Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 85

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 85
THE SKRST OF MUNINN KRUNKRR UTI? Krunk! Krunk! Nú eru hrafnar ekki mjög aðlaðandi dýr. Að minnsta kosti finnst mér það ekki. Þetta eru svört kvikindi sem pirra mann og annan með tilgangslausu gargi og fljúga svo glottandi í burtu á milli þess sem þeir kroppa í hræ af sjálfdauðum rollum. Þó er einn hrafn sem mér líkar alveg hreint ágætlega við. Þessi hrafn er reyndar svolítið öðruvísi en aðrir hrafnar að því leytinu til að hann er .is og ég efast um að hann kroppi mikið í dýrahræ. Muninn.is opnaði þegar ég var í 1. bekk, nánar tiltekið 19. febrúar 2001. Eg man þetta ennþá greinilega, enda varathöfnin mjög hátíðleg og allirvoru gífurlega spenntiryfir þessum nýja vef, sem að sögn varfyrsta skólablaðið á netinu í sögunni! Halldór Blöndal sjálfur opnaði vefinn og skutlaði um leið fram vísunni: Horfir of heima alla óravegu áður ókunna Oðins fugl, í eyru krunkar munarljóð menntskælinga. Enn þann dag í dag veit enginn hvað hann var að meina... Allavega! Muninn.is hefur breyst talsvert á þessum tveimur árum. Hann hefur skipt ótal sinnum um föt, allt eftir þvi hvað var í tísku á þeim tímanum og virðist loks hafa fundið sér föt við hæfi. Eftir opnun vefsins kom strax í Ijós að Menntskælingar væru sjúkir í að tjá sig og var gestabókin illa misnotuð í þeim tilgangi. Þar reif fólk nafnlaust kjaft eins og ég veit ekki hvað og að lokum vartekið upp á því að búa til spjall, þar sem nemendur "logguðu" sig inn á eigin “júserneimi" og tjáðu sig þar. Þetta sló í gegn og hefur spjallið verið eitt af því helsta sem gestir muninn.is skoða í dag. Þá má ekki gleyma óteljandi myndum sem bætast inn á vefinn eftir hvern einasta atburð sem haldinn er hér við skólann, en Ijósmyndurum við vefinn fjölgar dag frá degi, svo enginn er óhultur! Muninn.is var auðvitað fyrst og fremst komið á laggirnar til að vera fréttamiðill og í því starfi stendur vefurinn sig og þeir sem að honum koma eins og hetjur! Ef eitthvað gerist í skólanum, á vistinni, í nágrenni skólans eða á einhvern hátt tengist MA á einhvern máta, alveg sama hvar, kemur frétt af því á muninn.is. Því þið vitið það greyin mín að „allt sem skiptir máli er á muninn.is" eins og maðurinn sagði. Þannig er það bara. Svo er auðvitað hellingur í viðbót sem er hægt að finna á þessum fína vef; þarna eru bíógagnrýni, símaskrá yfir alla nemendur skólans eins og þeir leggja sig, stundartöflur og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta litla fikt í Olla, Helga Hrafni og fleirum hér um árið er orðið stærra en nokkur gat ímyndað sér og það virðist ekki ætla að verða nein breyting á því. Muninn.is er neflilega eins og snjóbolti; þegar hann er farinn að rúlla er ekkert sem getur stoppað hann! Hrafnar eru kannski ekkert svo slæmir... Er ekki bara málið að bæta .is fyrir aftan þá alla og athuga hvort að það bætir ekki eitthvað? Með krunkandi kveðjum, Ævar Þór Benediktsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.