Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ 5 og þegar Pablo hættd að spila, dró drotn- ingin enga dul á það, að hún var stór hrifin af snilli hans: — Blessaður drengurinn, varð henni að orði. Nú mátt þú óska þér hvers, sem þú vilt, og ég get veitt þér. Pablo stóð lengá niðurlútur, og gaut horn- auga til móður sinnar, en sagði síðan lágt: — Mig langar til að fá hann pabba! Drotningunni hnikti við. Við þessu hafði hún ekki búist. En hún gat ekki annað, en staðið við orð sín, og henni fanst dreng- urinn töfrandi. — Faðir þinn skal fá fult frelsi. En eitt hvað verður þú að fá sjálfur. Hún hvíslaði einhverju að eiinum hirö- manni sínum, sem síðan fór út úr salnuar, en kom, að vörmu spori aftur með iiðlu- kassa. Þetta var kostagripur, eitt, h'nna frægu ítölsku listaverka á þess.u sviði, Stradivarius fiðla. En þær fiðlur e;u tald- ar göfugasfar allra slíkra hljcðt'æra. Til eru aðeins örfáar fiðlur af þessari gerð í heiminum, og eru seldar fyrir of fjár, þeg- ar þær eru á annað borð falar, eða á 2—3 hundruð þúsund krónur. — Pessa fiðlu ætla ég að gefa þér. Njóttu hennar vel og láttu hana njóta sjn! Þau fóru nú öll heim til Pamplona, og ma nærri geta, að þau voru glöð yfir árangr- inum1 af þessu feröalagi. Virtist nú ham ingjan brosa við þeim um ske'ð. Faðir Pablo gerðist nú hljómlistarkennari og lagði sig þá auðvitað einkum fram um það, að þroska og þjálfa hæfileika sonar síns. Og hann lifði það, að vera viðstaddur fyrsta stórs:gurinn, sem Pablo litli vann í hljómleikasal. En í fangelsinu hafði hann tekið sjúkdóm, sem þjáði hann mjög og clró hann til bana, nokkrum mánuðum eftir að hann fékk frelsið. Þau mæðginin nutu hans því aðeins skamma hríð, og voru nú aftur á vonar völ. Að vísu var það nú talið líklegt, að Pablo litli myndi bráðlega geta farið að vinna fynir móður sinni, en hann átti mikið eft- ir að læra. Kom nú annar vinur þeirra til sögunnar. og stakk upp á því, að Pablo reyndi að fara til Parísarborgar og freista þess, að kom- ast undir handleiðslu Alards, hins heims fræga kennara. Taldi þessi vinur líklegt, að Alard myndi ekki hugsa um að heimta neitt kenslugjald, ef hann eygði hæfileik- ana, — en um þá var ekkj efast. Og það varð úr, að Pablo fór með þessum vini þeirra til Parísar. Viku síðar barði Pab!o að dyrum hjá hinum, mikla fiólusnillingi, Alard prófess- or. Honum var ákaflega órótt, því að mik- ið var undir því komið, að erindið tækist vel. Ilann hafði lært ræðustúf utan ac't, sem hann ætlaði að ílytja vjð þetta tæki- færi, og var upphafið eitthvað á þessa leio: Ég heiti Pab'o Sarasate og er tíu ára ... mig langaði til að spyrja yður, herra pró- fessor ... En hann hélt aldrei neina raðuna. Þeg- ar prófessorinn sá ha.nn, hvesti hann aug- un •— ekki á drenginn, heldur á fiðluna, sem hann hafði í handarkrikanum. — Hvernig í ósköpunum hefir þú aign- ast þennan dýrgrip, sem þú ert með? varð honum að orðí. — Isabella drotning gaf mér þessa f ðlu. Ég spilaði einu sinni fyrir hana. — Það má segja, að hér hafi ekki veriö skorið við neglur sér. Ösvikin Stradivarius, — það er engum blöðum um það að fletta. Jæja. — en get.ur þú þá spilað nokkuð á hana? Pablo litli byrjaði nú að spila, —- og meistarann rak í roga stans. Hann gleymdi alveg hinni dýrmætu fiðlu, og hafði þó al drei átt sambærilegt hljóðfæri sjálfur. At- hygli hans beindist óskift, að snilli drengs- ins. — Ég hefi ekkert á móti því að reyna að kenna þér, sagði hann, þegar Pablo hætti að spila. En segðu mér einn hlut: Getur þú borgað nokkuð fyrir kensluna?

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.