Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 17

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 17
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 17 Hallsteinn nteð sundílokk. var það að einn valdamikill maður lagði leið sína vestur á Malir og fór í sjóinn. Hann rak sig á hrúður- karl á skeri einu. Var því sundstað- urinn fordæmdur og skálinn enn fluttur og nú suður að Skiphól. Þar endaði svo sundkennsla í Hafnar- firði 1939. Árni Helgason mun hafa orðið fyrstur sundkennara til þess að halda sundsýningu og láta fara fram kappsund. Þetta var um miðj- an ágúst 1912. Var kappsundið þreytt milli syðri og nyrðri bryggj- unnar hjá Milljónafplaginu. Lítið er vitað um þetta kappsund. Árið 1913 þreytir Bjarni Bjarnason kappsund í Reykjavík, hið svokall- aða „Nýársund". Varð hann ann- ar, næstur Erlingi Pálssyni. Hafði Bjarni farið í sjóinn dag hvern um haustið og vetur fram að nýári. Bjarni segist hafa vakað í boði á nýársnótt til kl. 3. Fór hann á fæt- ur kl. 8 morguninn eftir og hjól- aði til Reykjavíkur. Sundkeppnin fór fram kl. 10 og heim var Bjarni kominn í hádegismatinn kl. 12 með verðlaunapeninginn. Engar sundsýningar voru hér ár- in 1913—14, og ekki heldur í tíð Gríms Andréssonar. Hins vegar hélt hann hóp sínum vel saman, fór í ferðalög, m. a. að Hvaleyrar- 'atni, og lét hann þreyta sund þar. Þegar Jakob Sigurðsson hóf sund- kennslu voru nýliðar í miklum nteirihluta 'fyrstu árin. Árið 1922 efnir hann þó til sundkeppni. Bkki er vitað um árangur, en pilt- ur að nafni Guðmundur Steinsson sigraði þá. Árið eftir fóru fram sundkeppnir og sýningar, en ekkert er skrásett um þær. Árið 1924 fara tveir vaskir Hafnfirðingar til keppni í Reykjavík. Axel Eyjólfs- son tekur þátt í íslandsmótinu og verður fjórði, og Jón Ingi Guð- mundsson verður annar í 200 m sundi íyrir unglinga. Sama haust er elnt til sundmóts, og vakti 300 m sundkeppnin mesta athygli. Var það kallað Hafnarfjarðarsundið, og skyldi sá verða kallaður Sund- kóngur Hafnarfjarðar, sem sigraði. Jón Ingi Guðmundsson, 12 ára, fór með sigur af hólmi. Aðrir þátttak- endur voru Matthías Oddur Helga- son og Þorsteinn Jónsson. Keppt var um standmynd og silfurpen- ing í festi. Áttu verðlaunin að vinnast þrjú ár í röð og þá til eign- ar. Jón Ingi sigraði í bæði skipt- in næstu tvö árin og eignaðist hvorttveggja, styttuna og jrening- inn. í sambandi við þessa kejsjini fóru fram sundsýningar, dýfingar, kafsund o. fl. Þessi mót voru hald- in í Hellufjöru fram til ársins 1926. Þegar sundkennslustaðurinn var íluttur, voru mótin að sjálfsögðu haldin þar einnig. Þau fóru fram við Haddensbryggju (framan við liskverkunarstöð Lofts Bjarnason- ar. Árið 1927 var Hafnarfjarðar- stindið stytt niður í 200 m og gef- inn bikar til þess að kejjjia unt. Jón Ingi vann sundkeppnina 1927 og 1928. Var hann þá fluttur til Reykjavíkur og farinn að kejrjDa fyrir Sundfélagið Ægi. Árið 1927 bar það til nýlundu að sýndur var björgunarbúningur, gúmbuxur og bolur, þéttreimaður njjjj í háls. Jón Mathiesen vatt sér í þennan búning og svam í