Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 14

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 14
14 rauninni ekki annað enn það, sem kallað er, að fóðra eina sköminina með annari. Hverjum búandi manni ætti að vera innan handar að vita, hvað mikið hann þarf handa fjenaði sínum hversu scm kann að viðra. þ>á ber skepnan honum marg- falda leigu af því, sem hann hefur kostað til heyjanna árið á undan. Enn ef fjeð gengur horað undan, er sú innstæða arðlaus og töpuð; ef fjeð deyr úr hor, eru tveir höfuðstólar: hcyið og skepnurnar, tapað, og lcigan er skömmin og skaðinn, sem eigandi hefur. petta er bæði heimskulegt og Ijótt, enn verst er þó það, sem á bak við liggur, kæruleysi það og grimmd, sem kemur fram við skepn- urnar, er þær seigkveljast í hungri og illri aðbúð þangað til þær örmagnast og deyja. Slíkt er þess vert, að sakamál væri höfðað út af því, og eigi er það yíirvöldum vorum til sóma, ef það er satt, sem haft er fyrir satt, að horfellis- lögunum nýju hafi enn hvergi verið beitt. Enn það er yndi að sjá þær skcpnur, sem vel hefur verið farið með: vel hirtar og vel fóðraðar; þær eru svo fríðar og frjálslegar á svipinn, gleðin og ánægjan yfir lífinu skín út úr þeim cins og einskonar dýrabros. |>ar er eins og eilthvert kærleiksband á inilli manna og skepna, sem sýnir, að hlutfallið er þar rjett, eins og á að vera; þar er auðsjeð að menn og dýr eru þar hvert öðru miklu nálægara., maðurinn fyrir mannúð sína og nærgætni, mildi og hugulsemi við skepnurnar, og skepnurnar fyrir það, að þær eru þar í sinni eðlilegri mynd, líflegar, frjálsar og fjörugar, og bera eigandanurn maklegt lof fyrir meðferð hans, og marg- faldan arð fyrir það, að mannúð og hyggindi voru samfara hjá honum. Jónas Jónasson.

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.