Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Síða 20

Muninn - 01.12.1966, Síða 20
PAX VOBISCUM Þegar ég stend við himins hlið og heilaga lít þar engla, ég vona, að Herrann mér leggi lið og láti þá nöfnum brengla, því ljót og seinlesin syndaskrá situr mér fyrir þrifum, sem ég hef grundvallað jörðu á með japli og dónaskrifum um aðfarir þeirra, er okkar mál uppi á himni dæma, um þeirra, hofmóð og pjatt og prjál, og postilluræking slæma um pilsaveiðar og vergirni, víngleði heldur drjúga og sáldoða, hvergi sæmandi þeims sæluheimana búa. Og þegar mín hógværa, hnípna sál um heilaga miskunn biður, þá glotta þeir bara og glingra skál: „Góði minn, þú ferð niður“. J. Bl. CASANOVA Ég er borinn Amors sanni sonur. Ég syng um ást í hreinni vitfirring. Ég hef elskað allar landsins konur, en enga þeirra meira en sólarhring. Vék ég að þeim ástar- ljúfum orðum, en engin þeirra varð samt konan mín. Við hverja tilraun hjartað fór úr skorðum, þær hryggbrutu mig strax við fyrstu sýn. R. A. 56 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.