honum um all- an sjó. Var hann þá ekki syndur, og ég held hann sé það ekki enn! 1928 var efnt til kappróðurs. Tóku þátt í því sveitir, fjórir á báti með stýrimanni. Sveit Jakobs Sigurðs- sonar sigraði. Árið 1927 sigraði Jón Ingi í ís- landssundinu og varð Sundkon- ungur íslands. Hélt hann þeim titli næslu tvi) árin en tajjaði fyrir Jónasi Halldórssyni árið 1930. Jón Ingi kemur mjög við sögu sundsins hér á landi, og 1936 var hann með- al þeirra, sem kejjjatu í sundknatt- leik á Olymjjíuleikunum 1936 í Berlín. Hann hefur kennt sund í ýmsum félögum í Reykjavík og efnt til námskeiða sjálfur. Skáta- félögin í Reykjavík og Hafnarfirði elndu eitt sinn til sundmóts og varð Jón Ingi sigurvegari jjar í nokkrum greinum. — 1929 er ekk- ert sundmót haldið. Þegar Hallsteinn Hinriksson tek- ur við sundkennslunni lnatt hann al stað sundmóti al miklum dugn- aði. Ýmis iélög í bænum gáfu bik- ara til mótsins, t. d. F. U. J. og E. U. S. Var góð aðsókn að þéssúm mótum Hallsteins og kepjjni mjög hörð á köl'lum. Mótin fóru oftast fram við gömlu Haískijjabryggj- una. Hallsteinn fór og með sund- fólk til Reykjavíkur og sótti jjang- að verðlaun, en enginn varð eins frægur og Jón Ingi Guðmundsson. Árið 1939 lagðist sundkennsla niður, eins og fyrr var getið, og sundmót jjar með. Á ársafmæli sundhallarinnar 1944 voru sund- kepjjnir aftur upp teknar. Rétt er að geta þess að þeir Jakob og Hallsteinn gáfu framan af verðlaun þau, sem um var keppt hverju sinni. Þannig var greiðsla, sem Jjeir áttu að fá fyrir erliði sitt, oft stórlega skert. Áttu verðlaunin og hinn brennandi áhugi sund- kennaranna drýgsta þátt í því að efla sundíþróttina í bænum. Standa Hafnfirðingar í mikilli Jjakkarskuld við þessa Jjrautseigu eljumenn, sem fórnuðu ótrúlegum tíma í Jjessi áhugamál sín og urðu oít á tíðum að láta sér nægja að- eins ánægjuna af árangursríku og heilladrjúgu starfi. Jakob Sigurðsson reyndi að stofna sundfélag hér í bænum 1925 eða 1926. Boðaði hann til fundar, Jón Ingi Guðmundsson. hélt snjalla og hvetjandi ræðu, en máli hans var fálega tekið, og ekki varð úr lélagsstofnun. * Bygging sundlaugar í Hafnar- firði mun fyrst hafa borið á góma árið 1926, Jjegar „mótorrafljósa- stöðin“ var reist. Var þá hugmynd- in að nota kælivatnið frá vélinni til laugarinnar. Ekki komst þessi hugmynd í framkvæmd. Árið 1935 kemst bygging sundlaugar enn á dagskrá. Efndi Knattsjjyrnufélagið Haukar til borgarafundar um mál- ið. Virtust margir hafa áhuga á þessu máli, lofuðu peningafram- lögum og dagsverkagjöfum, en málið strandaði. Löngu síðar eða árið 1941 komst svo skriður á Jjetta mál og Jjað farsællega til lykta leitt og sund- höll Hafnarfjarðar var byggð, mesta og glæsilegasta íþrótta- mannvirki, sem til Jjessa hefur ver- ið reist í Hafnarfirði. Sundhöll Hafnarfjarðar var vígð 29. ágúst 1943. Hallsteinn Hinriksson kenndi mörgum að synda í sjónum vestan við bæinn. A lþýðnblað Hafnarfjarðar óskar lesendurn sínum gleðilegra fóla °g farscds nýs árs \ með þökk fyrir liðnu árin.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.