Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 29
29
J>egar móðir mín fór alfarin frá Laufási, var svo til ætlað að hundurinn yrði
eptir, og átti að skjóta hann þegar við værum farin, en láðst hafði að læsa seppa
inni; en það þurfti ekki til; hann Iiorfði ógn rólegur á heiman bónaðinn, leit
vinalega til okkar og dillaði skottinu, en hreyfði sig ekki úr sporunum.
Lengra er síðan að faðir minn ól upp alíslenzkan hvolp; hann hjet
Fættcr. Eitthvert sumar fór faðir minn vísitatíuferð norður um pin geyjarsýslu,
og var jeg hestasveinninn. J>á var Fætter á annan vetur. Ilann var til vonar
og vara læstur inni. Við feðgar lögðum undir Gönguskarð uin kvöldið og gistuin
í Garöi í Fnjóskadal. Um morguninn kl. 10 er þar Fætter kominn; honum haföi
verið hleypt út um fótaferðatímann. Svo er honum stungið inn í Garði, en við
ferjuna á Skjálfanda lljóti er hann aptur kominn í hópinn, og síðan var honum
heimiluð samfylgdin. Laxá riöum við á Fossvaði, eöa hvað það heitir, rjett hjá
laxakistunum. |>ar fór Fætter niður fyrir alla fossana þrjá, og sakaði ekki og
höföu víst færri leikið það. A fórshöfn fór faðir minn út í ltobertsson gamla,
og þegar við sitjum niðri í káetu hans í góðu yfirlæti, kcmur Fætter niður og
hristir sig; hann hafði þá synt þrisvar sinnum kringuin skipið, þegar kokkurinn
miskunnaði sig yfir hann og dróg hann upp á þvottaþvörunni. Mikil saga hefði
orðið af Fætter, hefði honurn orðið auðið lengri lífdaga, en hann hafði fyrir löngu
unnið sjer til ólífis með kjaptinum á sjer, þegar hestur tók af mönnum ómakiö, sem
Fætter ekki vildi þola túnspell, svo aö hann fjell þó sem dyggur og röskur vörður.
það er rjett svo að jeg man eptir strútóttum hund, sem Páll Ólafsson
hafði gefið föður mínum og lijet hann Ilringur. Ilann kunni margar listir; sjer-
staklega fannst aðkomumönnuin mikið um að koma inn í stofu, þegar Ilringur
sat þar upp á endann með gleraugu og stóra bók á framlöppunum. Annars gaf
Páll Olafsson föður mínum fleiri vitra og velsiðaða hunda, og munu fáir hafa
jafngott lag á hundum og Páll; jeg man eptir að hann sýndi mjer hjer um
sumarið livolp, sem hann haföi keypt fyrir korntunnu, og sem kunni að sögn
hans allt sem þeir lærðu á latínuskólanum, og bauð hann mjer aö lcoma og sjá
seppa sumariö eptir, þá skyldi hann í viöbót vera búinn að læra allt sein þeir
lærðu á prestaskólanum.
þórhallur Bjarnarson.