Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 26
62 HEIMILISBLAÐIÐ SÓLVEIG Guðríður tók smám saman aftur gleði sína. Hún var svo viss um að fá bréf frá Ágúst, því hafði hann lofað henni. Hún hafði fengið honum utanáskrift Guðrún- ar kaupmannsclóttur, því þá vissi hún að allt myndi komast til skila. Þannig leið mánuður og ekkert bréf kom. En þegar leið að októbermánaðarliokum fékk prest- urinn bréf frá Ágúst, og myndir sem hann hafði fullgert og bað prest að koma til hlutaðeigenda, en jafnframt að senda sér hið fyrsta borgunina, því í byrjun desem- ber myndi hann halda til Noregs um óákveðinn tíma. Einnig beiddi hann kær- lega að heilsa mæðgunum með innilegri þökk fyrir ógleymanlegar skemmtistundir, er hann hefði notið hjá þeim í sveitinni. Guðríði vildi það til, að það var skuggsýnt, er prestur bar henni kveðjuna, s.vo ekki bar á litbrigðum hennar, en hún var fljót að gera sér erindi fram. Frúin ræskti sig og sagði lágt og raunalega við prestinn: »Heldur þú góði, að það gæti skeð, að blessuðu barninu hafi ekki verið sama um hann Ágúst? Mér finnst hún vera orðin sva breytt og föl, og allt af með hósta. Ég er svo hrædd«. »Hvað meinarðu, góða? Þú heldur þó ekki að Guðríður sé ástfangin?« sagði prest- ur og hló. »Þú heyrir nú hvað hún er rauna- mædd!« Þau heyrðu háan hlátur til Guðríðar úr eldhúsinu. »Kannske þetta sé heimska«, svaraði frúin, »en eitthvað gengur að blessuðu barninu«. »Hún var þessleg á sunnudaginn að eitt- hvað væri að henni«, svaraði prestur, »því engin dansaði meira en hún. — Nei, kona, það er ekkert að Gauju, nema ef hana skyldi langa til að létta sér eitthvað upp, máske að finna hana Dúddu og lifa kaup- staðalífinu um stund. Við skulum leyfa henni það fram undir jólin«. EFTIR HENRlETTU FRÁ FLATEY »Ekki þó fyr en í nóvember, því telpan verður að læra einhvern verkshátt, kom- in á átjánda ár«. Guðríður hljóp út í fjós til Lenu, sem hún vissi, að var að sinna kúnum. »Ö, Lena mín!« sagði hún og tók í handlegg henn- ar og tár glitruðu í augum hennar, »hvað á ég að gera? Æ, hvað verður um mig? Ágúst skrifar pabba, að hann sé á leið til Noregs og komi ekki aftur í bráð«. Hún hallaðist upp að Lenu gömlu og grét með ekka. Lena strauk hár hennar og sagði: »Gauja mín, lofaðu mér nú að sansa þig. Það er alls ekki víst, að Ágúst meinkþetta. Það getur eins verið, að hann sé að slá ryki í augu foreldra þinna. Það sem þú átt að gera er, að baða. augu þín úr köldu vatni, og fara svo inn til fólksins, og reyna að vera jafn kát og þú ert vön. Þér ríð- ur á því, ef þú vilt dylja hug þinn«. »En þú veizt ekki —« byrjaði Guðríður. »JÚ, ég veit allt, sem þú hefir sagt mér, og mig grunar fleira, jafnvel það, sem þig grunar varla sjálfa ennþá; bezt er þó að bera sig vel. Geymdu sorgirnar með sjálfri þér, eða, liklega viltu þó sízt, að hann Jón gruni neitt, en hann mun gefa þér gætur«. Guðríður stappaði niður fætinum og sagði: »Hvað varðar hann um mig? Eg gæti næstum hatað hann fyrir augun, sem hann sendir mér, eins og hann vilji éta mig. — Já, ég skal hafa þín ráð og reyna að vera kát, en það verður erfitt«. Lena greip kýrlaupana og hvíslaði. »Aumingja Gauja mín! Veslings blessað barnið«, og tár hrundu niður kinnar henni. ★ Prestsfrúin átti erfiða daga. Hún var kvalin af angist og kvíða og vissi ekkerr,, vonaði hins bezta, en gat þó ekki hrint frá sér kvíðanum er leyndist. í viðkvæmu móð- urhjartanu, Hún heyrði að Guðríður svaf

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.