Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 89

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 89
Syik og losti í Spnngfield Á hverjum virkum degi, áriö um kring sýnir Ríkiss- jónvarpiö sápuóperuna Leiðarljós eöa Guiding Light eins og hún heitir upp á ensku. Fjöldinn allur af fólki horfir á þennan þátt, sem hefur verið sýn- dur hér á landi frá árinu 1994 aö undanskildum nokkrum vikum á síðasta sumri og örfáum hátíðis- og tyllidögum síöasta áratuginn. Flestirsem á annaö borö horfa á sjónvarp kannast viö Lewis- og Spaulding-fjölskyldurnar, svikahrap- pinn Roger Thorpe, ástamál dóttur hans Blake sem reyndar heitir Christina í alvörunni, og alla þá spennu sem einkennir atburöarásina í Leiöarljósi. Allar persónur eiga aö minnsta kosti tvö hjóna- bönd aö baki strax um tvítugt og jafn marga skilnaði. Ranglega feöruö börn eða óskilgetin eru á hverju strái, framhjáhald og viöskiptasvik eitthvað sem er öllum meöfœtt og eðlilegt. Þótt einhver persóna deyi þýöir þaö alls ekki aö þaö séu endalokin-hún snýr nokkuð örugglega aftur, og ef ekki persónan sjálf upprisin, þá tvífari hen- nar í fullum herklceöum. íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa einungis fengið aö njóta þáttarins í tœplega einn áratug af þeim fimm sem Ijósið hefur lýst frá Springfield. Saga þess hófst áriö 1937 í Bandaríkjunum, þar sem fimmtán mínútna langi útvarpsþátturinn Guiding Light varö óhemju vinsœll. Frá 1952 var þátturinn sendur út bœöi í útvarpi og sjónvarpi, og þaö gerir hann aö þeim sjónvarpsþœtti sem hefur verið sendur út lengst allra í sögu sjónvarp- sútsendinga, eöa í 51 ár. í upphafi var sögusviðið reyndar úthverfi Chica- goborgar, en í dag er þaö Springfield í lllinois-fylki sem hýsir aðalpersónur Leiöarljóss. Ríkustu og valdamestu fjölskyldur bœjarins eru í forgrunni, hver með sín einkenni. Sé eftirnafnið til dœmis Spaulding er líklega um aö rceöa kaldrifjaðan viöskiptajöfur. Ef nafniö er hins vegar Bauer, er ncesta víst aö sú persóna sé barnelskt gœða- blóö. Thorpe merkir vandrceði og svik, Lewis tilfinningahita og fjölskylduást samfara góöu viöskiptaviti. Þessar fjölskyldur, ásamt nokkrum öörum og einstaka utanaökomandi einstaklingi mynda hiö gríðarlega flókna fjölskyldutengslanet Leiöarljóss. Allar persónurnar tengjast á einhvern hátt og greinilegt aö handritshöfundar þáttarins hafa gott ímyndunarafl þó svo aö handritiö sé stundum ansi þunnt aö ööru leyti. Samkvcemt upplýsingum frá Ríkisútvarpinu er áhorfið á Leiöarljós hér á landi gríðarlegt þrátt fyrir aö þcettirnir sem er verið að sýna hér séu ellefu ára gamlir. Þetta sýndi sig best þegar ákveöiö var aö hcetta aö sýna þá nú í sumar, símhringingum frá áköfum aödáendum linnti ekki og í öllum dagblöðum mátti lesa greinar frá sjónvarpsáhorfendum sem vildu sinn þátt aftur á dagskrá. Konur komnar á miðjan aldur og þar yfir voru í miklum meirihluta í röðum mótmcelenda, og viröist vera sá hópur sem horfir einna mest á Leiöarljós. Stúlkur á unglingsaldri fylgja sennilega fast á hcela þeirra. Karlmenn viröast ekki vera jafn dyggir aðdáendur og kvenþjóðin, en þó hefur heyrst af einhverjum sem safna þáttunum samviskusamlega á myndbandsspólur og missa ekki af þcetti fyrir nokkurn mun. Þátturinn er sýn- dur síðdegis, sem hentar vel þeim sem eru hcet- tir að vinna, og er þeim áreiðanlega kcerkomin dœgradvöl. Framhjáhald og afbrýðissemi, svik og losti viröast höföa til einhverra hvata hjá fólki, aö minnsta kosti er sjónvarpsefni sem fjallar um slíkt óhemju vinsœlt. Ef Leiöarljós getursvalaö þessum hvötum hjá einhverjum hluta íslenskra þjóöfélagsþegna er meira en full ástœöa fyrir Ríkisútvarpiö aö halda áfram aö sýna þaö um ókomna tíð. Hildigunnur Káradóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.