Muninn - 01.12.1966, Side 17
ekki birta þetta, það er alveg ófært. En á
þessu sjáið þið, hvernig stærðfræðin breytir
manninum. Mér hefði t. d. aldrei dottið
þetta í hug, ef ég liefði farið í náttúrufræði.
En það getur verið garnan að finna sam-
svörun með eðlisfræðinni og lífinu. Þið sjá-
ið sjálfir, hve eðlisfræðin er almennur
þankagangur. Tökum sem dæmi bónda,
sem ætlar að mæla tún, sem hefur óreglu-
legar útlínur, hann bara integrerar. Og
maður, sem ætlar að ákveða hraða bíls.
Hann notar sömu aðferð og í differensation.
Og tónlistin, hvað er hún annað en eðlis-
fræði?“
Egill er hér greinilega kominn út á hál-
an ís, en við gerum livað við getum til að
leiðbeina honum inn á öruggari brautir.
„Kanntu ekki eitthvað skemmtilegt að
segja okkur frá skólaveru þinni hér?“
„Æi, nei, það gerist aldrei neitt. Við slóg-
umst mikið. Eg sakna slagsmálanna. Það er
leiðinlegt að vera orðinn of ráðsettur til að
slást. Jú, ég man eftir tveimur sögum úr
Utgarði. Við fórum einu sinni í Útgarð með
kennara, sem kennir ekki lengur hér. Það
var afbragðs skíðafæri á þessum tíma og
mannauminginn slysaðist til að biðja einn
strákinn að bera á skíðin sín. Jú, jú, stráksi
bar ágætan áburð á annað skíðið en engan
á hitt. Lærifaðirinn kom vitanlega sundur-
rifinn og krambúJeraður niður eftir.
Og svo. • . . ja, ég má nú varla segja ykk-
ur þetta.“
Egill hlær nú góða stund, en heldur svo
áfram með sögu, sem ekki er birtingarhæf,
og bætir síðan við:
„Já, það var rómantískt í Útgarði. Ég
sakna gömlu baðstofurómantíkurinnar."
„En kennslan, Egill, hvernig kanntu við
hana?“
„Alveg prýðilega, ætli maður leiðist
ekki helzt út í hana eftir námið. Annars
Iilustið þið alltof lítið á rnann, þetta er að
sumu leyti eins og að kasta perlum fyrir
svín. Ég skil ekkert í ykkur, Jrið eigið ekki
oft eftir að liitta mann eins og mig. Þið
eigið að nota þau fáu gullnu tækifæri, sem
ykkur bjóðast í lífinu.
En í sambandi við tækifærin í lífinu skal
ég segja ykkur smásögu frá Kjöben, sem
kemur kennslunni ekki beint við. Einn af
mínum beztu vinum ranglaði eitt sinn nið-
ur á Nýliiifn seint um kvöld. Hann fór þar
inn á skemmtistað og settist við borð með
angurværðarsvip á öllum líkamanum. Eftir
stutta stund konr stúlka til lians og settist
við borðið. „Mangler du noget?“ spyr stúlk-
an eftir vandræðalega þögn. „Ja,“ svaraði
vinurinn, „jeg mangler penge."
Þetta er einfalt dæmi um, hvarnig sak-
leysið á að bregðast við vítisvélum og sið-
spillingartækjum hér á sorphaug lífsins.“
Nú færist værðarsvipur yfir Egil, og
greinilegt er, að nú hugsar hann til sokka-
bandsáranna. En við göngum á lagið og
æskjum eftir fleiri sögum í svipuðum stíl.
„Ég get ef til vill sagt ykkur eina, sem er
þó ekki í svipuðum dúr.
Ég hafði mikið garnan af áflogum, þegar
ég var hér í skóla, eins og ég sagði ykkur áð-
an. Og svo gerðist það einu sinni, að ég kom
inn í herbergi eins skólabróður míns, sem
einnig var til í tuskið, og við byrjuðum að
slást. Þá er barið að dyrum, og ég segi:
„Bíddu aðeins, Helgi, ég ætla að afgreiða
þennan snöggvast." Og um leið og hurðin
opnaðist, þá slæmdi ég hnefanum fram fyrir
í venjulegri höfuðhæð. Til allrar liamingju
var þar enginn fyrir, því að inn kom okkar
ágæti vinur og skólameistari, Þórarinn
Björnsson.“
„En hvernig er það, Egill, hefur þú ekk-
ert ort að gagni?“
Þetta er greinilega spurning, sem Egill
hefur beðið eftir, Jrví að hann dregur upp
úr pússi sínu heljarmikinn blaðabunka með
áskrifuðum ljóðum og biður okkur að
draga eitt blað úr. Við drögum eina örk og
fáum hugljúfa sonnettu. Egill vill taka
fram, að sonnettuna orti hann í „stuði“
fyrri hluta dags til stúlku, sem síðan hefur
hvorki viljað heyra hann né sjá.
MUNINN 53