Dýravinurinn - 01.01.1889, Page 5

Dýravinurinn - 01.01.1889, Page 5
Menn og dýr. in og dýr eru venjulega talin aöskilin, enda er þoirra mikill munur, þar sein menntun, málfæri og skynsemi gæddur, ódauðlegur andi er það, sem maðurinn hefur fram yfir þau; enn þetta er líka allur munurinn; líkamlegt líf, þroski, lífsskilyrði, líkamsbygging og annað eðli er hið sama, og það svo, að hver sem þekkir til hlítar líkainsbyggingu mannsins, þekkir einnig nokkurn veginn líkamsbyggingu flestra dýra, þeirra sem „DýravinurinnC£ talar um. Um hin lægri dýr er ekki að tala hjer. Og þó standast mennirnir ckki reiðari en þegar þeim er að einhverju leyti líkt við dýr, eða þegar þeim er skipað í flokk með þeim. ,,I>ú ert eins og dýr'"!, ,.þú lætur eins og skepna11, „þetta er svo dýrslegtu, þetta eru svo vond illmæli, að ekki verða verri fundin, að mönnum finnst. Og þó eru mennirnir ekki annað enn dýr, en hið æðsta dýr, drottinn og konungur allra guðs lifandi skepna. Enn menn hafa ekki viljaö trúa nema helfingnum af þessu; konungur allra skepna hefur rnaðurinn viljað vera, og enda staöið sig vel í því að vera þeirra harðstjóri. Enn er það nokkur furða, þó að menn hafi verið harðstjórar dýranna, kvaliö þau, þjáð og þjakað, þessa þolinmóðu aumingja, sem vantar inálið til þess að kvarta, þegar þeir hafa gerzt níðingar sinnar eigin kynslóðar, og pínt, kvalið og þrælkað hina svörtu bræður sína í mannúðarinnar nafni? ■» * * Vjer erum vanir að kalla dýrin skynlausar skepnur; jeg veit varla af vitlausara oröi í málinu enn þessu oröi; það er öðru máli að gegna enn því að dýrin vanti skyn, enn auðsæjast er það þó á því, að þau hafa það til að bera, að þau eru misjafnlega skynsöin; það er mikill munur á viti hunda sín á milli; sama er að scgja um hesta og fje; þetta er það, sem inenn geta daglega sjeð, ef menn vilja láta svo lítið að veita skepnunni meiri athygli en þá, að nota hana sjer til þarfa sem frekast er unnt, og láta hana síðan eiga sig. 1

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.