Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 4
40 HElMILISBLAÐIÐ höfðum áð á frakkneskri lóð og kúlur Þjóð- verja höfðu tætt sundur allan jarðveginn ag brotið tré. Þetta vakti hjá okkur und- aj’lega tilfinningu. Morguninn eftir héld- um við áfram þær þrjár til fjórar mílur, sem við áttum enn ófarnar til Veráun, og ókum hægt. Við vorum komnir inn á braut- ina helgu (Voie sacrée). Var það megin aðílutningabraut Frakka í styrjöldinni. Hér urðum við þess fyrst áskynja, hvernig styrjaldar-v'ðliurðirnir eru óafmáanlega ritaðir inn í líf þjóðanna. Á hvern kíló- metra-stóipa var steyptur þyzkur stál- hjáln u". Hver hernaðarviðburður hefir sitt minningarir ark. Efst- á hteðunu.m norð- anverðum gnæfir ameríska minningar- markið hjá Montfacoun við himni, sést a- lengdar rnílur vegar. Við nemum staðar við veginn cg lesum á minningarmörkin frá styrjöldinni 1870 og síðar frá stríðinu 1914—1918. Nú förum við fram hjá fyrsta kirkjugarðinum á leið til Verdun. Hvítir krossar í réttum röðum svo þétt, að naum- ast getur verið rúm fyrir kistu undir hverj- um krossi og blaktir frakkneski fáninn yf- ir þeim. Engin tré standa í kirkjugarðin- um, en við fótinn á hverjum krossi var plöntuð bíóðrauð pelargonia,. Nú ókum við inn í Verdun! Við erum komnir inn á vígvöllinn. Breið- ur vegur malbikaður lá í bugðum upp hlíð- ina, á ásnum. Til hægri liggja rústir af {xirpum og köstulum. Þar eru þök og vegg- ir skotið n'ður meira og minna. Þetta gagn- tekur oss. Við reyndum að taka ljósmyndir af þessum rústum og héldum áfram fram með leifunum af Fort Souville. Af ásbrún- inni vr.r útsýni hið bezta til norðurs og vesturs. Þar skiftast á hæðir og dældir. eins og það gangi í öldum. Við sjáum smá- kjarr hér eða þar í runnum, stcfnarnir eru kræklcttir og greinar samflæktar. Þar er dæld við dæld og barmarnir vaxnir smá- gerðu grasi, en hliðar og botn þessara gíga eru n'ilega gréðurlaus, ekkert nema möl, því að þar sem sprengjukúlurnar höfðu plægt jarðveginn, skilclu þær ekki vitund eftir af mold. En er lengra. dregur frá, sjást þess;r gígir ekki, og rennur allt sam- an í eina græna sléttu. Við stöndum hér á heimsins, einstæðasta vígvelli. Enn ma sjá sprengikúlnagígi á þessum vígvelli svo þúsundum skiptir. Ein kúlan hefir i-ekið aðra og fyllt upp gíginn sem undanfarandi kúla sprengdi frá sér. Hver teningsmcterinn af öðrum af moldinni hef- ir þeyzt með dunum í loft upp og fallið srðan niður ásamt lemstruðum mönnum og skepnum. Milljónir manna háðu hér heims- ins mestu orustu og um 700 000 gengu aldrei í tíu mánuði af vígvellinum. Hér eru þorp gersamlega máð burtu, engar rústir eftir, skotgrafir fallnar saman fyrir skot- um og yfir hvern sprengjugíg geystust her- sveitirnar frarn, og sprengikúlurnar þutu ýmist yfir höfðum þeirra eða sprungu und- ir fótum þeirra.. Víglínur orustuhðsins bár- ust fram og til baka yfir vígvöllinn. Hér eru staðir, sem al.lt að 16 sinnum voru í hönd- um óvinanna en jafn cft teknir aftur með áhlaupi og ógurlegu mannfalli. Uppi á há-ásnum gnæfir rauðleitur og grár grjóthóll. Upp úr honum miðjum rís stórfelldur turn. Það er Bemahöllin hjá Dowaumont. Fyrir framan liggur stór og hvít flöt. Allt það. sem ég sá í París og allt, sem ég varð áskynja, um á leiðinni varð að vikja fyrir þeim áhrifum, sem gagntóku sál mína. Ég gat ekki talað nema titrandi rómi og mér vöknaði um augu. Nú hafði ég feng- ið nasasjón af því, hvað stríð er! Við nemum staðar við Kapelle Sainte Fine. Þangað höfðu Þjóðverjar brotist á leið til Verdun, og þaðan voru þeir hraktir til baka 11. júlí 1916. Átakanlegt minn- ingarmark hefir verið reist þar, sem for- verðir Þjiðverja stóðu. Til, hægri handar liggur vegurinn til Fort de Vaux; þar voru blóðugar orustur háö- ar 1916, Lftir að skotið hafði verið á þetta vígi og nágrennið um 8000 sprengikúlum á 4 mánuðum, féll það í hendur Þjóðverja 8. júní ki. 4 síðdegis. Þjóðverjar urðu að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.