Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 20

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 20
20 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR er eðlilegt. Það var því ekki annað að gera en bíða dagsbirtunnar, því þarna er iremur þröng leið og oft mjög mikill straumur, nema þá rétt á i'allaskiptum. Við íórum svo í gegnum Pentlandsfjörðinn með morgninum og komum til Aber- deen síðla sama dags. Er þangað kom, var okkur tilkynnt, að leið- in um Norðursjó væri mjög vand- farin sökum tundurduflabelta. Var mér ráðlagt að taka leiðsögumann, og gerði ég það. Var stanzað mjög stutt í Aberdeen, en ferðinni svo haldið áfram. Á þessari leið ut af Forthfirði er viti, sem heitir Bell Rock, og er hann byggður á blind- skeri og umflotinn sjó á alla vegu. Lá leið okkar mjög nærri þessum vita. Þegar á móts við vitann kom, var orðið dimmt af nóttu og ekkert Ijós á vitanum, frekar en á öðrum vitum á þessu svæði. Leiðsögumað- urinn sagði, að nóttina áður hefði togari strandað við vitann og lægi hann með hvalbakinn upp við vita- bygginguna, enda hefðu vitaverð- irnir bjargað áhöfn togarans upp í vitann. Þessi togari kom við í Aber- deen á leið til Grimsby, fékk þar „rútu“, en í henni var tekið fram að á vitanum logaði, en þó yrði ef til vill slökkt á honum án fyrir- vara. Var þetta líka gert rétt eftir að skipið fór frá Aberdeen. (Ég bæti því hér inn í, að í bakaleið- inni fórum við þarna um á björt- um degi og lá togarinn þá ennþá með hvalbakinn þétt upp að vitan- um.) Við héldum svo íerðinni áfram suður eftir, ýmist grunnt eða langt úti í Norðursjó, en þessari rennu, sem siglt var eftir, mun hafa verið reynt að halda hreinni með tundurduflaslæðurum. Við komum að Humbervitaskipi upp úr hádegi daginn eftir í björtu og góðu veðri. Var þar ekki glæsilegt um að litast, því á litlu svæði voru sex eða sjö skip, er þar liöfðu sokk- ið á einn eða annan hátt, og stóðu möstrin aðeins upp úr sjónum á þeim flestum. Eitt þessara skipa var danskt, stórt og glæsilegt, sjáanlega far- Jregaskip; minnir mig það hafi heit- ið Danmörk. Var síðan haldið inn fyrir Spurntanga að lóðsskipinu, og lágu þar fyrir 20—30 skip, [rar á meðal nokkrir tundurspillar. En rétt er við Iröfðum stanzað í ná- munda við lóðsskipið, kom flugvél allt í einu úr háa lofti og steypti sér niður yfir skipin. Og er hún var komin mjög lágt, sleppti hún þrem sprengjum næstum alveg sam- tímis að Jrví er virtist, og lentu þær allar mjög nærri lóðsskipinu. Komu upp háar vatnssúlur, svo skipið virtist næstum hverfa augna- blik, en flaut samt eftir sem áður. Flugvélin hóf sig eins og örskot upp aftur, en þá dundi við skot- hríð úr öllum áttum; þó einkum frá tunclurspillunum. Næstum jafnskjótt voru á lofti sjö litlar flugvélar, er sóttu á eftir þýzku árásarvélinni, er hélt í áttina út á Norðursjó. Samt sleppti hún Jrrem sprengjum til viðbótar, en þær lentu allar í fljótinu langt frá öll- um skipum. Flaug svo allur hóp- urinn út yfir Norðursjó og hvarf þar sjónum okkar. Eftir nokkra stund kom lóðs um borð og átti hann að taka skipið til Grimsby á næsta ílóði. Hann var í mjög æstu skapi og tautaði stöð- ugt bölbænir ylir Þjóðverjunum. Sagði hann, að sjórinn hefði geng- ið yfir skipið, Jregar sprengjurnar féllu og liefðu verið sprengjubrot á dekkinu, Jregar sjórinn rann út. Við biðum þarna á fljótinu í 3 klukkutíma og virtist hann allan Jrann