Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 42
42
Um kýrnar.
j0)egðu jeg megi mjólkur snauð, um meira’ enn þorsta kvarta,
því kýrin mín sje kölrl og rlauð, og komin í ótai parta.
þessa vísu sagði svstir mfn. Guöný Jónsdóttir, við vinnumann sinn, sem
var sendur heim til íöreldra hcnnar, er þá bjuggu á Grenjaðarstöðum, en hún
bjó í Klömbrum, hinu megin við Laxá. J>au sendu henni þegar unga kú, rauð-
hjáiinótta, og var hún teymd yfir ána á svokölluðu Klambravaði. Tveim eða
þremur áruin síðar lluitist kýrin til Raufarhafnar á Sljettu, og var þar árlangt,
en svo flutti eigandi hennar til Flösavíkur, og var hön þar aðeins eitt sumar, því
um haustið var hún seld manni, sem bjó á Brekku í Hvöinmum, og er það næsti
bær við Klambra. I>ar var kýrin um veturinn, og um suinarið gekk hún í
högunum á Brekku og Klömbrum. En þá bar þaö við einn góöan veðurdag,
þegar átti að láta inn kýrnar á Grenjaðarstöðum, að Hjálma stendur á básnum
sínuin, sem liún hafði átt, áður enn hún var að Klömbrum gefin. þetta bendir
til þess að kýr liafa betra minni en almennt' er álitjð. Svo var hún aptur
teyind yfir ána á heimili sitt. f>egar sögð er saga af einhverjum, vilja inenn
helzt lieyra endann, en æfiafdrif Hjálmu voru fremur raunaleg. Kúahagarnir á
Brekku og Klöinbrum eru beztir þar, sem heita Undirhagar, niður við Laxá, og
ligga þangað sniðgötur nokkrar og er bratt niður að fara. Hjálma var komin
nálægt burði, og vaggaði hún á einni af götum þessum, en þar var steinn rnikill
í götunni. Iljálma rák bumbuna í steininn, missti fótanna og hrapaöi langt
niður. Fannst hún síðan beinbrotin í urð þar fyrir neðan; en þó með lífsmarki,
Flefði aumingja skepnan fengið að vera kyr á Grenjaðarstöðum, þá hefði þetta ekki skeð.
Foreldrar mínir höl'öu margar kýr í fjósi. en einn vetur tóku menn
eptir því, aö eitthvað gekk að einni kúnni; hún varö mögur og mjó, en annars
sázt ekkert á henni Svona gekk langt fram á vetur og hún horaðist meira og
meira. Var mikið um þetta talað og eins hvort það mundi ráðlegt að láta hana
lifa lengur. En þá var hjá föður inínum systir hans. . göinul búkona. Henni
datt í hug aö gá að þvi hvernig henni gengi aö drekka. og fylgdi henni í brunn-
liúsið Kýrnar drukku vatniö úr stórum kassa, en kýrin var hyrnd og stóðu
hornin beint frain, og sá föðursystir inín þá þegar, að aumingja skepnan hafði
alla tilburði til þess að drekka, en gat ekki náð niður í vatnið,. af því hornin
rákust í. þessu hafði fjósfólkið aldrei tekið eptir, og fyrir skévtingarleysi þess
varð kýrin að þola þessar raunir, og væri víst öll þörf á að betur væri eptir
tekið enn siður er, því víða mun pottur brotinn. Svo var gjört svo við vatns-
bólið aö hún gat drukkið og batnaði kussu þá aptur, en þó var hún lengi að ná
sjer. Móðir mín sagði mjer sjálf þessa sögu og þótti mjög leitt hvernig til
hafði tekizt. Hildur Johnsen.