Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 10
10
ALI»ÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
Friðrik og frú Guðlaug, kona hans. Myndin er tekin
í Bókasafni Hafnarfjarðar 4. nóvember s.l., þegar j>au
hjónin arfleiddu Hafnarfjarðarhæ að eignum sínum.
Kirkjusöngur hjá Friðrik þótti
ávallt mjög vandaður og kirkju-
kórinn var skipaður úrvals siing-
röddum. — Hátíðavíxlsöngva
samdi hann, sem um árabil hafa
verið sungnir. — Sérstaklega má
geta áramótasöngva, sem setja sér-
stakan hátíðablæ á guðsþjónust-
urnar á gamlárskvöld og nýárs-
dag. Kirkjukórinn söng einnig við
ýmis tækifæri utan kirkju í tíð
Friðriks m. a. tvívegis í útvarp og
þótti takast vel.
Friðrik sagði lausu organleikara-
starfi sínu við Hafnarfjarðarkirkju
liaustið 1950. Hann hafði þá um
hríð þjáðst af taugaæðabólgu í
hægri hendi, sem gerði honum
ókleift að rækja það starf svo vel
að liann gæti við unað. —
Þá er komið að jreim jrætti starfs
Friðriks Bjarnasonar, sem hann er
jrekktastur fyrir, en Jrað eru tón-
srníðar hans.
Þegar Friðrik hóf söngkennslu
voru „Jónasarheftin" svo kölluðu
nær eingöngu notuð, — öðru var
vart til að dreifa. — í þeim voru
nær eingöngu útlend lög, mest við
þýdda texta, sent féllu misjafnlega
að lögunum. Hann hafði veitt jrví
athygli að nágrannaþjóðirnar
bjuggu mjög að sínu í þessu efni
og fór að hugleiða hvort við ís-
fendingar gætum eigi allteins sam-
ið okkar lög sjálfir eins og að fá að
láni erlendis frá. Þessar bolla-
leggingar Jians höfðu heillaríkar
afleiðingar og árið 1918 komu út 2
fyrstu og einhver jrau beztu af l<)g-
um hans: „F'yrr var oft í koti kátt“
og „Hafið, bláa halið,“ sem urðu
brátt landfleyg.
, Af tónsmíðum Friðriks lrafa kom-
ið út 4 sönglagahefti með alls 52
lögum, einnig 10 orgellög. Auk
Jressa hefur hann gelið út ýmist
einn eða með öðrum 4 hefti af
skólasöngvum og lrandbók söng-
kennara. Nú síðast gat hann út
„Söngvasaín handa skólum og heim-
ilum“ ásamt Páli Halldórssyni.
Friðrik Bjarnason er eitt vin-
sælasta tónskáld þjóðarinnar, og
sum lög hans kann hvert manns-
barn í landinu. Hann er sérstæður
í stíl og í senn |)jóðlegur. — Höf-
uð-einkenni hans er léttleiki og fín-
leiki. — Það er einkenni á flestum
íslenzkum tónskáldum a. m. k.
þeim, sem ekki liafa notið ýtarlegri
menntunar í Jteirri grein, að lög
jreirra eru flest í moll, oft Jrung-
lamaleg og stundum raunaleg.
Þetta er víst eðlislægt hjá okkur
íslendingum og á rætur að rekja
til hinna löngu skammdegisnátta,
myrkurs og illra veðra. — En Frið-
rik er allt öðruvísi. — Hann sló á
nýjan streng strax með fyrstu lög-
um sínum. — Það er bjart yfir
jreim, þau eru laus við væmni,
skynsamleg, hnitmiðuð, en fela J)ó
í sér undiröldu ríkra tilfinninga.
