Muninn - 01.12.1966, Page 9
færður í bönd. Hann lét þá binda sig mót-
þróalaust, en horfði stöðugt til himins, með-
an á því stóð. Lítið var um fangageymslur á
staðnum, og tóku þeir því það til bragðs að
tjóðra hann við hestasteininn.
Hreppstjórinn kom eftir stuttan tíma,
því að hann bjó á næsta bæ, en presturinn
bjó lengra frá og kom ekki fyrr en miklu
seinna. Þeir töluðu lengi við hann og
reyndu að sýna honum fram á, að hann
væri aðeins niðursetningur og síður en svo,
að það væri eitthvað guðlegt við hann, en
bandinginn var hinn þverasti, kallaði prest-
inn „farísea“ og hreppstjórann „Pílatus“
og las engu minna yfir þeim en þeir yfir
honum. Að lokum mæltu þeir svo fyrir, að
hann skyldi áfram hafður í böndum, þang-
að til næðist í lækni.
Fólkið hélt nú aftur til verka sinna, en
spámaðurinn stóð eftir, rammlega tjóðrað-
ur við hestasteininn.
Og að sjálfsögðu leið ekki á löngu, áður
en fréttin var komin út um sveitina. Allir
annaðhvort hneyksluðust eða hlógu, konur
signdu sig, og gárungarnir tókust ferð á
hendur til þess að henda gaman að fyrir-
bærinu.
Spámaðurinn sat á hækjum sínum í gras-
inu og hugleiddi aðstöðu sína, þegar hann
sá fimm menn ganga í hlaðið. Þeir gengu
lotningarfullir til hans og lutu honum.
„Sjá Guðs lambið, sem ber synd heims-
ins,“ sagði einn þeirra.
„Meistari, upplýs oss,“ sagði annar.
Boðberi almættisins táraðist af gleði.
Loksins hafði köllun hans fundið sér stað
í hjörtum mannanna. Hann tók að kenna.
„Svo elskaði guð heiminn, að hann gaf
son sinn eingetinn til þess að allir, sem á
hann trúðu, gætu öðlazt eilíft líf. . . .“
Gárungarnir stungu upp í sig stráum og
tuggðu til þess að hlæja ekki.
„En því er ég hingað kominn, að Guð
sá, að mennirnir voru ekki verðugir ástar
hans. Og svo skuluð þér að lokum trúa, að
himnaríki standi yður opið og Drottinn
breiði faðm sinn móti yður, því svo mjög,
sem drottinn gladdist yfir þeim sauðnum,
sem vís var, þá mun hann því fremur gleðj-
ast yfir þeim níutíu og níu, sem týndir
voru, er þeir snúa aftur.“
Gárungarnir voru að því komnir að skella
upp úr, því að spámaðurinn hafði staðið
upp til að flytja boðskap sinn, en hafði
hreyft sig of mikið, svo við lá, að hann
dytti um reipið.
Meistarinn hélt áfram:
„En svo eru syndir yðar svartar, að þér
verðið dæmdir til eilífrar glötunar, nema
þér skríðið í duftið og grátbiðjið Drottin
miskunnar.“
„Drottinn, miskunna þú oss,“ veinuðu
gárungarnir og engdust í grasinu.
Meistarinn gladdist við að sjá árangur
orða sinna.
„F.n svo sem þér iðrizt nú, munuð þér
síðar gleðjast."
Nú reis einn gárunganna upp.
„Meistari," sagði hann, „sýn oss jarteikn,
svo að vér megum trúa, að þú sért sannar-
lega af Guði sendur.“
„Leysið mig þá úr böndunum,“ sagði
hann.
Þeir hikuðu fyrst, en svo leystu þeir
hann.
Þeir fylgdu honum eftir niður að ánni,
sem rann mikil og straumþung í djúpu gili
fyrir neðan bæinn. Svo ákafir voru þeir
í þessari skemmtun, að þeir hugsuðu ekki
um afleiðingarnar fyrr en um seinan.
Spámaðurinn stökk óhikað, og að því er
virtist óttalaust, í gilið, þar sem það var
dýpst.
Þeir fundu hann niðri á eyrunum, blautt
lík, klætt í garma. En sumir þóttust sjá guð-
legan svip á sködduðu andlitinu....
muninn 45