Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 26
26
Lífgjafinn.
ggert ríki Bjarnarson, sem bjó á Skarði á Skarðströnd á
16. öld, fór einhverju sinni gangandi á vetrardag inn að
Búðardal í góðu veðri. Leið lians iá yfir skarðið milli
Búðardals og Skarðs Á heimleiðinni hreppti Eggert
hrfðarbil svo svartan, að hann sá ekki livað hann fór.
Iljelt hann þó áfram ferðinni. En þegar hann hafði
gengið nokkra stund, datt hann ofan uin snjóhuldu, sein
lá yfir svo kölluðum Ármótum utanvert á Skarðinu.
Hafði allt vatn sigið undan huldunni eptir hláku, sem var nýlega afstaðin. En
svo hátt var upp að opinu, sem Eggert datt ofan um, að hann gat ekki á nokkurn
hátt komist upp um það. Leit ekki út fyrir annað en að hann mundi farast þar
úr hungri undir skallinum. Eggert átti góðan hund, sem fylgdi honum í þetta
skipti cins og endrarnær, þegar hann fór eitthvað. Hundurinn fór, nokkru eptir
að Eggert hafði hrapað ofan í Ármótin, inn að Búðardal. Snýkti þar roð, ugga
og þunnildi, hlóp svo með það út í hríðina, og Ijetti ekki fyr en hann kom áð opinu
þar sem húsbóndi hans var niðri. Ljet seppi þá fcng sinn detta ofan til lians.
Hjelt hundurinn þannig lífi í húsbóndi sínum í 3 sólarhrínga. I>á var tekiö eptir
því í Búðardal að rakkinn át. ekki það, sem honum var gefið en stökk með það
út í bilinn, þótti það kynlegt, og var hann þcssvegna eltur og varð það Eggcrt
til lífs. En fyrsta verk Eggerts var það, þegar hann var heim kominn, að láta
sjóða hcilt hangikjötskrof handa hundinum; upp frá þeim degi ljet hann skamta
honuin fullkomið karlmannsfæöi og búa um hann á sæng á hverju kvöldi.
P. E.
n>330»j