Muninn - 01.12.1966, Side 8
skepnunni var ekkert eftir. Þetta var guð-
leg vera, sem reis þarna upp eftir gereyðingu
holdsins. Aðeins fatagarmarnir gömlu voru
eftir. En það skipti ekki nokkru máli. Ekki
hafði Kristur, fyrirrennari hans, verið bet-
ur klæddur. Nú hafði hann engar áhyggjur
af eymd heimsins. Aðeins verkið mikla var
framundan.
Hann lét ærnar eiga sig. Nú var hann
liirðir manna, en ekki kinda. Hann hélt
rakleiðis til mannabyggða.
Á hlaðinu mætti hann stúlkunum, sem
höfðu áreitt hann fyrr um inorguninn. Þær
liorfðu á hann, undrandi yfir þeirri dirfsku
að korna heim úr hjásetunni um miðjan
dag og láta ærnar eiga sig.
„Nei, sjáum til. Ertu orðinn svangur,
greyið. Þú ættir að reyna að sleikja upp
mjólkina, sem þú helltir niður í morgun.“
„Því skyldi ég leita mér fæðu, þegar guð
hefur gefið mér eilíft líf,“ sagði spámaður-
inn með heilagri ró.
Þær ráku upp skellihlátur.
„Nei, ofbjóðið mér nú ekki alveg,“ sagði
ein þeirra. „Hvar hefur þú lært þetta?“
„Guð liefur gert mig sinn útvalda spá-
mann meðal mannanna," sagði hann og leit
af einni á aðra með helgisvip.
Hláturinn æstist um allan helming. En
spámaðurinn lét sér hvergi bregða.
„Sannlega segi ég yður: Sú stund mun
koma, að lilátrar yðar þagna og sorgin níst-
ir hjörtu yðar, því að ég einn hef lyklana
að hliðum Paradísar."
Þær hentu í hann skít.
Spámaðurinn stóð hreyfingarlaus undir
taðkögglahríðinni. Að vísu þótti honura
þetta óþægilegt, en hann vissi, að bezta vörn-
in gegn ofsóknum liinna vantrúuðu er „að
bjóða hinn vangann," svo hann sneri sér
á alla kanta til þess að þær ættu hægara með
að ata hann út. Þær urðu líka fljótt leiðar
á leiknum og tóku í þess stað að hæða hann
og spotta.
„Hvert það verk, sem þér framkvæmið,
mun yður síðar hundraðfalt endurgoldið
verða,“ sagði boðberi almættisins, þótt hann
sæi, að það var tilgangslaust að tala við þess-
ar veraldlegu sálir.
Þá kom húsbóndinn til þeirra.
„Hvað gengur hér á? Hvað á það að þýða,
að koma heirn úr hjásetunni urn miðjan
dag?“
„Hver ert þú, að þú segir spámanni
Drottins fyrir verkum?" sagði hinn guðlegi
sveitarómagi og leit á sinn fyrrverandi hús-
bónda eins og sá, sem valdið hefur.
„Hvaða djöfulsins vitleysu ertu nú að
rausa?“ sagði húsbóndinn, og var nú reiður.
„Hann heldur, að hann sé orðinn spá-
maður,“ sögðu stúlkurnar.
„Ertu orðinn vitlaus eða hvað? Farðu
strax aftur upp eftir, áður en féð hleypur
út um allt. Spámaður, ekki nerna það þó!“
„Ég er hingað kominn til þess að gæta
mannlegra sauða,“ sagði sá útvaldi.
„Svei mér þá alla daga, ef maðurinn er
ekki orðinn vitlaus," sagði húsbóndinn í
hálfum hljóðum. Hann fór inn og kom aft-
ur að vörmu spori með húsfreyju sína með
sér. Spámaðurinn stóð ennþá teinréttur á
hlaðinu með helgiblik í augum.
„Hvað ertu að segja?“ sagði konan og
virti fyrir sér smalann, skelfingu lostin.
„Guð minn góður, hvað þetta er skelfilegt!“
„Viltu ekki fara inn og leggja þig smá-
stund,“ sagði húsbóndinn og var nú óvenju
blíðmáll.
„Sá sem er boðberi Drottins þarfnast ekki
hvíldar," svaraði spámaðurinn.
„Farðu og náðu í vinnumennina," hvísl-
aði bóndinn að einni stúlkunni, sem þegar
hljóp af stað.
Spámaðurinn gekk upp á bæjarhólinn
og kraup þar í bæn til herra síns.
„Drottinn, hversu má þinn aumur þjónn
berjast gegn heimsku og vonzku mannanna.
Gef mér mátt til að flytja orð þitt til þeirra
og breiða út ljósið í þeirra myrku sálum.“
En um leið og hann fann hinn eilífa al-
mættiskraft koma yfir sig var hann gripinn
aftan frá af mörgum sterkum höndum og
44 MUNINN