Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 11
HEIMILISBLAÐIÐ 47 þetta lögmál hans fyrsta sinni, þá sagði hann.: »Hún mætti vel bíða 100 ár eítir lesanda, þar sem Guð hefir nú beðið í 6000 ár eftir athuga,nda«, Um þessa frægu bók Keplers má að ööru leyti segja, að hún er allmjög blandin forn- um og fánýtum spekidraumum, einkum Pýþagórasar; honum mun hafa fundist, eins og Kcpernik, þær hugmyndir fagrar og skáldlegar og eins og táknmyndir af hinu heiiaga samræmi í sköpunarverki skaparans. Hann heldur því fram, (eins og Pýþagoras), að heimurinn sé þrefald- ur. Sólin sé miðpunktur hans (mi.ðeldur- inn), himinn sólstjarnanna sé yfirborð hinnar miklu, himinkúlu; en á milli sé geim- ur fullur af loitkenndu efni (sbr. ljósvaki). Ekki segir hann, að föstu stjörnurnar séu sólir, en, getur þess til, að sólin snúist um sjálfa sig og markar það a,f sólblettunum, og af almyrkvaðri sól megi sjá, að um lyki gufuhvclf af geislabröndum þeim (sól- kyndlum) er þó sjáist þjóta út frá henni, Þá gleymir hann ekki að útlista hið ná- kvæma kerfi himneskrar samstillingar, er hann byggir á hinum ólíka og síbreytilega hraða reikistjarnanna; líkir hann því sam- bandi við tónbilin í söng (stiganum), og verður af samstilltur hljómur milli reiki- stjarnanna, en þann samhljóm skynjar enginn, nema sál sólarinnar; hún er eini áheyrandinn. Allt er þefta gamall skáld- skapur í nýjum búningi. Er svo að sjá að þessi skáldlega hugmynd veki enn meiri aðdáun hjá honum, en lögmálið, sem hann fann og hefir síðan búið honum fasta frægð. Árið 1619 kemur Ferdinand keisari II. til ríkis. Hann lofaði að greiða Kepler þaö, sem hann átti ógrei,tt af launum sínum og legg'ja fram fé til að koma Rúðólfs- stjörnutöíiunum á prent. Voru því hinar beztu, horfur á, að Kepler myndi geta. hald- ið áfram vísindalegri starfsemi sinni fyr- i,r féleysi. En vegna styrjaldarinnar (þrjá- tíu ára trúarbragðastríðsins), milli ka- þólskra. og mótmælenda), sem þá var ný- hafið, þá tæmdist brátt fjárhirzla keisar- ans, s,voi að Kepler gat ekkert, fengið af fé sínu fyrr en nokkrum árum síðar og þá ekki nema lítinn hluta af því, sem lofað var. En loks voru þó Rúðólfstöflurnar gefn- ar út í Ulm 1627, eftir 25 ára þrautir og vanda. Það voru fyrstu stjörnutöflurnar, sem reiknaðar voru út eftir sólkerfi Kep- lers. Eru þær svo merkijegur minnisvaröi elju, hans og þrautgæðis, að þótt hann fcefði ekkert gert, a.nnað, en að semja þær, þá hefði hann verið talinn einn af velgeröa- mönnum þeirra, sem stjörnuvísindi iðka. Af dagbók Keplers 1620 má sjá, að hann hefir þá verið farinn að nota bókstafa- reiknjng (lógarifsina) og var það til ómet- anlegs hagræðis fyrir hann, eins og alla þá, sem þurfa, að fara með háar tölur. Tók Kepler þeirri uppfundningu tveim hönd- um; en eins og honum var eiginlegt, þa vildi hann ekki sitja ei,nn að slíku hag- ræði, heldur gaf út. bækling um þessa að- ferð (1624); barst hann fyrst í handriti milli stærðfræðinganna í 3 ár, og studdi það mjög að því, að þessi nýja aðferð yrði almennt notuð á Þýzkalandi. Nú báru Kepler enn þungar raunir að hendi,, svo að hann gat ekki gefið sig óskift- an við sínum vísindalegu störfum. Það var móðir hans, sem var völd að því. Eins og fyrr er getið, þá var hún hinn mesti kven- vargur og ákaflega illa þokkuð orðin af öllum í smábænum Leonburg. Þótti þeim hún svo »hörð í tungu«, að hún væri lík- ari norn en mennskri konu.' Kom svo langt nokkru áður (1615), að hún var borin galdri; höfðaði hún þá mál út af þeim meið- yrðum, en auðvitað var það meira gert af kappi. en forsjá. Yfirvöldin söltuðu mál- ið og beið svo fram til 5. ág. 1620. Þá var liún tekin og hneppt í varðhald fyrir ósleiti- legar galdrasakir, sem á hana voru born- ar, enda var þá galdrabrennuöld mikil, eins og hér á Islandi. 1 þessu varðhaldi sat hún 13 mánuði undir stöðugri rannsókn og pyndingarhótunum, ef hún játaði eigi á sig sakirnar; en auðvitað voru þær

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.