Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 14
12
HEíMILISBLAÐIÐ
dýpst undir vaitnið, sló hann fótunum upp
úr því. Engin kúlan hitti hann, en utan
um annan fótinn fann hann eitthvað hart,
síðan var hann dreginn ilnn að bakkanum.
Þeir höfðu veitt hann með slönguvaði.
Ötal hendur gripu í hann og héldu hon
urn föstumi Hann sá fyrir sér hóp af and-
litum, samanbitnum og* ógnandi.
»Bindið þið þetta kvikindi, og hlustið
ekki á, hvað hann segir«, hrópaði einn.
Tomi leit upp og sá Joe Shriner á meðai
þeirra. Nei!, hér var eng-rar miskunnar að
vænta, ef það var þessi maður, sem átti að
fella úrslitadóminn.
Það fjölgaði altaf. Fólkið kom, úr öllum
áttum og þyrptist utan um Tom. Þeir
bundu hann rækilega, lyftu honum upp og
köstuðu honum yfir hnakkinn á hesti euv
uiH, og reiddu hann upp á bakkann.
Þar stóð Algie Thomas sheriffi og beið.
Tom iétti við að sjá hið gamla og hrukk-
ótta andlit hans, en vonin hvarf, þegar
Algie ávarpaði hann.
»Tom«, sagði hann, »ef það er þitt rétta
nafn. Mér þykir ieitt að sjá þig svona, þræl-
bundinn, en þó er ég ánægður með, að
Iietta verk mitt skuli hafa fengið svona
góðan endi«.
Allir, sem viðstaddir voru, rifu af sér
húfurnar og sveifluðu þeim og hrópuðu fer-
falt húrra fyrir Algie Thomas.
Það var ekkert að furða, þótt þeir væru
glaðir yfir að vera nú loksips búnir að yf-
irvinna þenna erkióvin sinn, sem þeir voru
búnir að eiga í höggi við svo árumi skifti.
Aldrei framar myndu I>eir á fáförnum
vegum þurfa, að óttast óllgjarnan, grímu-
klæddan þorpara, sem einskis sveifst.
Baráttunni milli laga og lögbrjótsins var
lokið. Réttvísiin hafði sigrað.
XLIII.
Dómsuppkvaðningm.
Himininn var þakinn gráum skýjum,
sem kaldur austanvindurinn hrakti til og
frá.
Upp frá ,hinu brennandi kjarri stigu
heit, grá reykský. Eyðilegri staður gat
varla hugsast heldur en sá, sem nú upp-
lýstist í hinni gráu morgunakímu. Maður
gæti vel hugsað sér, að þannig væri um-
horfs á þeitn stað, þar sem hinar fordæmdu
sálir dvelja. Þar sem menn varpa frá sér
allri von.
Fólk var að hópast, að úr öllum áttum.
Það kom hlaupandi niður hæðardrögin.
Allir stefndu að sama stað — þangað sen*
fanginn lá. Sumir höfðu ljósker með sér,
og hinn daufá bjarmi þeirra kastaði flökt-
andi birtiu á hið örvæntingarfulla andlit
hans. Hann mántist með skelfingar þeirr-
ar stundar, er hann sá fangelsið í Carlton
fyrir sér, sú hugsun lá á honum eins og
þungt bjarg. Það var ekki hugsunin um
idauðann, sem lamiaði hann nú, það var vit-
neskjan um, að hann ætti .bráðum aó
deyja, án þess að fá að berjast hinni síð-
ustu baráttu fyrir lífinu. Hann leit á hin
ógnajndi, sigri hrósandi, andlit í, kringum
sig. Hann vissi, að ekkert orð honum til
varnar eða skýringar á máli hans myndi
komast gegnum, hinn þykka múr af hatri
og hefndarþrá, sem þeir höfðu hlaðið milli
nans og sín.
En hvert voru þeir nú að fara. Þeir
höfðu aftur lyft honum upp og lögðu af
stað niður hæðina. Hópur manna gekk á
undan. Þeir voru svo margir, að þeir huldu
bjarmann af eldinum fyrir sjónum hans.
Hann heyrði hróp og læti í kringum sig.
»Berið hann að hæsta trénu, sem þið
finnið, hann skal hengjast svo hátt, að all-
ir geti séð, hvað við höfum gert við ha.nn.
Fólk skal fá að sjá, hvernig Ix>rparar eins
og Skuggiinn enda líf sitt,«.
Hópurinn stansaði ekki fyr en þeir
kom,u að háu tré, sem stóð eitt sér, þar
sem eldurinn ekki gat náð í það.
Tom Converce leit upp. Honumi virtist
tréð svo hátt, eins og það næði beint upp
í himininn, og upp yfir höfði hans teygði