Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 4
2 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. l’riiissessa ftedd í Holhuidi. Júllíana prinsessti ól dóttur 31. ján. Fregninni um þann viðburð var tekið með óumræðilegum fögnuði. Þegar fagn- aðarskotin riðu af fyltust göturnar í Haag óðara af feikna, mannfjölda. Öll ný tæki voru notuð til þess að lúta þessa fregn berast svo fljótt, sem unt væri. 1 höllina voru settir firðritarar til að lúta fregnina. ber- ast & augabragði til hollenzku slmafréttastofunn- ar og útvarpsins og yfirvaldanna út um alt iand- ið og til setuliðsborganna. Meðan í þeim borgum riðu af 51 kveðjuskot, þá voru fánar’ dregnir aö hún allstaðar. Kirkjuklukkurnar tóku hvarvetna undir og skipin blésu i öllum hafnarbæjum. Flug- vélar vörpuðu niður flugblaði prentuðu með lit- um Oranje-konungsættarinnar. í Haag og víðar var fregnin lesin upp af köllurum i sögulegum búningum, en fólkið æpti fagnaðaróp. Kallararnir lásu lika upp ávarp, sem endaði á orðunum: »Lifi Ora,nje-Nassan-konungsættin!« Litla prinsessan hlýtur þessar nafnbætur: Prinssessa af Oranje-Nassan og prinsessa af Lippe-Biesterfeld. Faðir og st.iiur liittast úti á íniðju Atlan/.liai'i. Frá New York er símað, til norsku fréttastof- unnar, að H. Morland skipstjóri á ;>Marit 2« frá Arendal hafi lifað merkilegan atburð á síöustu jólum úti á miðju Atlanzhafi. Sonur hans, skip- stjóri á >Mytilus« kom sem sé út á skipiö til hans; bæði skipin heyra til sama útgerðarfélagi. í bréfi til eins vinar síns í New York ritar Mor- land skipstjóri, annan jóladag, meðail annars, er skip hans var á leið frá Aruba til Bremerhafen, að 3. stýrimaður hefði komið þjótandi inn til sín og sagt sér, að hann hefði náð sambandi við Mytilus, er komið hefði á móti þeim á leið til Arubai Því var þá hagað svo til, að skipin skyldu mætast daginn eftir, og það varð. Bæði skipin nárnu staðar og bátum var skotið út frá Mytilus og sonur Morlands heimsóttf föður sinn, ásamt konu sinni og mörgum öðrum, sem gátu farið af Mytilus. Jolimi Lundc l)iskiip dó sviplega 12. janúar þ. á. í Osló, og hafði þá einn um sjötugt. Hann var að lesa í dagblaði heima hjá sér og fékk þá hjartaslag. Hann hafði verið hraustur og heii- brigður alt til þeirrar stundar. Næstu daga tyrir andlát sitt hafði hann tekið þátt í kristilegum l'undi á Holmstrand og í hátlðafagnaði innra trú- boðsins og flutt ræðu i útvarp. En Lunde biskup varð öllum Norðmönnum harmdauði. Röddin kunna og kæra, sem hlustað var á eftii endilöngum Noregi, er nú þögnuð. Hann var skýr og skorinorður, en jafnframt ljúfmann- legur og norskur í anda. Mælska hans var »al- þýðleg« í bezta skilningi, ekkert orðaskrúð né iburðir, heldur jöfn og blátt áfram, áhrifamikil og marksækin. Hann kunni, að ta,la, eins og við átti við hátíðjeg tækifæri, hvort heldur það var við hjónavígslu krónprinsins eða við skírn prins- essanna og efföaprinsins eða hann lýsti sínum eigin hugarhræringum, eða, þegar hann notaði alþýðumálið til að geta, málað hinar réttu og lirifnænru myndir af daglegu starfslífi þjóðar- innar á sjó og landL 150 ára niiimtiigarliiitíð Astralíu. Hún va.r hald- in í Sydney, á stofnunardegi þeirrar borgar 26. jan. i glaða sólskini. Miljónir manna streymdu um göturnar, svo að borgin líktist Lundúnum á krýningardegi Bretakonungs. Sjúkrabllarnir urðu að- taka að sér 5000 manna til flutnings. Margar þúsundir manna horfðu á sögulega skrúð- göngu, sem átti að tákna landgöngu Philips skip- st jóra, sem fyrstur varð landstjóri í Nýja Suður- Wales. Eins og kunnugt er, þá eru 150 ár liðin síðan Bretar námu Ástralíu með þvi að senda þangað 1030 manna og þar af voru 640 dæmdir til hegn- ingar. Smám saman hefir land þetta orðið að auðugu ríki og búa þar nú 6 miljónir manna,. Fyrir slcömmu síðan var fyrsta lar.dlagsmálverk Peter Paui Rubons virt á 20.000 ensk pund, eða um hálfa miljón króna. Á nauðungauppboði í Pýskalandi í'yrir 80 árum siðan var hin fræga rnynd málarans, »Adamitterne«, af uppboðshald- aranum sett á uppboðslistann, sem »mynd af nakinni konu máluð af vissum Rubens. Verðmæti um 15 Sg.« — 15 Silbergroschen gilti um 3 kr.J A eynni Yap i Kyrrahafinu krefjast eiginmenn- irnir þess, að matur þeii'ra sé soðin í sérstökum potti, því borði þeir mat úr sama potti og lconan, séu þeir ekki lengur húsbændur á heimil- inu, heldur þrælar konunnar. Bækur Kristilegs Bókmentafélags fyrir árið 1937 eru kornnar út og eru þær þe-s- ar: úr heinii bænarinnar, eftir próf. O. Hallesby. Ivrókaleiðir, skáldasaga eftir Walter Lindberg, og svo Árbókin, með almanaki framan við. 1 henni ■ eru margar uppbyggilegar greinar, og ýms la'isti- legur fróðleikur. Þeir, sem unna kirltju og la'istindómi ættu að , styðja félagið með þvi að verða fastir áskrifend- ur bókanna, þær eru altaf valdar góðar og upp- byggilegar. —J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.