir þjóðhátíðarár- ið 1874. Þá um sumarið dvaldist hér í Firðinum Páll nokkur Páls- son, ættaður úr Skagaíirði. Hann var syndur vel og synti í sjónum. Vakti það löngun Sveinbjarnar Eg- ilssonar, síðar ritstjóra, til jress að fá tilsögn í þessari list lijá Páli. Fór kennslan fram undir Sjávar- hamri eða Vesturhamri. Eftir sum- arið var Sveinbjörn orðinn allvel sundl’ær, og þótti það í frásögur færandi. Ekki er kunnugt a& aðrir Hafnfirðingar hafi lært sund í þetta sinn. Fjórtán eða fimmtán árum síðar lærði Árni Jónsson, síðar timburkaupmaður í Reykja- vík, að synda í Sundlaugunum í Reykjavík. Gekk hann báðar leið- ir milli bæjanna í mánaðartíma, Teitur Stefánsson. Bjarni Bjarnason. Hallsteinn Hinriksson. þess að sýna sér sundtökin og kenna sér sund. Næst lærir svo Jes, son- ur Chr. Zimsen kaupmanns, sund í Sundlaugunum í Reykjavík. Urðu nú sundfarir tíðar með ungum Hafnfirðingum. Syntu þeir aðallega við Fiskaklett, Gatklett og í Draugakliíi, hyljum Urriðakots- lækjar og allt uþp í Kaplakrika. Sundfarir lögðust svo niður að lieita mátti, enda fluttust þessir ungu menn burt úr Firðinum. Haustið 1883 kemur i Flensborg- arskóla piltur úr Vestmannaeyj- um, Högni Sigurðsson, glímumað- ur mikill og sundmaður góður. í skólaskýrslu 1894 er þess getið að m. a. sé kennt sund „á þurru“. Höfðu skólapiltar Jressa kennslu á hendi. Hér var Jrað t. d. Högni, sem kenndi. Þegar ég átti tal við Högna um Jtessa kennslu, fimmtíu árum síðar, sagðist honum svo frá: „Þegar ég kom í Flensborgar- skóla var nýbúið að byggja „leik- fimihúsið." Þar glímdum við. Eftir hverja glímustund fór ég í sjóinn og synti. Enginn skólapilta kunni Jrá sund, en margir þeirar óskuðu eftir tilsögn. Við fórum Jrví á fund skólastjóra, Jóns Þórarinssonar og fengum lijá honurn leyfi til Jress að setja upp rólur í einu horni leik- limihússins. Þarna kenndi ég svo nokkrum piltum sundtökin, en aldrei fóru Jieir í sjó þennan vetur. Seinna fékk ég bréf frá Jressum piltum. Hafði sumum þeirra tek- izt að halda sér á íloti, Jiegar heim kom.“ Ekki varð íramhald á sundkennslu í Flensborg eftir að Högni hverfur úr skóla. Líður nú áratugur. Árið 1907 er stórhýsi Ágústs Flygenrings í smíðum. Að byggingu hússins vann m. a. ungur maður, Teitur Stefáns- son að nafni. Hann var sundmað- ur góður og fór oft í sjóinn. Lagð- ist hann þá stundum til sunds hér inni í Firði og synti oft langt út á fjörð. Þóttu Jretta mikil tíð- ifrtti. Meðal áhugasámra íjirótta- manna i Firðinum voru þeir Jóel Ingvarsson og Árni Helgason (nú ræðismaður í Chicago). Kynntu Jreir sér sundaðferð Teits og tókst Jreim að læra að synda, og var Jrá gleði þeirra mikil. Hinn seytjánda dag júnímánað- ar var Ungmennafélagið 17. júní stofnað í Hafnarfirði. M. a. hafði Jrað á stefnuskrá sinni að endur- vekja og leggja rækt við sundlist- ina. I gjörðabók bæjarstjórnar frá 18. júní santa ár ntá sjá, að félag- ið hefur sótt um 80 kr. styrk til þess að koma á sundkennslu. Fé- laginu var veittur umbeðínn styrk- ur gegn sömu fjárupphæð úr Lands- sjóði, enda sæktu eigi færri en 20 manns sundnámskeiðið. Félagið liafði augastað á Teiti Stefánssyni sem sundkennara Hann vann Jrá við byggingu lækn isbústaðar, jx e. húss Þórðar Edi lonssonar. Teitur var albróðir Guð rúnar Stefánsdóttur, rnóður Ás mundar bakarameistara og Jieirra systkina. Teitur var við trésmíða- nám á árunum 1902—1906, og lærði hann jrá að synda hjá Pálí Erlingssyni. Árið 1908 er Teitui við sundkennslu að Leirárlaug { Leirársveit. Var hann því ekki alls óvanur sundkennslu, er hann hóf kennslu í Hafnarfirði. Síðar eða fyr- ir nokkrum árum átti ég tal við Teit um sundkennslu hans í Hafm arfirði, lét hann Jtess getið, aé gaman hefði verið að kenna héí sund, Jtótt aðstæður hefðu verií slæmar. Hann hraktist með nem endur sína um allan fjörð. Þeif voru suður á ,,Banka“, í kolaskút

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.