Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 12
12 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Það er ekki löng leið milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar nú, enda fljótfarið í bifreiðum — vega- lengdin nú talin í mínútum. Fyrir hálfri öld horfði þetta öðruvísi við. Þá var ferðin hjá flestum talin í klukkustundum. Ég liygg, að læsta íbúa þessara tveggja bæja renni nú grun í, að fyrir hálfri öld var það aðeins lítill hluti Reykvíkinga, sem komið hafði til Hafnarfjarðar. Sennilega voru Hafnfirðingarnir hlutfallslega fleiri, sem áttu leið til Reykjavíkur. Það gerði útgerðin á skútunum og fyrstu togurunum, því að enda þótt Hafnarfjörður væri fiskimannabær, býst ég við að fleiri Hafnfirðingar hafi ráðizt á skútur Reykvíkinga, heldur en hinn veginn. Þó skal ekkert fullyrt um það. Flestir Reykvíkingar, sem til Hafnaríjarðar áttu leið, höfðu ekki annað farartæki en tvo jafn- fljóta. Þeir sem ekki áttu hesta, urðu yfirleitt að nota hinn með- fædda farkostinn, eða þá að fara sjóleiðina. Opin skip og litlir þil- farsbátar fóru mjótt sund milli Akureyjar og Orfiriseyjar (sem þá var kölluð Effersey) og svo ef há- sjávað var, milli Gróttu og Ráða- gerðis, en fyrir Gróttu ef lágt var í sjó. Sú ferð gat tekið nokkrar klukkustundir, jafnvel þó að gott væri í sjóinn. Fáir menn, utan helztu kaupmanna og útvegsmanna, áttu vagna, en þeir fáu, þá nefndir ,,kúskar“, unnu baki brotnu fyrir atvinnurekendur við flutning á varningi við höfnina í Reykjavík. Hafnarbakki var þá enginn í Rvík, aðeins litlar bátabryggjur, en sjálf var höfnin óvarin vestan- og útnorðanátt nema þegar lágsjávað var og Örfiriseyjargrandinn, sem enn sést móta fyrir, var á þurru. Allur flutningur úr skipum og í fór fram á uppskipunarskipum, jrungum, rónum bátum, ákaflega sterkbyggðum. — íslenzkur atvinnu- rekstur var þá áð byrja að komast úr krappasta kútnum. Islendingar höfðu um aldaraðir þráð yl og birtu. Yfir Jressu landi grúfði myrkur og kuldi á nóttum, nema um blásumartímann. Það voru engir aumingjar, sem áttu kolu og lýsi til ljósmetis. Kaup- mannahafnarbúar keyptu lýsið til ljósa og varð ekki mikið eftir handa öreigum til sjávar og sveita í íslandsbyggðum. Flestir, sem voru að jrví komnir að sálast úr hungri á jjeim tímum, er kúgunarsvipan, erlend og innlend, reið um bak fá- tæklinganna við Faxaflóa, hafa sennilega kosið heldur að súpa dýr- mætan lýsissopa en að lýsa upp raka og dimma moldarkofana. I mínu ungdæmi höfðu Reykvík- ingar þó sótt það fram í menning- arátt, að Jjar voru nokkur ljósker við helztu göturnar. Steinolíu not- uðu menn til ljósmetis. Þessar ,,lugtir“ vörpuðu draugalegri birtu um næstu faðmana. Maður gekk um með stöng og tendraði á kvöld- in og slökkti á morgnana. Það var ekki birtunni fyrir að fara í Reykjavík fyrir hálfri öld og býst ég við að svipað hafi verið ástandið í Hafnarfirði. Þær kynslóðir, sent síðan hafa læðzt og alizt upp í Hafnaríirði og Reykjavík, jtekkja þetta aðeins af afspurn, svo og þá tíma, er slík goðgá v^r að stofna samtök verkamanna, að forystu- mönnum var varpað út í yztu myrk- ur atvinnuleysis og