Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 27

Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 27
vorin var einnig nokkur selveiði, og þá sóttu menn í fuglabjörgin norður með firðinum, en þar var gnótt matar að fá. Allir höfðu líka haft einhvern búskap. Þegar faðir hans drukknaði, hafði hann tekið við búinu og skömrnu síðar kvænzt. En tímarnir breyttust. Til landsins komu stærri og sterkari skip, sem gátu sótt lengra á miðin. Þetta olli því, að útræðið lagðist að mestu niður hérna, og margt af fólkinu flutti burt. Hinir juku bústofninn, þó að áfram væru mikil björg sótt í gullkistur hafsins. Staðurinn var afskekktur, og ráðamenn- irnir höfðu talið ókleyft að leggja akveg hingað, og þeir urðu að láta sér nægja flóa- bátinn. En sífellt hallaði á ógæfuhliðina, unga fólkið undi ekki hag sínum hér, það vildi komast þangað, sem meiri fjölbreytni var. Hann hefði átt mörg börn, sem öll væru fyrir löngu farin burt, nema tveir synir hans, sem höfðu fengið hina votu gröf. Þeir höfðu róið til fiskjar að vetrarlagi norður á fjörðinn, þegar skyndilega gerði norðan garð, og þeir höfðu ekki náð landi, þeir höfðu beðið ósigur í baráttunni við Ránardætur. Svo hafði að lokum verið komið, að hér voru aðeins eftir tvær fjölskyldur fyrir utan þau gömlu hjónin. Þeir höfðu stór fjárbú, því að hér voru afréttarlönd góð og fé því vænt. En sauðkindin var haldin þeirri nátt- úru að rása um óbyggðirnar fjarri manna- byggðum, og svo hafði verið komið, að smalamennskan varð þeim ofraun. Á síðastliðnu hausti flutti önnur þessi fjölskylda á brott. í vetur hafði svo blessuð konan hans dáið, og í vor hafði hin fjöl- skyldan flutt burt, svo að nú var hann einn eftir. „Börnin okkar vildu alltaf fá okkur héð- an burt, vildu að við flyttum til þeirra. Við þráuðumst við, héldum, að við myndum aldrei una okkur annars staðar, hér vorurn við fædd og alin upp og hér var allt, sem við áttum, nema börnin okkar. Nú hef ég beðið ósigur í þessari baráttu. Ég býst við, að þetta verði síðasta sumarið mitt hér.“ Með þessum orðum hafði liann lokið frá- sögn sinni. Ég hafði þakkað fyrir mig og kvatt. Ég spurði einn hásetann, sem ég þekkti, hvort liann vissi, hvernig stæði á ferðum gamla mannsins. „Hann er að flytja burt.“ „Hvert fer hann?“ „Hann sagði mér, að hann ætlaði í síld- arvinnu austur á fjörðu í sumar, hann vissi ekki, hvað tæki svo við. Ég held, að hann liefði átt að flytja burt fyrr, héðan af festir hann hvergi rætur.“ Það er líklega rétt, sem hásetinn sagði, hann mundi aldrei festa rætur. Jurtirnar, sem ég hafði tínt þarna í hlíðinni, áttu að- eins fyrir sér að fölna. Örlcig hans voru lík, hann hafði verið rifinn upp með rótum, og hvert sem tímans bárur mundu skola hon- um, átti liann ekki annað framundan en að visna upp, liann gæti hvergi fest rætur. Við vorum komnir norður á móts við fuglabjörgin. „Þaðan fengum við gnótt matar,“ hafði hann sagt við mig í gærkveldi. Hver mundi í framtíðinni nytja björgin? Brátt sigldum við fyrir næsta nes og fjörð- urinn luktist að baki okkar. Gamli maður- inn gekk fram úr stafni og niður í káetu. Mér sýndust blika tár í augum hans. Mér fannst sem ég hefði séð ísland minnka. Jón. MUNINN 63

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.