Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐIÐ
23
enda lang'aði mig harla lítið til þess, því að
einu sinni, þegar ég spurði Gamla, hvað
væri skemtilegast þar, svaraði hann, að
presturinn ætti ágætt bókasafn. Og þeg-
ar ég spurði Korpus Júris um þetta sama,
fékk ég sama svarið; og- þá varð ég hissa
— Korpus Júris var nfl. ekki mikið hneigð-
ur til guðfræðisiðkana; en svo sagði hanr.
m-ér líka, að í bókasafninu væri margar
ágætar bækur um kirkjuréttinn. Þegar ég
var nokkrum sinnum búinn, að spyrja
bræður mína um djásnin á Hnetubúi og
hafði einlægt fengið sama, svarið: bóka-
safnið — kirkjurétturinn, settjst það fast
að í höfðinu á mér, að á Hnetjubúi væri
ekki annað starfað frá morgni til kvölds
en setið í bókasafnsherberginu og lesinn
kirkjuréttur. Þar sem það er nú. alveg eins
þægilegt að lesa kirkjurétt í Kaupmanna
höfn eins og á Hnetubúi, áleit ég það ekki
cimaksins vert; að fara þangað. En af því
hvorutveggju, að Gamli bauðsit til að borga
ferðakostnaðinn, cg svo hinu, að ég vissi
ekki almennilega livað ég ætti af mér að
gjöra, þegar bræður mínir væri farnir —
þá tók ég boðinu; ég hugsaði líka, sem svo,
að eitthvað kynni þó að vera í þessu dæma-
lausa bókasafni, sem ég. hefði gaman af að
lesa.
Og svo fórum, við að týgja okkur. Og
þegar ég sá koffortið og ferðatöskuna á
gólfinu, fór mig að sárlanga að komast út
til Hnetubús; — en það er nú svona: jafn-
skjótt og ég sé koffort, þá langar mig til
að fara að ferðast.
Næsta morgun vöknuðum við við það,
að barið var fast að dyrum. — Það var
maðurinn, sem átti að fíytja dót okkar á
járnbrautarstöðina. Korpus Júris stökk á
fætur og hrópaði: »Mikil ósköp! Klukkan
er farin að ganga sjö. Opp, upp Kristótfer;
upp Nikoilaj«.
Eg segi nú fyrir mig — mig langaði
miklu meþ' til að liggja kyr í rúminu og
syngja: »Sigl,um hægt út á svið«. — En
það duga ekki góðar bænir, þegar ilt á að
ske — og ég varð að klæða, mig. Til þess
að hafa af mér svefninn, og líka til þess
að vekja Gamla, tók ég að syngja við
ra,ust Bjarkamál hin fornu: »Vaki, vaki
hermenn harðir! Hlaupið upp og spennið
gjarðir« -— en lenjgra, komst ég ekki, því
að þá sagði Korpus Júris: »Blessaður:
hættu þessu, drengur. Hvað á það að þýða,
að taka til með þess;i læti strax að morgn-
inum:?« Ég þagði, því að ég mundi þá alt
í einu eftir því, að Korpus Júris var ekki
búinn að lesa dagblaðið; og ég hugsaði. með
mér: »Það væri auma, baslið, ef prestur-
inn á Hnetubúi keypti nú ekkert. dagblað
— þá yrði Korpus Júris í slæmu skapi all-
an daginn og alla daga«. Og ef ég hefði
haft tíma, þá hefði ég safnað saman ein-
hverju dagblaðarusli, svo hann hefði haft
það til að líta í, heldur en ekki neitt En
ég hafði engan tjma til þe&sa; við þurftum
að flýta okkur það sem við gátum. Korpus
Júris stóð ferðbúinn með höndina á hurð-
arsnerlinum og rak eftir okkur., Gamli
hafði tæplega tima tjl að fara í skóhlífarn-
ar og grípa regnhlífina sína, sem hann al-
drei vildi \öð sig skilja. Já, það var meira
að segja svo mikill asi á Korpus Júris, að
hann velti um koll tómri blekbyttu — og
svo náttúrlega að skamma mig fyrir það,
að ég hetfði trassað, í samfleytta þrjá daga.
að láta blek í hana, en satt. að segja vii tist
mér ég fremur eiga lotf skilið en last fyrir
þessa vanrækslu mína, einkum af því að
svona fór. En loks urðum við þó ailir ferð-
búnir og héldum af stað.
Þegar ég kom út á götuna, fann ég að
það var nístandi kalt úti. Já — það var nú
reglulegur jólakuldi. Himininn var dökk-
blár — nærri blásvartur, og- máninn var
enn á lofti; hann var fölur og kuldalegur
og grár eins og geitarmilti var hann, eins
og hann hefði verið að svalla alla liðlanga
nóttina. Snjórinn marraði undir fót.um okk-
ai', þegar við hlupum eftir götunni; þó
komjumst við nógu snemma á stöðina; en
það er bezt* að Korpus Júris segi frá því,