örbirgðar. Fá- tækt var jrá talin afleiðing leti og ómennsku. Fátæku fólki og heilsu- laúsu var refsað með ómannúðleg- um ákvæðum fátækralaganna. Jafn- vel öndvegisklerkar fordæmdu heimtufrekju þeirra manna, sem kom til hugar að aljrýða manna gæti gert kröfur um betra líf. Heimsmynd Aristotelesar gilti í félagsmálum og afstöðu efnamanna til snauðra. Þeir, sem þágu í auð- mýkt sinn ákveðinn skammt, áttu vissa umbun á himnum, en alls ekki fyrr. Fátæktin og undirgefn- in voru haldbeztu farmiðar inn í eilífðarsælu. Það fréttist um nágrenni Hafn- arfjarðar, að Hafnfirðingar hefðu komið sér upp „rafmagnsstöð" og Jtyrfti ekki annað en að jtrýsta á hnapp til jæss að ljós tendruðust. Til var fólk, sem ekki var meira en svona og svona trúað á jtetta. Það gat varla hugsað sér annað en íalinn eld í hlóðum, og svo var Jtað næstum jrví guðlast að ætla að fara að feta í fótspor guðs almátt- ugs íorðum daga. Það var þó trú- legra, að Reykvíkingum myndi takast að koma sér upp kolagas- stöð. Það jjurfti Jró alténd að kveikja gasljósin með eldspýtum. Yngra íólkið hafði oft komið í Báruhúsið eða „Reykjavíkur Bio- graftheater“, en svo nefndist Gamla Bíó [>á. Þar var allt lýst með J>essum undramætti. Hvernig J>etta gerðist, var að sjálfsögðu ofar öllum mann- legum skilningi (og er J>að ef til vill enn?) Á Jressum árum voru allir strák- ar sendir í sveit á sumrin. Þeir gátu snúizt )>ar fyrir bændur, að minnsta kosti hinir elz.tu J>eirra. Flestir bæj- armenn voru úr sveit í Reykjavík og héldu sambandi við ættingja og vini til sveita, enda bjó þá meiri hluti landsmanna í sveitum. Á Korpúlfsstöðum bjó J>á ali minn, Þorlákur Sigurðsson, ættað- ur úr Biskupstungum austur, og kona hans, Kristbjörg Guðmunds- dóttir, stjúpa föður míns, frá Knúts- koti í Mosfellssveit. Þau voru góðir bændur, höfðu sæmilegt bú. Skal enn einu sinni hrakin sú ]>jóðlygi, að Korpúlfsstaðir hafi verið órækt- arkot. Þar var tvíbýli og hjá afa mínum voru, auk heimilisfólksins, vinnuhjú, kaupamaður og kaupa- kona. Ég fór upp að Korpúlfsstöðum á hverju vori og kom á haustin heim. Það spurðist einnig til Korpúlls- staða, að Hafnfirðingar væru bún- ir að koma sér upp „rafurmagni" og JrÖtti ]>að mikil tíðindi þar, eins og annars staðar. Raunar ]>ekktum við J>etta undraljós vegna Jress, að pabbi, sem var formaður sambands Bárufélaganna, hafði umsjón með Báruhúsinu við Reykjavíkurtjörn og J>ar var allt upplýst með „rafur- magni". Halldór Guðmundsson, mikill snillingur í tækni, hafði séð um að koma J>ví upp. Svo vissu menn líka um annan snilling á ýms- um sviðum, hann Jóhannes Reyk- dal, en ég held samt að mörgu gömlu fólki hafi þótt hann draum- óramaður og hálfgerður afglapi með allar Jressar kúnstir, sem hann var að finna upp á. Þær gátu verið góðar í útlandinu, en hvað áttu íslendingar að gera við ]>etta fikt? Afi minn átti venjulega 5 til 8 hesta, eða jafnvel fleiri stundum. Það voru }>ví engin vandræði ef fólkið vildi bregða sér á hestbak. Svo var Jrað einhvern tíma síð- sumars, að J>eim talaðist svo til, afa og pabba, að við ættum nú að skreppa suður í Hafnarfjörð til ]>ess að heimsækja