Muninn - 01.12.1966, Blaðsíða 34
Um nótt
í kirkjugarði
(Smásaga, eða drög aÖ Ijóði)
Hann situr við legsteininn, gráan legstein
með upphafsstöfunum M. G. og ártali sautj-
án hundruð níutíu og sex. Blónrin eru tek-
in að fölna, það er að koma haust. Hann
situr við legsteininn og bíður. Um nótt í
kirkjugarði.
Legsteinn og blóm og grafarkyrrð. Um
nótt í kirkjugarði.
Hún gekk fyrir hornið í sólinni og vind-
inum. Mikið ljóst hár og ljósblár kjóll. Hún
gekk franr hjá, en tók ekki eftir honum.
Ljósblár kjóllinn straukst nrjúklega við hné
hans, þar sem hann sat á bekknum. Og ný-
vaknaðir fuglarnir sungu.
Ljóst hár og fuglasöngur. Um nrorgun í
kirkjugarði.
Seinna sanra dag konr hún aftur. Hann
spurði lrvað lrún héti.
— M. G. Ég dó sautján hundruð níutíu
og sex. Ég er dáin.
— En skrýtið. Er ekki undarlegt að vera
dáin?
Hún lrorfði fram hjá honunr og brosti.
Hún Irlaut að brosa að svona sakleysislegri
spurningu.
— Horfðu framan í nrig, sagði hún. Hef
ég undarlegt andlit?
Hann lrorfði framan í lrana. Á stór döp-
ur og dinrm augu, senr horfðu ekki á hann.
— Þú hefur sorgmædd augu.
Hún brosti, en stór augun voru óbreytt.
— Líttu á fuglana. Þeir syngja. Syngja
þeir ekki fallega?
Hann lrorfði ekki á fuglana.
Hún hafði dimm og döpur augu.
Bros og döpur augu. Um dag í kirkju-
garði.
Kvöldið og nóttin konru og allt myrkrið.
Ilún konr aftur til lrans og settist lrjá hon-
um. Augu hennar voru dimmari en fyrr
um daginn. Sólin speglaðist ekki lengur í
þeinr, aðeins myrkrið.
Þau sátu þarna tvö ein á bekknum og
reyndu að tala saman. Augu, sem horfðust
á og töluðu. Um nótt í kirkjugarði.
Þau héldust í hendur og hvorugt sagði
orð.
Nóttin var rök.
Að lokunr fór lrún eins og hún konr, með
vindinum. Hann sat einn eftir og starði á
skugga hennar á bekknunr. Hann settist við
legsteininn með ártalinu sautján lrundruð
níutíu og sex og starði niður í nroldina.
Stórir skuggar leika sér í trjánum við
bekkinn og taka á sig konulíki. Myrkrið
hylur allt, og smánr saman dofna stafirnir
og ártalið í myrkrinu. Engir upphafsstafir
lengur, og ekkert ártal lengur.
Skuggarnir hvíslast á. Döpur atigu og
dinrm, og ekkert bros lengur, alls ekkert
bros.
Myrkrið og nóttin má ártalið út.
Hann leggst niður fyrir franran steininn
og grúfir andlitið niður í nroldina. Hún er
Ireit og mjúk.
Sig.
70 MUNINN