Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 13

Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 13
13 þeim í haganum, og kýrnar verða ofuránægðar og kyrlátar, og standa grafkyrrar, þegar sungið er í fjósinu. fað er sjálfsagt að dýrin eru á því 'stigi, sem guð liefur sett þau á á kerfi lifandi skepna; enn þó að vjer mennirnir sjeum skipaðir drottnar þeirra og konungar, bcr oss að fara vel með valdið. Til þess er oss skynsemin gefin, að' vjer verjum henni til þess, að breyta eins og mönnum sæmir. Enn ef svo skal vera, eigum vjer að fylgja fram málefni mannúðar og mannelsku; enn vjer cigum líka að láta það ná til dýranna. Vjer verðuin að kannast við kosti þeirra, hvort það heldur er vit, tryggð eða nytsemi, og gjöra oss allt far uin, að gjöra þau oss elsk og gagnleg sem fremst má verða. J>að getur verið oss rísi fyrr eða sfðar hefnari, og það jafnvel meðal „skynlausu11 skepnanna. Fyrir fáum árum, jeg man ekki hvort það var í Iiitt hið fyrra, eða það er lengra síðan, að maður einn á Jótlandi gjörði það af hrekkjum við bola einn, að vatna honum ekki í þrjá daga. Enn þegar liann loksins kom í fjósið til þess að vatna honum, snörist boli strax öndverður við honum og setti hornin á kaf í kvið honum og svæfði hann svo á hornunum. Svona geta fleiri dýr hefnt fyrir sig ef þeim sýnist.. J>að er ljót sjón að sjá það, þegar hálífullir gárungar eru á ferð, og lemja hestana með svipunni, bæði aptur fyrir sig og líka fram uin eyrun og höfuðið. petta ber vott uin slíka illmennsku eða þrælslegt kæruleysi, að jeg leyfi mjer að segja, að þeir menn eru tæpast með inönnum teljandi. Við slíka menn ætti í raun rjettri aö beita sjálfrjettislögum, og sjá til þess aö aörir menn beittu við þá dýranna vegna í rjettvísinnar nafni þcssu gamla lögmáli: „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“. J>aö verður að beita ómjúkum meðulum við þá, sem ekki verður beitt neinni skynsemi við fyrir kæruleysi þeirra og harðúð. Fólslegast tel jeg þó vera af öllu að hefna sín grimmilega á skepnum fyrir það, að þær gjöra manni eitthvaö til miska, t. d. ota grimmum hundum á kindur þó að þær komi í tún eða engjar. ]>ess eru ofinörg dæmi að kindur hafa hlaupið yfir sig og hálsbrotnað undan griinmuin hundum. Jeg veit um einn karl, sem fann eina á, sein sonur hans átti, heinia við bæ í túninu hjá sjer. Hann fjekst eitthvað við ána, og gekk síðan inn, og sagði syni sínuin aö hirða hana. ]>egar hann kom út, lá ærin afvelta utan við bæjarvegginn, og var fótbrotin á öllum fótuin. ]>ví er nú betur, að slíks dæmi eru fá, og þó kann jeg mörg, enn, jeg ber ofmikla virðingu fyrir mönnunum til þess, aö telja upp íleira af þessum svívirðingum að sinni. Heimskulegast cr það af öllu fyrir menn samt, að „kvelja“ skepnur, sem kallað er, o: láta þær hafa svo lítið fóður að vetrinum, að þær annaðhvort deyi úr hor, eða verða svo magrar, að þær verði að litlum eða engurn arði. ]>að er grátleg sjón að sjá horaðar skepnur, að sjá alla þá hörmung, sem er afmáluð í öllum svip þeirra og útliti. ]>að er ekki fyrir aðra, að bera það með jafnaðargeði, enn þá, sem gjöra sjer það að árlegum vana. Menn verja sig oftast að sönnu ineð því, að það sje sjer ósjálfrátt, það hafi orðið uppgangssamara hjá sjer fóðrið, og tíðarfarið harðara enn þeir liafi búizt við; enn slík svör eru í

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.