Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 12
12
Af kúm og sauðum er fátt sögulegt svo aðjeg viti; þeim er hvorum-
tveggjum viðbrugðið fyrir heimsku. og vanalegt háðs- og hrakyrði er það um flón
og fábjána að þeir sjeu naut. og meinlausa aulabárða að þeir sjeu mestu sauðir.
Jeg skal nú ekki um það dæma, hvað gáfaður þessar skepnur eru, enn það er það
eina sem er víst, að þær cru það, sem mennirnir hafa inestan beinan arð af hjer
á landi, svo að það cru fæstir, að ininnsta kosti nú orðið, sem gjöra það að gamni
sína að fara illa með kýr og ær; þeir vita að það er þeirra eigin skaðinn verstur,
og gengur þeiin því tæpast gott til.
Af kúm hefi jeg enga sögu heyrt, sem í frásögur sje færandi; enn
allmörg dæmi eru til góðra hygginda af sauðum, einkum forustukindum. Forustu-
sauðir eru alkunnir að því, að kunna að rata í óratandi stórhríð, og hafa þeir
enda opt bjargað bæði fjenu og fjármanninuin undan bráðum bana. feir kunna
að þræða í fönninni þá staði, sem grynnstir eru, enda þó að hvergi yddi á dökkvan
díl, og verður að eigna það minni þeirra, að þeir muni svo vandlega, hvernig
landslaginu er háttað. Enn það er Iíka til, að þeim sje fleira gott gefiö. A
einum bæ hjer í Eyjafirði vildi svo til fyrir örfáum árum, eitt kvöld um veturinn,
þegar fjeð kom heim frá beit úr haganum, að eina ána vantaði. f>að var orðið
dimmt, og því ekki til neins að fara þá að leita; enn í fjallinu voru grófir og
jarðföll, og var líklegast að ærin helði farið ofan í eitt þeirra. Að morgni var
fjeð rekið í haga, og fylgdu piltar því, og ætluðu um leið að svipast að þeirri
sem vantaði. Stöðvuðu þeir nú Jjeö í haganum, og ætluöu síðan að ganga
þangað, sem fjeð haföi verið á beit deginum áöur. I ánum var ein rolla gol-
inögótt; hún var forustuær, og í mörgu kostakind. Óðara cnn Golta sjer að piltar
stel'na annað enn heim, kemur henni auðsjáanlega til hugar, að þeir muni ætla
að leita að þeirri sein vantaði; tekur hún sig þá þegar út úr hópnum, og röltir
hægt á. undan þcim góðan kipp, þangað til hún kemur að gróf einni; nemur hún
staðar við hana. f»egar þeir piltar komu þangað sem Golta var, sáu þeir að þar
var liola djúp niðar með grófarbakkanum, milli hans og fannar, scm í henni var;
þar var ærin niðri í, og áttu þeir fult í fangi með að ná henni upp þaðan.
þegar það var búið, tölti Golta til kindanna aptur og fór að bíta.
*•
* *
Sem dæmi upp á greindarvit skepnanna vfir höfuð, og fegurðartilfinningu
vil jeg telja það fyrst, að ílestrar skepnur má venja á það að kalla á þær mcð
nafni. Yjer erum því að sönnu vanastir um hunda, enn það liefur einnig veriö
reynt með aðrar skepnur. Sumstaðar er það venja að kalla á kýr heim úr liaga,
sömuleiðis ær úr beit; enn ckki gegna þær öðru hljóði cnn því, sem ]>ær eru vanar
við til þess. Upp á fegurðartilfinning skepna vil jeg telja, að þær liafa flestar
yndi af söng nema hundar einir; þeir fá í sig óþreyju og fara að spangóla, þegar
farið er að syngja. Enn aðrar skepnur allar, sem jeg þekki, spekjast við söng.
Hestar verða latir, og lötra að eins fót fyrir fót, þegar farið er að syngja uppi
á baki þeitn; kindur spekjast og leggjast og fara að jórta þegar sungið er hjá