Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 31
HEIMI LISBLAÐIÐ 67 Skrítlur 09 kýmnisögur. FÍFLIÐ 0(4 GEEIFINN. I gaarila daga var það siður, að heldra fólk hafði við hirðir sínar »fIf 1« sér og gestum sínum til skemmtunar. Pannig var það með greifa einn; hann hafði hirðfifl. Hann fékk fíflinu staf, sem átti að vera merki um »tign« þess, og sagði um leið: »Hann er þln eign, þangað til þú fyrirhittir ein- hvern, sem er heimskari en þú; þá afhentu hon- um stafinn«. Nokkrum árum síðar varð greifinn veikur. Fífl- ið heimsótli hann og komst þá að raun um, að húsbóndi sinn myndi brátt deyja. »Hvert liggur leið yðar, herra?« spurði fíflið greifann. »Langt, langt burtu«, svaraði greifinn. »Hvenær munuð þér koma aftur? —• Innan mán- aðartíma?« »Nei«. »Innan árs?« »Nei«. »Hvenær þá — aldrei?« »Aldrei«. »0g hvaða undirbúningsráðstafanir hafi.ð þér gert vegna burifa.rar yðar?« »Alls engar«. »Þér farið burt fyrir fullt og allt og eruð al- gerlega óundirbúinn. — Hérna, takið við stafn- um mínum, því jafn mikla, heimskn hefi ég ekki áður fyrirhitt«. ★ Dómarinn spyr mann, sem ákærður hefir verið fyrir ærumeiðandi ummæli, hvort hann játi að hafa kallað viðstaddan kæranda heimskingja: »Það get ég ekki munað, en því lengur sem ég horfi á þennan mann, þeim mun sennilegra þykir mér að ég hafi. kallað hann það«. ★ Framan á kvikmyndahúsi stóð auglýst með stóru letri: »1 kvöld verður sýndur þriðji hlutinn af Dótt- ur Faraós!« Aðkomuroaður gekk fram hjá með konu sinni, las auglýsinguna. og sagði um leið og hann hristi höfuðið: »Mikil er vonzkan mannanna. Þarna hafa þeir nú skift einhverri veslings konunni sundur I þrjá hluti. Gott er, að þú varst. ekki kvikmynda- leikkona, góða min!« ★ Vinur: »Segðu mér, kunningi, hvernig þú fórst að því, að afla þér svona margra viðskiftavina. Ég sé svo fjöldamargt af kvenfólki fara inn í búð- ina þína á hverjum degi«. Kaupmaðurinn: »Það kal ég segja þér i trún- aði, lagsmaður. Ég fékk mér páfagauk og kenndi honum að tala nokkur orð. Síðan lét ég hann i búr og setti það framan við búðardyrnar. Og í hvert s.kifti, sem einhver kona kemur inn í búð- ina, segir hann: »ó, hvað hún er indæl! ó, livað hún er fín!« Já, þú ættir að sjá hýru augun, sem þær gefa honum, konurnar, sem koma að verzla við mig«. ★ Ferðabóksali: »Hérna. hefi ég á boðstólum ágæta bók. Hún kennir ráð við öllum sköpuðum hlutum«. Konan: »Kennir hún þá ráð til þess að losna við nærgöngula sölumenn?« Bóksalinn: »Já, einmitt. Hún segir að bezta ráðið til þess að losna. við þá, sé að kaupa eitt- hvað af þeim«. Spakinœli. Göfugmennið skilur skyldu sina, en hinn ógöf- ugi ábatann. Þar sem göfugmennið á heima get- ur ruddaskapurinn ekki þrifist. Sannarlegl stórmenni sýnir dugnað sinn á svip- aðan hátt og vatnið. En það er til gagns öllu sem lifir. Það skilur kjör sín á þann hátt að laga sig sífellt eftir umhverfinu. Rennur sífellt i hin- um eðlilegasta farvegi, og velur sér leið í hinu djúpa og hulda, þar sem annað forðast að vera. Sterkur er sá, sem yfirvinnur aðra, voldugur sá, sem sigrar sjálfan sig, en ríkur sá, sem veit, að hann á nóg. Hinn sanni spekingur safnar ekki í hrúgur. Þvi meira sem hann gerir fyrir aðra, þeim mun ríkari verður hann, þvi meira sem hann gefur. því meira hlotnast honum. Laotse. Húsráð. Sllfui'inunli', sem orðnir eru gulleitir, verða silfurgljáandi á ný ef þeim er difið ofan í sjóð- andi heitt kartöflusoð og síðan þurrkaðir vel með flónelsrýju. Ef súpau hei'Ii' verlð siiltuð of ínlkið, má láta hráa kartöflu út I hana. Eftir nokkrar mlnútur hefir kartaflan sogið svo mikið í sig af saltinu, að það skemmir ekki eins bragðið. Ganilai' kai'töílur, sem orðnar eru linar, verða fastar í sér og auðvelt að afhýða þær séu þær látnar liggja í köldu vatni, yfir eina uótt. Amtsbókasafnið á 08 013 650 Akureyri lllll

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.