tíma vera í mjög þungu skapi. Ég reyndi að bjóða honum viskí, en það gat hann ekki þegið, og sagðist þó vera óvanur að neita svo- leiðis drukk! Ég segi frá Jressu at- viki sem dæmi um ástandið á siglingaleiðum á Jressum slóðum. En ekki kann ég við að enda mál mitt hér úti á Humberfljóti á leið til Grimsby. Þess vegna fer ég nú hratt ylir og er nú aftur kominn heim til íslands. Það er sólbjartur sumardagur. Við erum að koma vestan frá Isafirði með fullfermi af fiski, en [rurfum að koma við í Hafnarfirði til að taka kol og ,,klarera“ út, áður en lagt er á stað til Englands. Veðrið er dásamlegt, hinn hýri Hafnarfjörður liggur framundan, spegilfagur og renni- sléttur í sólskininu. — Mér finnst eins og Jökull sé farinn að Jrekkja sig hér. Hér Jrarf maður þó ekki að reikna með einhverjum lymsku- legum hernaðaraðgerðum; manni verður jafnvel á að láta sig dreyma um alheimsfrið. Jökull tekur sig mjög vel út í sólskininu. Hann er allur nýmálaður, og til að sýna Jrjóðerni okkar, er íslenzki fáninn greinilega málaður á Jrrem stöðum á hvorri lilið, Jrað er á lunningu að aftan og framan og á brúarvæng. Við erum nú komnir inn undir Helgasker, skipið er enn á fullri ferð, stýrimaðurinn kominn með mannskap fram á hvalbak til að gera klára víra að binda með skip- ið, [regar komið verður að bryggju. Ég stencl í brúnni og maður við stýrið. Allt í einu kveða við tvö fallbyssuskot næstum samtímis, og rétt framan við skipið kemur stór gusa upp úr spegilsléttum sjónum. „Er Jrá livergi friður," hugsa ég, um leið og ég hringi í vélsímann að setja á hæga ferð. Rétt á eftir kem- ur háseti, sem hafði verið aftur á skipinu, og segir, að kúla hafi fall- ið í sjóinn rétt altan við skipið. Við höldum með hægri lerð inn að bryggju og bindum skipið. Gert er ráð fyrir að fara aftur eftir 3 klukkutíma. Fara Jrá flestir skip- verja heirn til sín; Jjað geri ég einn- ig. Er ég var nýkominn heim, var barið að dyrum og spurt eftir skip- stjóranum á Jökli. Éggekk til dyra. Eru Jrá á tröppunum tveir loga- gylltir enskir yfirforingjar. Þeir spyrja, hvort ég sé skipstjórinn á Jökli. Ég kvað svo vera. Þeir stóðu Jrarna í hermannastellingum, mjög alvarlegir á svipinn, og spyrja, hví ég hafi ekki stanzað, [regar skotið var að skipinu. Ég setti upp undr- unarsvip og sagði, að mér hefði bara ekki dottið í hug að verið væri að skjóta á okkur, ég hefði haldið, að Jreir væru að æfa sig. „Eða hvað höfum við gert af okk- ur?“ spurði ég. Þeir sögðu, að vant- að hefði íslenzka fánann á flagg- stöngina eða afturmastrið. Ég benti Jreim á, að við hefðum 3 nýmálaða íslenzka fána á livorri síðu skips- ins og hefðum við álitið Jrað nægj- anlegt með ströndum fram. Hins vegar værum við vanir að liafa ís- lenzka fánann á flaggstöng eða afturmastri að auki, Jregar siglt væri milli landa. Þeir töldu Jretta ekki nóg, við yrðum alltaf að hafa hann uppi, líka í innanlandssigl- ingum. Ég baðst afsökunar og lof- aði að breyta eltir því íramvegis. Þeir kvöddu vingjarnlega og fóru. Eftir Jretta var skotið tvisvar að Jökli, er hann sigldi inn Hafnar- fjörð, en á Jrví hef ég aldrei fengið neina skýringu. LuSrasveit hjálpeæðiskeesiiis í HafnarfirSi Þessi gamla mynd er af Lúðrasveit Hjálpræðishersins í Haínarfirði. Ekki er blaðinu kunnugt um nöfn lúðrasveitarmanna, en ýmsir Jreirra eru nú kunnir borgarar hér í Hafnarfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.