Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 24
6Ó fifilMÍ LISBLAÐIÐ snúa okkur aftur að fjörgjafa vorum, að búast aftur hinum skínandi klæðnaði — réttlæti Krists. — Könnumst við ekki við þessi hvörf í lífl okkar á liðnum vetri, þetta frá Guði og til hans aftur. Ég kannast við það, ég hefi. ýmist færst fjær, og færst svo aftur nær honum. Pað er ást okkar á sólinni, sem veldur því, að engin þjóð á sumardag fyrsta að hátíðisdegi, nema við. Og sömuleiðis er það ástin á sólinni, sein veldur því, að hver dalbúinn á sér glaðan dag, þegar sólin lyftist ofar fjöllum og brosir til hans að nýju. Pökkum Guði fyrir landið, sem gleður okkur á hverjum vetri með afturhvarfi sínu til sólar. Engin þjóð á fleiri sólarljóð að tiltölu en við Islendingar. Innileg er sólarkveðja Jónasar Ilallgríms- sonar: Bleesuð, margblessuð, 6, blíða sól! blessaður margfalt þlnn beztur skapari! íyrir gott allt, sem gert befir uppgöngu frá að enda dags. Vekur þú von og vekur þú bæn, hvenær sem dapurri dimmu brindir og augu kætir allra skepna. t’ukk er og lofgerð á þinni leið. Vekur þú von og vekur þú bæn, er þú f ljóma líður af birnni aftur í ljóma upp að reuna. — Þökk er og lofgerð á þinni leið. Hníg þú nú kóglega í bafskautið mjúka, röðull rósfagur og rfs að morgni, frelsari, frjóvgari, fagur Guðs dagur, blessaður, blessandi, bliður röðull þýður. Og þetta sama ástsæla Ijóðskáld okkar vildi deyja svo, að hann og vinur hans stefndu á ljósið og sæju þá sömu sól báðir síga í ægi: Við skulum sól sömu báðir hinnzta sinni við haf líta; létt mun þeim leið, er ljósi mót vini studdur of veröld flýr. Auðvitað er þetta allt iíkingamál. Sólin er Guð sjálfur, hann, sem skapaði sólina og ljósið. En Guð gefur líka regn af himni. Regn- ið og snjórinn eru líka blessunargjafir frá Drottni. Hans er snjórinn og hans er regn- ið, hans eru dimmviðrisdagarnir og storm- arnir, sem fylgja regninu og hretunuin. Pessar gjafir Drottins má heldur ekki gleyma að þakka. Ekki mundum við vilja fara á mis við sólskinsskúrirnar á vorin, þegar »jörð og himin hlæja hvort mót öðru gegn um tár« heldur mundum vér syngja: Þér vötn og víður sjór, þér vindar, hagl og snjór, þér fjallabyggðir bláar, þér bjarkir prýðiháar, þú grund með grösum sprottin, 6, göfgið, lofið Drottinn! 0, að við mættum lifa svo innilegu samlífi við Drottin, að hver regnskúr geti ekki annað en látið oss þessi orð verða á munni: »Lát náðardaggar dropa þinn svo drjúpa í mína sálu inn*. Til eru þau lönd, þar sem regnið lífgar, en sólskinið deyðir. Par er beðið um regn. Par er beðið um að »vatnslindir spretti upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum — að sólbrunnar auðnir verði að tjörnum og þurr- ar lendur að uppsprettum«.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.