Dýravinurinn - 01.01.1889, Blaðsíða 39
39
nokkurn tíma og lært að viðurkenna þig sem húsbðnda sinn, muntu finna alla
þessa kosti hjá honum,u.
„En hvernig stendur á því að mönnum þykir svo vænt um hundana
fremur enn aðrar skepnur?
„Ástæðan er sö, að það er eitthvað í eðli hundanna, sem gjörir þá
mönnunum handgengnari enn aðrar skepnur, af því þeir taka þátt í lífsstarfi voru,
í stuttu máli: af því það er einskonar fóstbræðra lag milli þeirri og vor. Vjer
vitum að þeir eru fúsir til þess að verja eignir vorar og lff, þó það jafnvel kosti
þá sjálfa lífið. j>essvegna berum vjer svo mikið traust til hundstryggðarinnar,
er hvervetna hefur koinið í ljós, þar sem skepnan lifir tneö mönnunum“.
S. H.
Froskurinn og asninn.
Það var rjett um sólsetur. Skýin roðaði í vestri. J>að hafði verið hvasst
um daginn, en er að kvöldi leið, varð loptið tærara, og nú var til að sjá
sem allt ljeki í ljósum loga, en sólin var að síga í æginn.
Nálægt polli einum lá froskur, ekki fagur á að líta — og skáblfndi
upp í sólina, en fjekk auðsjáanlega ofbirtu í augurt.
I>að sló purpura-bjarma á laufið, en trjestofnarnir voru ljósrauðir, og
pollurinn leit út eins og blóm- og grasvafinn spegill. Aptaninn breiddi sinátt og
smátt út skuggatjald sitt, og undir því hljómaði fuglakliðurinn, svo undurfagur og
laðandi. Allt var svo rólegt og kyrt, og auiningja froskurinn horfði áhyggjulaust
mót hinu hverfandi dagsljósi, eins og hann væri niður sokkinn í djúpar hugsanir.
Hver veit neina þessari skepnu, sem vjer höfutn viðbjóð á, hafi sjálfri fundist
hún vera hamingjunnar barn og aö hún nyti allra lífsins gæða. fundist hún standa
í sambandi og samhengi við geiminn, óendanlega. sem allar aðrar verur. Hversu
ófullkomiö sem augað er, þá speglar himin-neistinn sig þó í því Auga þeirra
dýra. setn lægst eru sett í dýrakerfinu, finna einnig til óendanlegleika stjarnhiminsins.
Maður gekk fram hjá. gretti sig, er liann sá froskinn, og steig ofan á
höfuðið á honuin; það var prestur og var hann að lesa í handbókinni sinni. J>á
bar að kvennmann; hún bar fagurt blóm á brjóstinu; hún stakk augað úr frosk-
inum með sólhlífinni sinni Presturinn var gainall, konan ung og fögur. [>á
komu fjórir skóladrengir hlaupandi, þeir voru háværir og kátir og Ijeku viö hvern
sinti fingur. [>eir voru aldrei vanir að láta nokkurn dag svo hjá líða að þeir
ekki sýndu karhnennsku sína á litlu varnarlausu kvikindunum.
Froskurinn var að reyna til þess að mjaka sjer áfram til þess aö kom-
ast í skugga, en drengirnir urðu varir við hann og hlupu til. „Við skulum
3»