Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1940, Blaðsíða 10
4b HEIMILISBLAÐIÐ Þýzkalandi, en Kepler tók eftir, að menn kunnu ekki að finna teningsmál (rúmmál) íláta sinna. Skrifaði hann þá ri.tgerð og sýndi, hversu að skyldi fara og varð það upphaf að nýrri grein tölvísinnar (tenings- mál — Linz, 1613). Árið 1618 sáust þrjár halastjörnur í einu; ritaði Kepler grein um þær. En samtímis þessu öllu var hann að búa til prentunar höfuðrit sitt »Samhljóðun heimsins« (Har- monices Mundi), sem gefin var út í Augs^ burg (1619); hafði hann fyrst byrjað í Gratz á bví mikla verki,. Um þessar mundir (1616—1620) fóru dagbækur hans að koma út (Efernerides). Þæfyrstu gaf hann út í Linz (1617). 1 dag- bókinni játar hann hispurslaust, að útgjöld þau, sem á sér hafi hvílt, hafi þröngvað sér til að »setja saman auvirðileg spásagn- aralmanök, og sé það starf vart öllu sæmi- legra en að biðjast beininga, nema þá að því leyti, að það bjargaði virðingu keis- arans, »þess keisara, sem nú varpar mér frá sér algerlega og lætur mig farast úr hungri«. Nú var Kepler boðið kennaraembætti við háskólann í Bologna; vildi, hann heldur búa að hörðum kosti á ættjörðu' sinni, og ófrelsi mikið og þröngsýni, að því er snerti skoðanir hans og opinberar ræður, heid- ur en að búa að góðum kosti á Italiu, við góð árslaun og fyllra málfrelsi og skoðana- frelsi. Á árunum 1618—22 gefur Kepler út »Ágrip af stjörnufræði Koperniks« í 7 bók- um. Voru þær seinna, lagðar fyrir rannsókn- arrétt páfakirkjunnar og' settar á villu- bókaskrá þeirrar kirkju, og forboðaðar. Ei,ns og fyrr er sagt, þá gaf Kepler út »Samhljóðun« sína 1619 og tileinkaði hana Jakabi. I., Bretakonungi; bauð konungur honum þá til Englands í kurteisisskyni; flutti Henry Wotton lávarður orð á milii þeirra. En þó allt væri, þá í busli á Þýzka- landi (þrjátíu ára, stríðið byrjað, þá vildi hann eigi til Englands fara fremur en til Italíu. Skómmu seinna (1620) lagði enski sendiherrann í Feneyjum að honum að koma tij Englands og taka sér þar ból- festu; en hann hafnaði líka því boði. »Samhljóðun heimsins.« er fræg bók í sögu vísindanna. Kjarninn í bókinni er hið þriðja lögmál, sem kennt er við Keppler, þar sem sam- bandið milli jarðstjarnanna er tekið fram og um leið milli allra þeirra líkama, hverj- ir sem eru, sem snúast um miðpunkt sinn. Það lögmál er svo hljóðandi: Hlutfallið milli umferðartima tveggja jarðstjarna í öðru veldi er jafnt hlutíall- inií milli fjarlægða þeirra í þriðja veldi. Af þessu. lögmáli má leiða þá ályktun, að séu tvær jarðstjörnur ekki jafnlangt frá, sólu, þá lýkur sú, er nær er, umferð sinni fyrr, en sú sem fjær er. Þetta lögmál nær líka, til tunglanna, sem hverfast u.m jarðstjörnurnar. 1 ágripinu af stjörnufræði Koperniks, sem átti að vera kennslubók í stjörnufræði, tekur Kep- ler það skýrt fram, að þetta lögmál gildi jafnt um tungl Júpíters sem Júpíter sjálf- an. Júpiter með tunglum sínum verður Kepler eins.oig smámynd af öllu sólkerf- inu. Tungl Júpíters hafði hann sjálfur at- hugað 1618. Þegar honum barst sú fregn, að Galilei hefði fundið fjórar nýjar »reikistjörnur«, því að Galilei hugði 'það sjálfur í fyrstu., þá va,rð hann hugsjúkur um, að kerfið sitt nýja myndi eigi standast. En er það kom í ljós, að þaö voru tungli Júpíters, sem fund- in voru, þá sá Kepler þar nýjan vott, um speki skaparans, því að fyrst, hann hefði gefið Júpíter 4 föruna.uta, en jörðinni, ekki nema einn, þá væri það glöggt merki þess, að jörðin væri eigi mest allra hnatta í sól- kerfi voru, eins og áður var haldið. Svoi var mikill fögnuður Keplers, er hann hafði, fundið hið þriðja, lögmál sitt, aö hann ritaði sérstaklega hjá s,ér árið og daginn. er hann fann það fyrst, 15. maí 1618. Var hann, þá búinn að þreyta vit sitt og þolin- mæði í 17 ár við það að finna það. Og þcg- ar hann minntist á bókina, sem nú birti

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.