Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 47

Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 47
47 Við þetta mætti ýmsu bæta, sem íslendingar hefðu gott af að leggja á minnið. Munið eptir því, aö hesturinn hefur borið yður allt sutnarið, ]>egar þjer þurftuð að ferðast; gleymið ekki að hann hefur borið heim hey, eldivið og allt annað, er ilytja þurfti til heim- ilisins; hugsið eptir því, livort það er sanngjarnt, að hann skuli hafa, að launum fyrir þetta, að standa úti á gaddinum lengst fram á vetur og hafa moðrusl og það versta úr heyforðanum það sem eptir er af vetrinum. Gleymið ekki að það er mannúð og skylda að láta hestinn ckki ganga á gaddinum langt fram á vetur í frosti og jarðleysum, þangað tiJ hann er orðinn grind- horaður. Látið hann ekki standa í dimmu og loptillu liúsi. Horlið ekki aðgjörðalausir á það, að drukknir menn berji hesta sína af hugsunarleysi eðaillmennsku, eða brúki þá halta og meidda. Hafið vit fyrir fjörhestunuin. Gjöriö ekki hestana hvumpna, heldur farið vingjarnlegu að þeim, þá gjöra þeir allt fyrir yður ánægðari og með betra geði. Gleymið ekki að járna hestana þegar þeir eru að ganga fyrir yður, látið þá ekki ganga berfætta ineðan þeir eru aö hjálpa yöar. Hættið þeim ósið að hníta í taglið, ekki sízt nautum. I>að er þreyta fyrir hestinn og hugraun fyrir áhorfendur, útlenda og innlenda, sem ekki eru vanir við að sjá slíkt atlagi. Gleymið því allra sízt, að selja ekki eða fara illa með gamla hesta, sem hafa þjónað yður lengi og trúlega. Neiniö burt úr máli og venju, í orði og verki orðtækið að „láta liesta vinna sjer til húðarinnar“. I>að orðtæki er þjóðarminnkun. Gleymið ekki hundunum, sem aldrei gleyma yður, og fara út, í lífs- hættur til þess að fylgja yður, og liafa enga ró vegna tryggöar, þegar þeir missa eigendur sína. Munið eptir að útvega hundunum mat, þegar þeir eru með yður á ferðalagi, og gleymið ekki að reiöa þá ylir ár, svo þeir ekki blotni og þreytist að óþörfu. Munið eptir að kýrin þarf birtu og gott lopt, tyrfðan bás og eigi of lítinn, og einkuin hreinlæti. Gleymið ekki að nokkuð af fóðrinu gengur einungis til þess að viðhalda lífinu; það sem þar er frain yfir borgar hún með mjólk. Fái hún aðeins fóður til lífsins viðurhalds, getur hún enga mjólk gefið. Munið

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.