Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 37

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 24.12.1960, Blaðsíða 37
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 37 son, verkstjóri, og forstjórinn Jónas Sveinsson. Hér skal ekki frekar fjölyrt uin Jtessa styrku stofna, sem voru líf- gjafar Dvergs í upphafi, eða liina, er síðar hafa eflt gengi hans jafnt og þétt. Allir Jieir, sem Jiekkja nokkuð til starfsemi fyrirtækja, vita, hve geysi þýðingarmikið Jiað er að liafa jafnan úrvalsmönnum a að skipa í hverju rúmi. Aðrir starfsmenn. En verður er verkamaðurinn launa sinna. Og saga Dvergs væri sennilega ósköp stutt, ef lélagið fiefði ekki alltaf átt Jtví iáni að lagna að liafa í þjónustu sinni traust og gott starfsfólk, trésmiði, skrifstofufólk, afgreiðslumenn og innheimturáenn. Þessu fólki, sem leysir af höndum liin daglegu störf, á fyrirtækið lít sitt að launa. Dverg- ur hefur alltaf itaít á að skipa úr- valssmiðum, dverghögum mönnum, sent látið hafa sér mjög annt um sæmd og lieiður fyrirtækisins. Hjá Dverg hafa starfað og starla enn margir af Jtekktustu trésmiðum Eæjarins. Sérstakiega er ástæða til að geta Jress hér, að margir Jreir, sem lært hafa iðn sína í Dverg, Itafa íleng/.t hjá fyrirtækinu og ger/t starfsmenn Jjess. Hér er ekki rúnt til Jjess að telja UPP alla Jjá smiði, sem starfað hafa hjá Dverg frá upphafi, enda er ekki til skrá yfir Jjá alla, en Jjað eitt er Hst, að marga krónuna er Dvergur búinn að greiða í vinnulaun á lið- tnni hálfri öld. Dvergur hefur ver- tð traust atvinnufyrirtæki, sem veitt 'tefur starfsfólki sínu fasta og ör- tigga vinnu. Er slíkt mikils virði. Ekki verður hallað á neinn Jjótt getið sé örfárra manna, sem lengst °g be/t hafa dugað fyrirtæki sínu, t- d. Árna Sigurðssonar og Helga Ólafssonar, sem annálaðir voru iyrir samvi/kusemi og trúmennsku 1 öllunr störfum, og viku ekki af verðinum fyrr en Elli kerling beygði Jjá eða veikindi hröktu Jjá It'á hefilbekknum. Jens Davíðsson er einn elzti starfsmaðurinn hjá Dverg, Stefán Stefánsson og verk- Sigfús Bergmann stjórinn Kristinn Guðjónsson, kunnir hagleiksmenn. Steinn Sigurðsson skáld og kenn- ari vann áratugum saman í skrif- stofu félagsins, Jjekktur fyrir sam- vizkusemi. og reglu í bókhaldi, starfsmaður mikill og traustur. Við lát hans tók Óskar Lárus sonur hans við störfum hans hjá fyrir- tækinu og vann þau af sömu trú- mennsku og dugnaði og Steinn fað- ir hans, og nú síðast ekkja Óskars, frú Kristín Kristjánsdóttir, sem let- ar í fótspor feðganna. Þá mætti geta Stefáns Bachmanns, sent lengi var afgreiðslumaður í Dverg, lip- urmenni og gæðakarl, sem allir Hafníirðingar Jjekkja. I verzlun- inni hafa margir unnið, og núver- andi afgreiðslumaður er Steingrím- ur Sigfússon, traustur maður og léttlyndur. Ekki er rúm til Jjess að geta fleiri starfsmanna í Dverg, og væri þó til Jjess full ástæða. Góður andi hefur ávallt ríkt meðal starfsfólks í Dverg. Um Jjetta segir á einum stað í afmælisriti Dvergs 1932: „Innra félagslíf smiða hefur ver- ið gott, starfsmenn allir samrýmd- ir yfirleitt og dagleg sambúð með fjölskyldublæ." Þótt þrjátíu ár séu liðin síðan Jjetta var sagt, eiga Jjessi orð við enn