Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 26
24
HEIMILISBLAÐIÐ
að kaupa okkur farseðla, komast inn í
vag'ninn cg- ná okkur í s et>. Ég veit, ekkert
um það alt saman. Ég veit aðeins þaö, að
það gengu einhver ósköp á, alt í kringum
mig; og’ satt að segja var ég ekki almenni
lega búinn að átta mig, þegar við komum
til Valbæj'ar. Annars bar ekkert til tið-
inda á leiðinni. Það eru allar slíkar ferðir
líkar hver annari.
Við vorum allir í sajm vagninum. Gamli
og Korpus Júris settusit við sinn gluggann
hvor og mæltu ekki orð frá munni. Hjá
Heiðarhúsum komu inn til okikar tvær
konur; það var ung st.úlka og móðir henn-
ar. »Dótbirin bar und brúnusm sér, svo
blá-ljós fögur augu« — eins og stendur í
einhverju kvæði — þau fegurstu augu, sem
ég hefi nokkurn tíma séð. Ég settist þess
vegna beint á móti henni; og mig sárlang-
aði til að taka hana tali, en mér fanst.það
þó ekki eiga við, vegna, þess, að ég þekti
hana ekki vitund. Sv;o hélt, ég áfram ad
sitja og þegja og horfa á hana; það var
mér þó leyfilegt; »augu eru tollfrjáls.«,
segja menn. En þá l.eit hún alt í einu upp
og fór að horfa á mig. Ég varð hálffeim-
inn, því að nú var ég viss um, að hún hafði
tekið eftir því, að ég hafði verið að horfa
á hana. Ég- hálf sneri mér undan og fór
að horfa út urn gluggann, en vissi þó upp
á hár, að hún starði á mig. »>Nú — ef
þú þori,r að horfa á mig, þá þori ég að
horfa á þig líka«, hugsaði ég með mér, og
fór aftur að horfa á hana, en þá fór hún
óðar að horfa út um gluggann, alveg eins
og hún hefði ekki séð mig.
Nú gat ég í næði horft á hana stundar-
korn — þangað til hún leit á mig aftur —
þá var ég ekki seinn á mér að líta út um
gluggann. Og í þessari augnaorustu vor-
um> við alla leiðina: ég hoa’fði á hana, þang-
að til hún fór að horfa á mig — þá hæfti
ég; og hún starði svo á mig, þangað til ég
fór aftur að horfa á hana — þá hætti hún;
og svona gekk það koll af kolli alla leiðina,
þangað til við komum til Hróarskeldu. Þar
fór móðirin út úr vagninum og dóttirin á
eftir henni. Þegar hún gekk fram hjá mér,
gat ég ekki stált mig um, að kasta á hana
kveðju. »Verið þér sælir«,' sagði hún, og
röddin var s.vo töfrandi blíð, að ég sáriðr-
aðist eftir þvi, að hafa ekki tekið hana tali
fyr. En nú var það um seinan: ég gat að-
eins séð glampa á bláa silkihattinn hennar
innan um allan miannfjöldann — og svo
hvarf hún. Frh. í næsta bl.