Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 32
30
HEIMILISBL A ÐI Ö
'ið hafði á ,hillunni í vinnustofunni, stóð
nú þarna á þrepskildinum. Og myndin tók
að hækka og stækka, þangað til hún náo.
upp undir dyrakarminn. Þá tóku varirn
ar að bærast, og Samúel heyrði greinilega
þessi orð: »Ef hægri hönd þín hneykslar
þig, þá högg hana af«.
Og í því vaknaði Samúel. Hurðin var
lokuð, en konan var eitthvað að bylta sér
í rúminu. Hann leit til hennar kvíðinn. En
hún hafði þá aðeins snúið sér við í rúm-
inu. Hún hafði legið á bakinu síðustu dag-
ana, og ekki megnað að hreyfa sig neití.
En nú svaf hún vært og dró andann ró-
lega. Og nú heyrðist, engin hrygla,. Hryglu-
hljóðið hafði verið svo ákaflega chugnan-
legt. Það var eins o.g hún væri að drag-
ast með hlekki, semi væru henni ofurefli.
Samúel strauk hendinni um enni sér, —
og alt í einu mundi hann drauminn greini-
lega.
Hann spratt á fætur, fór fram í eldhús
og 'tók hamiarinn, sem var þar á bak við
hurðina. Síðan fór hann inn í vinnustoí-
una, og án þess að hika andartak, lét hann
hamarinn ríða á gamla, ryðgaða úrverkinu,
sem lá þar á vinnuborðinu, — þessum
marghrotna velbúnaði, sem hann hafði set ■
ið yfir, daginn, út og daginn inn, í meira
en misseri. Og sem hann hafði verið að
brjóta heilann um á næturnar líka. Og
síðan reiddi hann hamarinn aftur til höggs,
og mölbraut hverja. líkneskjuna á fætur
annari. Þær stóðu í röð, efst á korðinu.
En jægar hann var búinn að eyðileggja
þær allar, varð honum litið á litdu Krists-
myndina, sem stóð uppi á hyllunni, ein sér,
myndin, með hrygðar- og þjáningasvipinn.
Og hann lét hendina, síga og hamarinn falla
á gólfið.
Samúel fór aftur inn í svefnherbergiö.
Hann var yfir kominn af þreytu eftir þessa
miklu raun, sem reynt. hafði meira á hann
en alt stritið og öll heilabrotin undanfai’na
mánuði. Og- þegar hann sá, að Kajsa svaf
enn, værum svefni, hallaði hann sér í rújn-
ið sitt, ----- en það hafði hann ekki gert í
langan tíma. Hann einsetti sér þó, að láta
ekki svefninn yfirbuga sig aftur, því að
hann bjóst við, að Kajsa myndi ef til viil
vakna, og jwfnast einhversi
Hann lét þó aftur augun, — aðein.s
augnablik, sagði hann við sjálfan sig. En
j>á opnuðust dyrnar aftur, samst.undis, og
þegar hann 1-qit þangað, var myndin þar
aftur. En að þessu sinni stcð hún ekki kyr,
heldur gekk hún rakleitt að rúmi konunn-
ar, settist á rúmstokkinn og tók í hendina
á henni.
Um Samúel fór fagnaðarstraumur. Hon-
um fanst von cg, traust vakna í brjósti sér.
»Hvað jxið var gott«, hugsaði hann, »að ég
skyldi hlífa Kristsimyndinni, — að égskyldi
ekki rnölva Lana, einsi og hinar myndirn-
ar. Nú er cg viss um, að Kajsa fer að
hressast«.
En í því vaknaði hann af blundjnum og
opnaði augun. Sá hann þá, að konan sat
uppi, í rúminu, — já, hún brosti, — og
hann hafði ekki séð hana brosa svo óra,
óra lengi.
»Kajsa«, varð honum að orði, »hvers-
vegna ert þú sezt upp?«
»Ég skal segja þér það. Kristur kcm til
mín, rétt áðan, og sagði mér að gera það«.
Samúel starði á hana, undrandi. Gleði-
tárin glóðu í augum hans. En í gegnum
tárin mátti lesa í augunum sárt samvisku-
bit. Hann var hálf blindaður, og þreifaði
eftir hönd hennar, en hún spurój ofur lágt:
»Hefi ég verið —■ verið ósköp veik? Það
er eins og að mig hafi verið að djeyma
ljótan og óendanlega langan draum. En
svo kom, sjálfur frelsarinn og vakti mig.
En ég er orðin svo þreytt, — svo ákafiega
þreytt, af þessum draumi«.
Hann hallaði henni varlega ofan á kodd-
ann.
»Þessvegna átt þú líka að hvíla þig«,
sagði hann. »Farðu nú að sofa, elskan mín«.
Og nú tók við ánægjulegt tímabil. Lækn-
irinn hætti að bæta ömurlegu athugasemd-