kunningja og skoða furðuljósin, sem voru komin í hús venjulegs fólks, J>ar sem ekki Jmrlti annað en að J>rýsta á hnapp til J>ess að tendra ljós. Það var lagt af stað frá Korp- úlfsstöðum snemma á sunnudags- morgni. Við vorum sex saman i ferðinni, ]>au hjónin, Guðrún föðursystir mín, Guðmundur föð- urbróðir minn (nú bóndi á Selja- brekku í Mosfellssveit, ]>rem árum eldri en ég) og frændi okkar, Axel Guðmundsson. Langafi minn, Sig- urður Guðmundsson frá Hauka- dal (dáinn 1919, er ég var kominn yfir tvítugt), átti bleikskjóttan liest, sem nefndur var „Afableikur". Gamli maðurinn léði mér hann til fararinnar. Hann var ekkert af- burðahross, J>ægur en staður ef J>að lagðist í hann. Við höfðum þrjá lausahesta, tvo handa foreldrum mínum Ottó N. Þorlákssyni og Caroline E. R. Siemsen, en auk ]>eirra tveggja var sótrauður brúk- unarhestur, hið mesta }>ing til margra hluta. Hann átti að spenna fyrir léttivagn, sem fenginn hafði verið að láni handa móðurömmu minni, Margrethe Siemsen, en hún gat ekki á hestbak komið vegna lasleika. Ferðin gekk vel. Við komum vestur á Vesturgötu 29 og þar var Rauður spenntur fyrir léttivagn- inn og Axel frændi var „kúskur" suður á Öskjuhlíð (J>á, nú Eski- hlíð). Þá tók ég við og stjórnaði farartækinu suður í Iíópavog. Hafnarfjarðarvegurinn var )>á lít- ið betri en lélegustu afleggjarar gerast nú heim á sveitabæi. Vagn- inn hoppaði og skondraði á eggja- grjóti og í holum. Það var ]>á tal- inn mikill frami, að fá að stjórna vagni. í sveitum voru ekki einu sinni heyvagnar á sumum bæjum. Að ríða m'iðlungshrossi var ekkert sérstakt. Því var maður vanur. En að stjórna fínum léttivagni var ábyrgðarstaða, sem maður hlaut að miklast af. Eltir um J>að bil klukkustundar ferð var komið til Hafnarfjarðar. Þangað hafði ég aldrei komið áð- ur. Þótti mér merkilegt að sjá litlu húsin með allavega litum veggjum og J>i>kum, svo að segja niðri í hraunbollunum og gamla bæi í bland. Við héldum heim til Helgu Þórðardóttur, hálfsystur föður míns, og ]>ar gerðist þessi merkisat- burður, að við J>rýstum á hnappinn og J>á varð ljós. Við ]>águm góð- gerðir hjá Helgu, en meðan setið var að J>eim, þurftum við strákarn- ir alltaf að laumast frá borðinu til ]>ess að J>rýsta á hnappinn. — Frá Helgu fórum við foreldrar mínir og ég heim til Sveins Auðunsson- ar (síðar bæjarfullrtúa, föður Stígs Sælands lögreglumanns). Þeir voru miklir vinir, pabbi og Sveinn. Þeir höfðu verið saman á skútu, en auk j>ess unnið saman í verkalýðshreyf- ingunni og í Góðtemplarareglunni. Okkur var tekið vel af J>eim Sveini og Vigdísi Jónsdóttur, konu hans, og þar urðum við líka að ]>iggja góðgerðir. Aftur lékk ég tækifæri til }>ess að J>rýsta á hnappinn. Eítir þetta mikla ævintýri var haldið til Reykjavíkur aftur og |>aðan til Korpúlfsstaða, en foreldr- ar mínir og amma urðu eftir í Reykjavík. Það liðu rúm II ár írá ]>ví, að Hafnlirðingar þurltu ekki að gera annað, en að ]>rýsta á hnapp til ]>ess að fá birtu og ]>ar til Rfeyk- víkingar nutu sömu fríðinda. HENDRIK OTTÓSSON: Þegar við þrýstum á hnapp- inn fyrir hálfri öld

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.