Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 35
35
]>á inundu þcr,
ei' þess hunds litir
afl ok atgervi,
at undri gefast“.
,.fví ekki dýra,
cf hann elta geingi
fyrir lionum falsk
í fylgsnum skógar;
því sjá var rakki
at raun hverjum
spakra sporhunda
sporvísari“.
Nú er líf Iians leitt,
því lávarð hans
fjarri feðra fold
fjörlát sótti.
En húsþernur
hvergi leggja
rækt við rakka
ræktarlausar“.
„Eru-a þrælar
þeiin hót betri.
Svikult er man
ef sjálfrátt geingr;
því hálf dáð hverfr
hverjum guma,
þeims allvaldr Iiefir
ánauð lagit“.
Hélt at svo mæltu
svína hirðir
til vel settrar
vísis hallar,
ok gagngjört í sal
gánga nam inn,
þars böðfræknir.
biðlar sátu.
En bláfölduð
banagyðja
spennti hollan hund
heljartökum,
þá hann Odysseif
hafði augum litið
at tvo liðna
tugi vetra.
(Hóraers Odysseifs-kvæði, íslenzkuð af Svb. Egilsson. XVII. kviða 142—160.)
Epamínondas, hin nafnfræga hetja frá febuborg, var gjörður útlægur
úr ættborg sinni, og þegar hann kom aptur vildu margir að hann skyldi þegar
af lífi tekinn. Var hann leiddur fyrir dómara og var þar mannþröng mikil um-
hveríis. Ilundur hans hleypur þá að honum; hafði hann rutt sjer veg gegnum
mannahópinn og fíaðraði upp um húsbónda sinn. Er þá sagt að Epamínondas
hafi hrópað upp: „Þjer óþakklátu J»ebumenn, hundurinn ininn tekur ykkur fram;
berið saman allt það, er jeg hef fyrir ykkur gjört við það að jeg hef gefið hundi
þessuin fæðu sína, og megið þjer nú sjálfir um dæma“:
Plutark sagnaritari segir frá þvf, að maður einn í liði Pyrrhusar konungs
var myrtur. Hundurinn mannsins lá hjá líkinu, og hafði hann legið þar þrjá
daga og nætur og hvorki neitt matar eða drykkjar. Konungur frjetti þetta; Ijet
hann þá hermennina fylkja sjer og hundinn ganga frain fyrir raðirnar. Hundurinn
rjeðst á einn af hcrmönnum, og kom það þá í ljós að það var þessi maður, sem
haföi myrt húsbónda seppa.
Pliníus segir margar sögur um ást hunda á húsbænduin sínum. pegar
Daríus var rayrtur af Bessus og Nabarzane, þá yfirgáfu hirðmenn hans hann allir;
enginn var eptir hjá líkinu ncma hunduriun hans. Titius Sabínus hjet maður