Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.12.1966, Qupperneq 22

Muninn - 01.12.1966, Qupperneq 22
Héðan og handan INN OG ÚT UM GLUGGANN . . . Nokkuð hefur borið á því á málfundum og kynningum skólafélagsins að menn gangi inn og út, þegar á ræðuhöldum stendur. Hefur þetta mjög truflandi áhrif, og auk lieldur er það mikil ókurteisi við ræðu- mann þann, sem í pontu stendur, að ganga út, á meðan liann heldur ræðu sína. Er mönnum sízt vorkunn að því að halda í sér vatni sínu, á meðan eitthvað stendur yfir. Að lokinni ræðu sýna menn enga ókurt- eisi með því að ganga af fundi. UM REYKINGAR. Sá ósiður hefur verið upp hafinn að menn totti pípur sínar og nagla fyrir framan aðal- dyr skólans. Er sorgleg sjón að líta þann sóðaskap, sem fylgir. Að vísu var þetta leyfi- legt í eina tíð, en var loks algjörlega bann- að, og reykingamönnum ákveðið svæðið við bakdyrnar. Sé ég enga ástæðu til að veita reykingamönnum meira svigrúm en þeir þegar hafa. Verra er þó, að þeir, sem ekki treysta sér út á gaddinn, skuli leyfa sér að reykja á neðsta gangi skólans. Fyrst í stað sáust reykháfar einungis í stiganum, sem liggur út að bakdyrunum, en síðan færðu Jreir sig upp á skaftið, og blása nú reykjar- strókum um allan neðsta gang. Vona ég, að reykingamenn sjái sórna sinn í að vanvirða ekki lög skólans, jafnvel þó kalt sé í veðri. HUGIN EÐA HUGNI? Á fyrsta málfundi greindi menn á unt beygingar orðanna Huginn og Muninn. Má það teljast furðulegt, að nemendur skuli ekki vita.hvernig nöfn tveggja hinna stærstu andlegu stofnana skólans beygjast. Til að útkljá deilu Jressa að fullu og öllu, var leit- að ráða hjá einum af íslenzkukennurum skólans, og vona ég, að hans orð nægi til að gera út um málið. Hann sagði, að samkvæmt ströngustu beygingarreglum ættu orðin að vera í þágufalli Hugni og Munni. Hins veg- ar væri Jrað staðreynd, að mikill hluti orða í íslenzku hefði tekið áhrifsbreytingum og þeirra á meðal væru Huginn og Muninn. Nægir í Jrví sambandi að benda á það eitt, að þágufallið Munni er mjög afkáralegt, því að Jjágnfall orðsins rnunnur er nákvæmlega eins. Vona ég, að Valdimar og aðrir, sem héldu hinni beygingunni fram, láti sér þessi orð nægja. GUTL í FRÍMÍNÚTUM. í haust voru nemendur áminntir um það af skólameistara að „gutla ekki í frímínút- um“, eða m. ö. o. láta kennarana eiga sína hvíld, án þess að truflanir af hálfu nemenda komi til. Ekki veitti af að rninna kennar- ana á hið sama, þar sent sumir þeirra láta sig ekki muna um að kenna langt fram í frí- mínútur, án þess að nokkur ástæða komi til. Eru dæmi þess, að t. d. Jón Hafsteinn hafi haldið nemendum stærðfræðideilda, Jjar tii næsti kennari birtist. Vilji kennarar eiga sínar frímínútur án truflana, þykir mér ekki óréttlátt, að þeir láti nemendur njóta hins sama. Sjái kennarar sér ekki fært að komast yfir það námsefni, sem ætlað er, nema með því að nota frímínútur, er kominn tími til að skipuleggja á ný, enda veitir ekki af að endurskoða lítillega fyrirkomulag það, sem er á kennslu í stærðfræðideildum, en Jjar er nú námsefni svo mikið í raunvísindagrein- 58 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.