Þau eru einföld í framsetningu og
ágætlega raddsett. — Sem tónskáld
fyrir æskulýðinn stendur hann
fremstur allra íslendinga og minn-
ir ósjálfrátt á Felix Körling hinn
sænska, |)ótt þeir séu í mörgu
ólíkir. — Sem dæmi má nefna:
„Fyrr var oft í koti kátt“ og „Syngj-
um glaðir göngusöng." — Einkar
hugjrekk eru líka sum lög hans við
náttúridýsingartexta og stemning-
ar, svo sem „Hafið, bláa hafið“,
„Hvíl mig rótt,“ „Hrím“, „Fjalla-
byggð“ og „Á fjöllum friður“. —
Og J)á eru ekki síðri lög með þjóð-
sagnablæ, eins og „Hóladans“,
„Rökkvar í hlíðum" og „Abba
labba lá.“
Hin prentuðu sönglög Friðriks
eru að mestu útseld. Mörg lög á
hann í handriti og eiga sum Jreirra
áreiðanlega eftir að ná miklum
vinsæklum. Sum af lögum hans eru
orðin all-kunn erlendis og hafa
birzt í söngbókum á Norðurlönd-
um.
— Kona Friðriks Bjarnasonar er
Guðlaug Pétursdóttir hreppstjóra
á Grund í Skorradal, Þorsteins-
sonar. Þau Friðrik eignuðust eina
dóttur er dó ung. Frú Guðlaug er
hlédræg en listfeng gálukona, sem
heíur verið manni sínum traustur
félagi í erfiðu og erilsömu starfi.
Á fyrri árum kenndi hún teikningu
við barnaskóla Haínarf jarðar.
Einnig kenndi hún um langt skeíð
handavinnu í einkatímum. Hún er
og ágætlega skáldmælt og hefur
Friðrik samið lög við mörg ljóð
hennar. Þeirra helzt er héraðssöng-
ur Hafnfirðinga: „Þú hýri Hafn-
arfjörður", hugjrekkt ljóð við tígu-
legt lag Friðriks, sem allir Hafn-
íirðingar kunna og syngja á mann-
fundum.
Friðrik hefur mikinn áhuga á
náttúrufræði og sögu. Það eru ótal-
in spor, sem þau hjón hafa átt
um óbyggðir Reykjanesskagans, en
F'riðrik er talinn ]>ekkja flestum
betur örnefni })ar og náttúru.
Hin síðari ár áttu þau hjónin
heima við Sunnuveg 5 í snotru,
litlu einbýlishúsi, en í október s.l.
ffuttu þau á ellideild „Sólvangs".
Þar hafa J)au rúmgóða stolu með
eigin búslóð. Áður en þau fluttu
hafði Friðrik gefið Hafnarí'jarðar-
bæ nótna- og tónlistabókasafn sitt
og er j)að bæði mikið og vandað.
Gjöfin var afhent bæjarbókasafn-
inu hinn 4. nóvember síðastliðinn.
Hann lagði j)ar með gr’undvöllinn
að tónbókmenntadeild safnsins,
sem ætlunin er að auka með árun-
um, og ber deihlin nafn hans.
Einnig gáfu þau hjónin safninu
píanó sitt, gamalt, en gott og verð-
mætt hljóðíæri, og nokkrar myndir.
Er Friðrik varð áttræður sunnu-
daginn 27. nóv. s.l., var honum
sýndur margvíslegur sómi.
Sérstakur barnakór, stofnaður
innan Barnaskóla Hafnarfjarðar,
„Friðrikskór“, heimsótti Friðrik og
söng nokkur lög undir stjórn þjálf-
ara síns, Jóns Ásgeirssonar. „Þrest-
ir“ heimsóttu hann einnig með
Þær eru ótaldar ferðir
J)eirra Friðriks og frú
Guðlaugar um bæinn
og nágrenni hans. —
Friðrik er maður at-
hugull og fróðleiksfús
og kann frá mörgu að
segja. — Gunnar Rúnar
tók Jressa mynd af J)eim
hjónum á förnum vegi.
Vonandi eiga J>au hjón-
in eftir að fara margar
göngul’erðir um ná-
grennið og setja sinn
sérstaka svip á bæinn.
J