Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 45

Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 45
45 Jarpskjóni. ^ianalega þykir mönnum vænna um reiðhesta sína enn aðra hesta, enda er það ’* fullkomlega eðlilegt, því þeir veita eigendum sínum marga unaðsstund og bera þá yfir margar hættur og torfærur. En þó keinur það fyrir að mönnum verði jafn vel til áburðarhesta. Jeg átti hest, jarpskjóttan, frá því hann var 4. vetra og þangað til hann var 16 ára; ekki bar á því, að hann væri vithestur meira cnn í meðallagi, en hann var hesta sterkastur, geðgóður, hlíðinn, þolinmóður og tryggur. Jeg fann að liann átti svo gott skiliö af mjer, og jeg lánaði hann aldrei öðrum og Ijet hann aldrei í vetrarfóður til annara. Einusinni höfðu vinnu- menn mínir lagt á hann 16 fjórðunga kiyfjar yfir Ijallveg, og líkaði rnjer það miður, en Skjóni styggðist ekki við það; hann tölti f einum spretti heim og var jafn ánægjulegur og geðgóður þegar hann kom heim á hlaðið, eins og hann var vanur. Hann sýndi aldrei mótþróa, enda þótt börn væru að þvættast með hann fram og aptur; hann strauk aldrei, en var þar sem hann var látinn, og aldrei styggði hann nokkurn mann í þau 12 ár, sern jeg átti hann. þeir menn eru teljandi í sambáð, sem hægt, er að segja slíkt um. Jeg hafði opt lofað honurn því, með sjálfum mjer, að dauðinn einn skyldi skilja okkur að. þegar staða rnín breyttist, svo jeg jafnan þurfti að vera á ferðum, afrjeði jeg að láta selja bú mitt við uppboð. þá var Jarpskjóni 16 vetra, með óskemindum tönnum og beztu heilsu og að öllu útliti senr á blóma árum sínuin. Jeg vildi því hvorki firra hann lífi, þá þegar, eða selja hann, og gjörði því þá ráðstöfun, að hann skyldi ekki seljast; ætlaði jeg að láta hann ganga sjálfala á afrjett á sumrutn og koma honum í gott fóður á vetrum og láta hann þannig njóta lífsins gæða, það sern ejrtir var æli hans, að launum fyrir langa og dygga þjónustu. þegar uppboðið var lialdið, var jeg erlendis, en fyrir óskiljanlega óheppni, var Skjóni seldur. þegar jeg kom heim og frjetti þetta, fór jeg til sýslumannsins, til þess að fá að sjá hver hefði keypt hestinn, og fjekk að vita að maður nokkur í Eyjafiröi haföi keypt hann. Jeg sendi þegar til eigandans, í þeirn erindum að kaupa Skjóna af honum aptur, en þá var hann seldur austur í Norður-Múlasýslu. Jeg setti svo rnann út þar í sýslu til þess að kaupa hann, en fjekk aptur þau skeyti, að hann væri kominn í hestakaupum í Suður-Múlasýslu og allt þetta hafði skeð á einum mánuöi. Jeg gjörði svo ýmsar tilraunir til þess að spyrja uppi hvar Skjóni væri niður kominn, en gat þó aldrei náð honum, svo ört gekk hann rnann frá manni. þetta voru launin, sem Skjóni fjekk fyrir 12 ára trygga jrjónustu. J>ó óvilja verk væri, tel jeg þetta rneðal þess, sem jeg hef ómaklegast gjört og sje enn þá eptir því að svona tókst til. Mig heíur opt furðað að því hugsunarleysi, kaldlyndi, vanþakklæti og mjer liggur við að segja illmenusku, þegar menn selja gainla reiðhesta sína, sem

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.