Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 28
26 HEIMILiISBLAÐIÐ URSMIÐURIKN I KRISTINEHAMN Eftir Ástrid Ehrencron Kidde Um 1870 átti heima í Kristinehamn, sunnarlega í Vármlandi, maður að nafni Samúel Eberling. Afi hans hafði verið þýzkur innflyt.j- andi, úrsmiður frá Bæheimi, og hafði kom- ið til ]andsin,s um Danmörku, og haft ofan af sér með því, að gera við úr og klukk- ur manna, þar sem hann kom:. Hann stóð sjaldan lengi v'ð í. borgunum, eða aldrei lengur en hann þurfti nauðsynlega. Hon- um leið betur úti í guðsgrænni náfctúrunni, einkum í h;num víðlendu sænsku skógum, sem mintu hann vingjarnlega á skógana heima á bernskustöðvunum, — Svörtu- skóga. En ef hann var að því spurður, hvers vegna hann hefði ekki verið kyrr heima, svaraði hann því, að sér væri flakk- ið í blóðið borið, og að bann hefði þráfald- lega, þegar hann var drengur, strokið að heiman og flækst um skégana dögum sam- an, og að hvorki hefði dugað tár móður hans né hótanir föður hans, til að aftra því, að hann stryki. að heiman á ný, strax er tækifæri bauðst. Sonur hans hafði ferðast um eins og hann, um allar sýslur Svíþjcðar þverar og endilangar. En sonarsonurinn hafði ekki erft þessa flakksýki, — sennilega af því, að móðir hans hafði ve.nð rclynd og. ráð sett kona, ættuð úr Dalabygðum. Hann hafði sezt. að og gerst borgari í Kristine- harnn, syðstu borginni í Vármlandi. Hann hafði einnig gifst sænskri stúlku, æfctaðri úr dal þeim, ssm kendur er við Tærá, og búið um sig í litlu húsi, yzt við Sjögatan, og sá þaðan vel út yfir Vánarn og skógana, sem að vatninu hggja. Þetta var snoturt hús, grænt á lit, með hvítum gluggakörmum, anddyriaútskoti, blóma- garðskríli götumegin, en á bak við húsið var matjurtagarður, þar sem Kajsa rækt- aði aliskonar kálmeti, hindber og ribs. Stetp-sta herbergið í hús'nu, sem vissi út að þessum garði, var vinnustofa Samúels Eberling. Þangað fóru viðskiftamennirnir, um malborinn gangstíg, þegar þeir annað- hvort komu með úr sn til viðgerðar, eða sóttu þau. Og viðskiflamennirnir voru margir, því að Samúel var t'alinn snjall- astur maður í banum, á sínu sviði. Og al- drei hafði það komið fyrir, að hann gæti ekki komið viti í úr, sem honum hafði ver- ið fengið til meðferðar. Hann gerði þau sem ný, þó að þau væri orðin eldgömiul og af sér gengin, Þarna sat hann mestan bluta dagsins, við stórt vinnuborð, út við gluggann, sem vissi úfc að matjurtagarðinum. Og á veggj- unum umhverfis hann tifuðu og hömruðu ótal klukkur, —• sumar átti hann sjálfur. Þær höfðu einhvernveginn orðið innlygsa hjá honum, en aðrar hafði hann erft eftir föður sinn, — en aðrar áttu viðskiftamenn- irnir. Það voru klukkrn*, sem hann vildi hafa hjá sér til eftirlits, að lokinni viðgerð. Þær voru þarna eins og sjúklingar í aftur- bata, — hann slepti þeim ekki í hendur hins fáfróða og gálausa fólks, fyr en hon- um þótti trygt, _að þær væri »albata«. Hann hafði yndi af starfi sínu og hann hafði yndi af því að heyra úrin og klukk- urnar hamra og tifa, eins og cfurlítil hjörtu, umhverfis sig’, cg st.undum fanst honum hann vera sjálfur eins og dálítill guð, þegar einhver klukkan hætti. að ganga, og hann þurfti þá ekki annað, en að snerta á henni, með lægnum fingrum sínum, fcil þess að koma litla hjartanu á hreyfingu aftur. Honum fanst. það líkast því, sem hann gæfi líf því, sem dáið hafði verið um stund. En hversu annríkt sem hann átti, gaf

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.