Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 27

Muninn - 01.05.2003, Blaðsíða 27
ina í samhengi. Leiðinlegt metal- rokk er kannski ekki málið og það er ekki nóg að geta rokkað, ekki einu sinni þó það sé gert vel, það verður að vera eitthvað meira við rokkið en bara rokk. Mér finnst rokk skemmtilegt, en það verður að hafa þetta „eitthvað" við sig, það verður að vera neisti, annars er þetta bara hávaði. Búdrýgandi unnu í fyrra, pínulitlir rokk-guttar, en það var eitthvað sjarmerandi við þá og það þarf að vera þannig. Bandið sem vann í gær hafði einmitt þennan neista. Þeir spila hipp hopp en eru samt band með trommara og bassaleik- ara, og það í bland við skemmtileg lög og frísklega sviðsframkomu gerði gæfumunin, það var eitthvað við þá sem heillaði dómnefndina og salinn, en bæði salurinn og dóm- nefndin voru sammála og settu þá (Dáðadrengi) í fyrsta sæti. Þetta er svolítill galdur, það er ekki eitthvað eitt sem er hægt að vinna á. Þetta er svona eins og fjölþraut, þú verður að hafa þetta, þetta og þetta til að allt gangi uppi. Og mín skoðun er sú að hljómsveit lifi t.d. ekki nema hún geti skilað músík- inni sinni vel á tónleikum, ég er búinn að sjá það margoft. Það er fullt af fínum böndum sem maður hefur heyrt plötur með sem fá fína gagnrýni út um allt. Svo sér maður hljómsveitina á tónleikum og ef hún er leiðinleg eða léleg og nær ekki að skila tónlistinni sinni al- mennilega til áheyrenda þá missir maður fljótlega allan áhuga á við- komandi hljómsveit. Þetta hef ég upplifað margoft. Heldur þú að þú hafir einhver áhrif á það hvað fólk hlustar á? Ég veit það ekki. Ég náttúrulega vona það, ég vona að fólk nenni að hlusta á þættina mína. Þetta er mikil og stundum erfið vinna. En þannig er það með alla vinnu ef maður ætlar sér að ná einhverjum árangri. Ég er búinn að leggja mig nokkuð mikið fram í dálítinn tíma, er t.d. búinn að vera með Rokkland núna í átta ár og þeir þættir eru orðnir 383. Það kemur enginn að þeim þætti nema ég og vinnan er nokkuð mikil í hverri einustu viku allt árið um kring. Til þess að ég geti talað af einhverju viti um tón- listina sem ég er að kynna og spila í útvarpinu þarf ég auðvitað að byrja á kynna mér hana. Ég er alls ekki alltaf að spila og fjalla ein- göngu um það sem ég fíla best og þekki út og inn, heldur er ég oft í hlutverki sögumannsins eða sendi- boðans. Ég segi frá og kynni það sem er nýtt, spennandi, skrýtið, og meira að segja stundum leiðinlegt. Verðurðu aldrei þreyttur og hugsar: „oh, enn einn þátturinn...!" Jú jú, það kemur fyrir. Stundum er ég alveg að mygla á þessu öllu saman og ég man eftir nokkrum slíkum stundum. Ég man t.d. eftir einni slíkri þegar ég kom heim frá Glastonbury hátíðinni 1997 og þurfti að fara beint í að gera þátt- inn þegar ég kom heim, illa sofinn og úttaugaður af rokki og róli. Að- alefni þáttarins var Ok Computer platan með Radiohead sem ég sá einmitt tveimur dögum áður á há- tíðinni og mér fannst þetta svo leiðinlegt. Ég nennti þessu ekki. Ég var búinn að vera að hlusta á rokk í fjóra daga, alveg „solid" frá morgni til kvölds og ég bara kom- inn með ógeð á músík í bili. Það var algjör kvöl og pína að komast í gegnum þann þátt og ég hafði alls ekkert gaman af Ok Computer fyrr en nokkru síðar. Svona er þetta bara, stundum er þetta bara leiðin- leg vinna sem er tímafrek, en svo þarf ég ekki annað en heyra bara eitt lítið gott lag og þá bara fer sólin að skína. En þetta er bara vinna, oftast mjög skemmtileg en stundum er leiðinlegt. Ég fæ mikið af efni í Rokkland frá BBC sem ég vel úr, sem þýðir að ég er alltaf að kynnast nýrri og skemmtilegri músík. Þetta er í rauninni ekki ósvipað því að vera í skóla. Þú færð verkefni, þú þarft að leysa það og skila því á fyrirfram ákveðnum tíma og það má aldrei klikka. Ef maður fer eitthvað að slaka á og svindla á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.