Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 22

Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 22
22 Jarpur. Íj.arpur var Iiesta mestur, þeirra er jeg hef sjeð hjer á landi. Vöxturinn var i fagur, og samsvaraði sjer vel hæð, lengd og gildleiki; hann var framhár og brjóstamikill; brjóstvöðvarnir voru samanreknir, þjettir og kröptugir — eins og krepptir hnefar; makkinn sterkur. Nokkuð var hann hringmekktur. En það, sem sjerstaklega einkenndi hann var hausinn. Jeg hef aldrei sjeð eins svipmikinn hesthaus; og svo sögðu tnargir fleira; og aldrei hef jeg sjeð eins fríöan hest, að undanskildum „Sóta“ Dr. Grím^ Thomsens, petta er tekið fram um Jarp, þó að óvanalegt kunni þykja, að gefa lýsingar af vexti hesta og útliti, — með því að eigi sýnist síður við eiga að gefa hugmynd um líkams-skapnað fyrirtaks-skepna en fyrirtaks-manna; útlit hesta er fult eins mismunandi og útlit manna, og ekki er minni fegurð í velsköpuðum hestskrokk en mannslíkama. Jarpur var því nær óviðráðanlegur fjörhestur, en þó gat kvennmaður riðið honum og reitt á honum barn í reifum margar dagleiðir. Hann vissi við hvern hann átti. það er algengt að fjörhestar verða daufari undir söðli; en að svo fjörugur hestur verði svo auðsveipur, þó að kvennmaður ríði honum, það hygg jeg óvanalegt. Jeg held að hann haíi vitað, aö hann mátti ekki hamast. Samkeppni kom ljósar fram hjá honum en ílestum öðrurn hestum, þó að sá eiginlegleiki sje reyndar alltíður hjá hestum. I Vatnsfiröi er löng, sljett ilöt í túninu, sem kölluð er „Sveinaílöt“. l}ar var Jarpi opt hleypt með öðrum hestum, þeim er fljótir þóttu. En hver, sem tók eptir svipnum á honum, þegar honum var riðiö úr hlaði til að reyna hann við aðra hesta, varð að sjá, hversu vel hann skildi, hvað til stóð. Óróinn og ákafinn skein svo út úr lionum, þó að hann kærði sig aldrei um að fara hart niðureptir. En jafnskjótt og hann fann tekið í tauminn til að snúa honum við, þá var hann ekki einungis fús á að nema staðar, eða fara ekki lengra, heldur snjerist hann eins og snælda til að vera tilbúinn að taka fyrstu sporin eins snemma og hinn, eða hinir, sem reyndir voru við hann. Mjer er fyrir barnsmynni titringurinn á honum áður en sprett-

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.