Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 30
28 HEIMILISBLAÐIÐ Hann sat á vinnustofunni frá morgni til kvölds, og var að bjástra við gamla og ryðg- aða klukkuverkið, sem hann hafði fundið um leið og myndirnar. Viðskiftamennirnir komu hvað eftir annað, árangurslaust, til þess að vitja um úrin sm. Kajsa varð að kalla á hann hvað eftir annað til hveri- ar máltíðar. Hann kom, aldrei fyr en á sein ustu stundu, og reif þá í sig- matinn, ann- ars hugar, eins og hann hefði ekki hug mynd umi, hvað það var, sem hann var að borða. Upphaflega henti Kajsa, gaman að þess- um algleymis áhuga. En smárrsaman fór brosið að stirðna, á vörum hennar og gleðin að fjara út, eftir því sem tíminn leið og maðurinn sinnti henni minna. Hvað stoðaði það, þó að Samúel héti henni því, að hann ætlaði að gefa henni klukkuna, þetta mikla listaverk. Henni hefði verið það miklu meira virði, ef hann hefði viljað ganga með henni út, einstöku sinnum, á kvöldin, eins og fyrrum, eða að hann hef'ði komið inn til hennar og setið hjá henni stundarkorn, öðru hvoru, og rabbað við hana, eins og þegar alt lék í lyndi. En hið venjulega viðkvæði hans var þetta: »Ég hefi engan tíma, — skilurðu það ekki, blessað barn. Eg hef ekki tíma!« Og hana tók það svo undur sárt, að heyra óþolinmæðina í raddhreimnum, svo að hún hætti alveg að ganga á eftir honum. Kajsu fanst hún vera meiri einstæðing- ur, en hún hafði nokkru Sinni verjð. Ein dundaði hún við húsverkin og ein sýslaði hún um garðana sína. Ein og gleðivana. Því að nú hafði hún enga ánægju af nokkrurn hlut, úr því maðurinn hennar gat ekki tekið þátt í því með henni. Og þó að Samúel brosti altaf vingjarnlega til hennar, þeg- ar hann sá hana. og spyrði hana oft, hvort hana vanhagaði ekki um eitthvað eða hvort hana vantaði ekki peninga, og þó að hún vissi, að hann væri þarna rétt hjá henni, og hún gæ.ti heyrt tifið og hamrið í úrun- um og klukkunum, þá datt hennd oft í hug: »Skyldi nokkur mianneskja í heiminum vera svona einmana, eins og ég?« En Samúel sá ekki hrygðina í augum hennar, hann heyrði hana ekki í röddinni hennar, þegar hún yrti á hann. Því að í huga hans rúmaðist ekki nema ein hugsun: Hið erfiða vjðfangsefni, klukkuverkið, sem enn hafði ekki tekist að fullgera. En þetta viðfangsefni varð að leysa, og hann, Samúel Eberling. ætlaði að leysa það, hvað sem það kostaði. Sumarið kom og leið. Blómin sprungu út og fölnuðu, berin í garð num urðu þroskuð og voru hirt, hauststormarnir addu yfir Vánarn, svo að glamraði í gluggarúðunum. En Samúel sat. við vinnuborð sitt, og vissi ekkert, hvað leið árstíðunum, altekinn þeirri hugsun, að sigrast á þessu viðfangs efni, að geta látáð árstíðirnar koma og hverfa, á vélrænan hátt, ef svo rnœtti að orði komast. Það sem var lifand'i, var honum dautt cg óviðkomandi. En. dauðu hlutimir einir höfðu gildi. Hann vildi sjálf- ur verða til þess, að blása í þá lífh Hann vildi þetta og hann hugðist geta það. Á því reið aðeins, að gefast ekki upp. Þá var það eitt. kvöldið, seint. á árinu, að Kajsu leið eitthvað ónotalega. Hún var ým- ist funheit, svo að hana sveið í augun og vangana, eða þá, að henni var svo kalt, að henni fanst hún aldrei geta verið nógu ná- lægt ofninum. Hún hafði ekki orð á þessu við mann sinn, en háttaði snemma cg sagðist. vera rrieð höfuðverk. Hún vilidi sem allra minst. ti-ufla hann eða tefja, Henni var hver stundin og hver dagurinn dýrmætur. Því fyr, sem hann gat lokið þessu vandaverki, því fyr átti hún von á að heimta hann aftur. En daginn eftir var hitasóttis svo mögn uð, að henni fanst sálin og líkaminn sitt í hvoru lagi. Líkaminn byltist í rúrninu og gat enga hvíld fengið. En sálin var á flökti um alla heima og geima, villuráfandi og í sífeldum vandræðum.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.