Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 18
54 HEIMILISBLAÐIÐ ur þorpari Shadrach var, og- stöðugt verið að stinga honum sárar sneiðar í orðum, því að hann var orðhvass maður. »En ef Fungarnir ná tökum á þér«, sagði Shadrach aftur, »þá skaltu fá að vita, hvað satt, er«. »Á ég að mölva ga.t á hausinn á hon- um?« spurði, Kvik íbygginn. »Vertu bara hægur«, sagði Orme, »nú er nóg komið áður af slíkum brösum, þó ekki bætist fleiri við. Við skulum gera það allt upp, sem milli ber, þegar við erum búnir að bita úr nálinni með Fungana. Síðan veik hann sér að Shadrach og sagði; »Hér er ekki staðurinn til að halda slík- ar tölur. Þú ert leiðtogi okkar; far með ossi, hvert sem þú vilt. Mundu það einung- is, að ef til ófriðar kemur, þá er það ég, sem að beiðni félaga minna. á að hafa æðstu stjorn á hendi. Svo er enn. eitt, sem þú mátt ekki gleyma, það nefnilega, að þú veröur að lokum að svara til saka fyrir húsmóður þinni, henni, sem doktorinn hérna segir að þið kallið Walda Nagasta, konungsættingja.. Og svo er ekki meira um það. Við holdum áfram, eins og þú vilt og hvert sem þú vilt. Láttu svo allt. ganga eft- ir þínu höfði!« Shadrach hlýddi þögull á ræðu Ormes. og hneigði sig þvermóðskulega. Gaf Higgs illt auga, og gekk svo á brott. Þá tautaði Kvik fyrir munni sér: »Það hefði víst verið miklu nær, að ég hefði mölvað gat á hausinn á honum. Hann hefði haft gott af því og það hefði sparað okk- ur margar áhyggjur; ég hefi ekki mikla, trú á þessum Gyðingi að þrem fjórðu hlut- um«. Síðan fór hann til að gá að úlföldunum og líta eftir byssunum, en við liinir fór- um til tjalda okkar, til þess að fá svo mik- ið að sofa, sem broddflugu-f járarnir leyfðu okkur. Að því er mig snerti, varð lítið úr svefni, þar sem ég fann svo sárt. til þess, að eitthvað erfitt myndi drífa á daga okkar. I þeim sömu svifum rann sólin upp og Kvik kom að vekja mig og segja, að úlf- aldarnir væru ferðbúnir. »Mér fellur ekki allskostar allt þetta hérna, doktor«, sagði hann er hann var að hjálpa mér að stinga niður dótinu rnínu. »Hið sanna er, að ég get ómögulega fest neina trú á þessum rúmlega háifgyðingi, honurn Shadrach, piltinum. Lagsbræður hans kalla hann »Köttinn«, og það er víst tilvalið nafn. Hann er einmitt búinn að sýna á sér klærnar, því að hann hatar okk- ur alla rammlega og langar mest til að hverfa til baka til Púr eða Múr, eða hvað þær nú heita, þessar borgir, og vildi helzt enga.n okkar með sér hafa. Þú hefðir átt að sjá heiftaraugun, sem hann gaut til prófessorsins rétt áðan. Ég vildi óska, að höfuðsmaöurinn hefði leyft mér að laga vitund á honum húfuna! Það hefði þó dá- lítið hrei.nsað til í lofti hjá okkur«. Þótt, undarlegt kunni að þykja, þá var það atkvæði forlaganna, að stámpast skyldi lítið eitt við kollinn á honum Shadrach, en það var nú reyndar allur annar, sem gerði það. En það gerðist með þessum hætti: Það var kveiktur eldur í sefinu, eins og Shadrach hafði talið nauðsynlegt, til þess að gera þeim Abatí-mönnum aðvart, þeim sem héldu vörð í fjöllunum umhverfis, En þegar við hugleiðum, hvernig atburðirnir gerðust, þá er ég alls ekki viss um, aö þessi eldur hafi ekki verið ætlaður til að brenna í eðrum augum líka. En samkvæmt tilhögun Shadrachs lögðum við þá af stað, meðan sefið stóð í ’björtu báli að baki oss. Og alla þá nótt fórum við í stjörnuskini eftir gömlum og augsýnilega fáförnum vegi. Jafnskiótt sem lýsa fór a.f degi, fói um við út af veginum og bjuggum okkur án- ingarstað milli gróinna rústa a,f löngu horfnum bæ, sem lá undir hinum þver- bröttu Múrs-hömrum. Til allrar hamingju höfðum við engan hitt. Ég stóð fyrstur á verði, meðan hinir gengu til náða, en höfð- um þó áður kalt kjöt að morgunmat. Því

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.