Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 38

Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 38
38 það sagt, um Karl keisara mikla, að hann dró hvern mann fyrir lög og dóm, sem misþvrmdi liundum. Meöan miðalda-hjátróin var sem verst, var það opt að menn hugöu að vit. þeirra væri að kenna illum öndum og óhreinuin; hundarnir átti því ekki upp á pallborðið um þær mundir. en voru opt sárt leiknir eða ofsóttir. I>aö er sagt, að Friðrik 2. Prússakonungur hafi óskað þess í erfða- skrá sinni að vera grafinn við hliðina á hundinum sínum. Eins og viö mátti bóast varð þó ekki af því, því Friðrik Vilhjálmur 2. synjaði þess þverlega. Newton, Voltaire og Rousseau voru allir iniklir hundavinir. Rousseau sagði um hund sinn: „Hann var vinur minn og lagsbróðir, og álti þetta nafn betur skilið en flestir aðrir, sem hafa viljað kalla sig þeim nöfnum“. Um Darwin er það og sagt, að honum þótti svo vænt, um hundinn sinn, að hann gat ekki með nokkru móti fengið af sjer að aga hann, þó þess gjörðist þörf; ættmenn hans gjörðu sjer einnig far um að halda lífinu í hundinum, af því þeir voru hræddir um að Darwin mundi taka sjer iát lians of nærri. En Darwin dó á undan honum, og hundurinn tveim dögum síöar. Schopenhauer, heimspekingur, átti hvítan hund, er fylgdi honum jafnan. „Hundurinn var líka ef til vill eina skepnan, sem þótti vænt, uin hann“. Walter Scott ritar: „það er það að því að eiga hund, að liann deyr svo fljótt, en ef hann nó lifði 50 ár og dæi svo, hvaö ætti þá að verða al' mjer!“ Margir aðrir mestu snallingar heiinsins liafa með ýmsu móti látið í Ijósi velvild sína til hundanna t. d. Byron, Wordsworth, Lamartine, Victor Hugo. Richard Wagner o. s. frv., o. s. frv. Turgénjev ritar á þessu leið: „Við sitjuin báðir í stofunni, hundurinn ininn og jeg. pað er ákafur stormur óti fyrir. Elundurinn horfir á mig, og jeg horfi í augun á honum; þaö er eins og hann viiji segja eitthvaö við inig. Hann er mállaus, og skilur ekki sjálfan sig, en jeg skil hann og veit að það er sama tilfinningin. sein ræður í brjóstum okkar beggja. Iijá hvoruin um sig brennur og titrar í sömu glóðunum............ |>að er ekki dýr og maður, sem horfast þannig í augu; það eru tvenn augu, eins sköpuð, sem snóa hvort við öðrum og ót ór þeitn báðum skín löngun og þrá eptir nánara vináttubandi. Bismarck er, eins og kunnugt er, mesti hundavinur; á síðasta l'æð- ingardag hans gaf Vilhjálmur keisari 2. honum hund í fæðingargjöf. Blaze ritar á einum stað í „Histoire du chien“*. „Hvar ættum vjer aö finna mann, sem ætíð sje þakklátur og vingjarnlegur, óeigingjarn og ósjer- plæginn, tryggur til dauðans. fós á að láta þann greiða í tje, sem honum er auðið, gieyma því sein lionum er gjört á móti og aðeins muna það, sem vel er til. hans gjört? Leitaðu ekki að slíkum manni, þvf só leit yrði áranguriaus. En faktu fyrsta hundinn, sem fyrir þjer verður, og þegar hann hefur verið hjá þjer * tptir þeirri bók er margt í grein þessari tekið.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.