í dag. Hinn góði andi lifir til ómetanlegs gagns og sóma fyrir fyrirtækið og hinn ákjós- anlegasti arfur til hinna yngri, sem lylla skörðin, þegar hinir gömlu íalla l’rá. Fyrirtækið sjálft. Dvergur hefur frá upphafi rekið trésmíðaverkstæði og verzlun með byggingarvörur. Einn merkasti þáttur í sögu félagsins hefur nú með öllti lagzt niður, en Jjað voru húsabyggingar. Já, hér fyrr á árum var Dvergur byggingafélag og byggði rnörg hús í bænum. Menn hafa alltaf átt í erfiðleikum með að eignast' Jjak yfir höfuðið, og á fyrstu tugum aldarinnar höfðu menn ekki mikið fé handa á milli. Þá hljóp Dvergur undir bagga, lánaði bæði efni og vinnu, enda var Jjað skoðun félagsmanna að Sigurgeir Gíslason Jónas Sveinsson forstjóri. hjálpa og styðja menn til sjálfs- bjargar en ekki miða að auðssöfn- un. Þessi stefna var vinsæl og heilla- drjúg fyrir íélagið. Dvergur srníð- aði hús frá grunni fyrir menn og lét sér oft nægja litla greiðslu í fyrstu, tók veð í húsunum og eig- endur greiddu síðan eftir hendinni luisverðið, oft á löngum tíma. Liðu jafnvel áratugir unz Dvergur fékk allt sitt og eigandi hatði að fullu greitt sitt hús. Margir Hafnfirð- ingar munu minnast Jjessa Jjáttar úr siigu Dvergs með Jjakklæti og kunnu að meta hann að verðleik- um. Bankar og aðrar lánsstofnanir, öflug byggingafyrirtæki og gjör- breyttir Jjjóðlífshættir yfirleitt hafa kallað á aðra viðskiptahætti, en samt sent áður hefur Dvergur oft hjálpað félitlum húsbyggjendum, Jjótt síaukinn resktrarkostnaður og velta krefjist Jjess að hætta verður allri lánastarfsemi, nema Jjá til skamms tíma hverju sinni. Langt er síðan að Dvergur lagði niður ibúðarhúsabyggingar og liafa nú verkefni félagsins beinzt að hvers konar innanhússmíði, inn- réttingum, húsgögnum, glugga- og hurðasmíði. Hinn öri vöxtur bæj- arins, stórkostleg uppbygging, einkum og sér í lagi geysilegar íbúðahúsabyggingar hafa orðið til Jjess að Dvergur hefur takmarkað Þórður Edilonsson sig æ meira við fyrrgreind verk- efni, en einstaklingar og ný bygg- ingafyrirtæki hafa risið upp og tek- ið við starfi brautryðjendanna. Þegar Dvergur átti tvítugsafmæli var Jjess sérstaklega getið, ,,að fé- lagið hefði byggt frá grunni og lagt að nokkru eða öllu leyti til efnivörur og sntíðaða hluti í nær 400 hús í Firðinum." Þetta þótti Jjá í frásögur færandi, en ntundi nú nokkur vilja reyna að geta sér til í hve mörgum húsum í Hafnarfirði, leyndist smíðagripur, borð eða planki úr Dverg? Þrír áratugir eru liðnir síðan Jjetta var ritað, og allt Jjetta tímabil hafa fjölmargir hag- leiksntenn stöðugt unnið á tré- smíðaverkstæði félagsins og full- unnið Jjúsundir smíðisgripa. Enn- fremur hefur Dvergur, eins og áð- ur er sagt, rekið umfangsmikla verzlun með byggingavcirur allt frá upphafi. Gamli og nýi tíminn. Eins og vikið var að í upphafi Jjessarar greinar keypti sameignar- félagið Dvergur hið tvílyfta stein- steypuhús, sem hinn landskunni at- hafnamaður Jóhannes Reykdal hafði reyst við Hamarkotslæk árið 1903. Með í kaupunum fylgdi erfðafestulóð, allar vélar og annað tilheyrandi trésmiðjunni. Kaup- verðið var 20 þús. krónur. Stærð Ögmundur Ólafsson

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.