Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 36
36
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Aíviiiiiiif,vririakkiii í liæniiiti IV:
Inngangsorð
Á undanförnum sex áratugum
hei'ur Hafnarfjörður vaxið úr litlu
sjávar- og fiskimannaþorpi í þriðja
stærsta kaupstað landsins. Þetta er
merkileg saga, sem ekki verður
rakin hér. Fólkið hefur skapað
þessa sögu, en bærinn á fjölmörg-
um einstaklingum, félögum og
stofnunum að þakka sinn mikla
vöxt og viðgang. Mörg félög og
fyrirtæki hafa verið stofnuð síðan
tim aldamót. Sum eiga sér langa
og merkilega sögu, önnur hafa
verið skammlíf, en öll hafa þau
markað sín spor í atvinnu- og
menningarsögu bæjarins.
Eitt þeirra fyrirtækja, sem á sér
samfellda sögu og öðrum fremur
hefur verið nátengt vexti og þró-
unarsögu Hafnarfjarðarkaupstað-
ar, er hlutafélagið Dvergur. Það
á nú senn hálfrar aldar afmæli.
Félagsstofnun.
Hinn 27. desember 1911 keyptu
12 Hafnfirðingar verksmiðjubygg-
ingu þá, sem Jóhannes J. Reykdal
stofnaði og reisti við Hamarskots-
læk árið 1903 og mynduðu með
sér sameignarfélagið Dverg. Stofn-
endur Dvergs voru þessir rnenn:
Aug. Flygenring, kaupmaður.
Davíð Kristjánsson, trésmiður.
Guðjón Jónsson, trésmiður.
Guðmundur Kinarsson, trésmiður.
Guðmundur Helgason, bæjargjk.
Ingibergur Þorkelsson, trésmiður.
Jón Þórðarson, bókari.
Kristinn Vigfússon, verkstjóri.
Sigfús Bergmann, kaupmaður.
Sigurgeir Gíslason, verkstjóri.
Þórður Edilonsson, liéraðslæknir.
Ögmundur Ólafsson, trésmiður.
Stoínendur Dvergs voru allir
kunnir athafnamenn, Jrekktir borg-
arar og áhugasamir trésmiðir í
Hafnarfirði. Af stofnendum eru
aðeins tveir á lífi, Jjeir Guðjón
Jónsson, kaupmaður, og Guðmund-
ur Einarsson, fyrrv. framkvæmda-
stjóri í Dverg.
August Flygenring var kosinn
formaður félagsins, en Siglús Berg-
mann iyrsti framkvæmdastjóri jtess.
Hinn 29. október 1916 er sam-
eignarfélaginu breytt í hlutafélag
og Guðmundur Helgason ráðinn
frámkvæmdastjóri, og var hann
jafnframt formaður félagsstjórnar.
Aðrir í stjórn voru August Flygen-
ring og Davíð Kristjánsson. Þetta
voru máttarstoðir félagsins. August
Flygenring lagði fram nokkurt
rekstrarfé strax í upphafi og lét
sér mjög annt um lelagið alla tíð
meðan hann lifði. Davíð var hinn
hyggni og ráðholli félagi, og Guð-
mundur sá um daglegan rekstur og
framkvæmdir, úrræðagóður, góð-
viljaður, hagsýnn og reglusamur í
fjármálum. Það var gæfa félagsins,
að Jrað átti völ á slíkum ágætis-
manni fyrir lramkvæmdastjóra. Það
var jtví mikið áfall iyrir félagið,
Jregar Guðmundur Helgason féll
frá árið 1929.
En Dvergur átti fleiri Guðmunda
í þjónustu sinni. Guðmundur Ein-
arsson, sem lengstum er kenndur
við Dverg, tók við framkvæmda-
stjórastarfinu. Hann var afburða-
starfsmaður, traustur, íhugull og
gætinn. Jafnframt Jrví að vera
Iramkvæmdastjóri lét hann sig ekki
muna um að hafa á hendi verk-
stjórn alla í verksmiðjunni líka.
Og hvort tveggja fórst honum vel
úr hendi, Jrví að hann var mikill
og góður verkstjóri. Guðmundur
lét af störfum hjá Dverg árið 1947,
og við iramkvæmdastjórastöríum
tók Jónas Sveinsson, sem gerzt
hafði starfsmaður í Dverg árið 1925
og gjörjrekkti því fyrirtækið. Hann
er hinn sívinnandi forstjóri, reglu-
samur og samvizkusamur, og lætur
fyrirtækinu i té alla sína starfs-
krafta óskerta. ÓJrarft er að kynna
hann frekar fyrir Hafnfirðingum.
Jóiias í Dverg Jrekkja allir.
Árið 1920 gerist Ásgeir G. Stef-
ánsson hluthafi í Dverg, og hefur
liann verið félagi siðan. Hann er
nú lormaður félagsstjórnar, en aðr-
ir i stjórn eru Kristinn Guðjóns-
August Flygenring
Davíð Kristjánsson
Guðjón Jónsson
Guðmundur Einarsson
Guðmundur Helgason
Ingibergur Þorkelsson
Jón Þórðarson
Kristinn Vigfússon
DVERGIJR H.F.