Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 6
4 HEIMILISBLAÐIÐ ast af sorgurn. og andstreymi, ef hún hefði ekki altaf haft þá von, að litli drengur- inn hennar myndi, verða frægur. Og fyrsta myndin, sem vér sjáum af Pablo litla, er þar sem hann s tur á stein þrepinu fyrir utan dyrnar á húsinu þeirra og er að leika á ofurlítið fiðlukríli, sem íaðir iians hafði gefið honum. Hann er að- eáns sjö ára gamall, ljóm,andi fal'egur drengur, svarthærður og hrokkinhærður, er sem umgjörð um sólbrunnið og fíngert andlit. Augun eru glampandi og greindar- leg, og tinnu svört. Vegfarenáur nema stað- ar og horfa undrandi á drenginn, ekki vegna þess, hvað hann er fríður, heldur vegna þess, hve dásamlegir eru tónarnir. sem hann, þessi litli snáði, fær úr fiðlu- krílinu. öðru hvoru kemiur ung og fölleit kona út í dyrnar og brosir til litla drengs- ins.i Brosið er raunalegt en það er auðsáð, að móðirin er talsvert hreykin af drengn- um sínum. Hljóðfærið er lélegt, því að það var ódýrt og er raunar lítið annað en leik fang, en það er eins og það verði lifandi í höndum snáðans. Þegar einhversstaðar er dansað í nágrenninu, þegar stúdentarn'r eru að syngja með gítörunum sínumi, eða þegar tatararnir fara framhjá, spilandi á hljóðfæri sín, — þá tekur Pablo litli undir á fiðluna sína. En þegar hann situr einn á þrepinu, leikur hann lög, sem enginn hefir heyrt áður, lög, sem verða til þá um leið, í hans eigin huga. Ef hann er spurður að því, hvað hann ætlaði að verða, þegar hann yrði stór, svar- aði hann viðstöðulaust: »Ég æt’a að verða fiðlari«. Hann var of rauplaus, til að segja, að hann ætlaói að verða listamaður. En móðir hans andvarpaði, því litlar voru 1 ík- umar til þess, að hún gæti nokkurntíma veitt honum þá mentun, sem honum var nauðsynleg. Þá er það, að einhver kunningi hennar stingur því að henni, að hún skuli reyna að fara með drenginn til Madrid, höfuð- borgarinnar, og reyna að fá áheyrn hjá drotningunni.; Þessi kunningi hafði heyrt um það talað, að drotningin væri mjög söngelsk, og taldi líklegt, að hún mynd’i verða svo hrifin af drengnum, ef hún féngi að heyra til hans, að hún mundi viija greiða fyrir honumi á einhvern hátt Pablo hafði heyrt þetta tal. Og upp frá því lét hann móður sína aldrei í friði, fyr en hún samþykti, að leggja í þetta ferðalag. Þetta var löng leið, og ekki var um ann- að að ræða, en að fara fótgangandi. Þá fáu skildinga, sem þa.u áttu til íararinnar, hafði konan bundið í vasaklútshorn, cg hún var altaf á glóðum um það, þegar þau þurftu að gista á einhverri kránni, á leið- inni, að þeim yrði stolið af henni. En þetta ferðalag gekk vonum betur. Þeim var oft boðið aö sitja í flutningavögnum, spöl og spöl, og víða var þeim veittur ókeypis beini. Ekki þurfti annað til þess, en að Pablo litli tæki upp fiðluna. Lengi voru þau á leiðinni, en komu loks til Madrid. Og þar urðu þau svo að bíða vikum saman, eftir þyí að fá áheyrn hjá drotningunni. Unga konan leiddi drenginn sinn inn í viðtalssalinn. Drotningin brosti, þegar hún sá drenginn. Hann var ákaflega kotrosk- inn, en alvarlegur á svipinn, og hafði fiðl- una. í hægrihandar-kr'ikanum, eins cg íiðl- urum er eðlilegt, og bogann í sömu hend- inni. — Jæja, — þú segjst spila á fiðlu, sagði hátignin vingjamlega. Hvað getur þú spilað? Það stóð ekki á svarinu hjá Pablo.: — Alt, sem þú vilt, sagði hann. — Þú ert; ekkert að skafa utan af því! — Jæja., spilaðu þá eitthvað! Og svo fór Pablo að spila, — eitthvaö sem honum datt í hug í þann sv’ipinn. Það mun hafa verið einskonar »syrpa«, — eins og það er kallað á útvai’psmáli, — saman- fléttuð alskonar lög, sem hann hafði heyrt og —• ekki heyrt. Þar skiftust á angurbiíð alþýðulög og tryllingslegir tataradansar,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.